Dagskráin í dag: Slagurinn um Reykjanesbæ, Íslandsmeistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og Tilþrifin Það er körfuboltadagur á Stöð 2 Sport í dag. Við bjóðum upp á tvo stórleiki ásamt Körfuboltakvöldi kvenna og Tilþrifunum. 29.12.2022 06:00
Lokasóknin: „Í úrslitakeppninni þá refsa góðu liðin fyrir mistök“ Liðurinn „Stórar spurningar“ voru á sínum stað í Lokasókninni á þriðjudag. Farið var yfir hvort Miami Dolphis kæmist í úrslitakeppnina, hvort það sé styrkleiki eða veikleiki hjá Minnesota Vikings að vinna alltaf tæpt og hvaða Wild card-lið gæti komið á óvart í úrslitakeppninni. 28.12.2022 23:30
Mbappé tryggði PSG sigur í blálokin eftir að Neymar var sendur í bað fyrir leikaraskap Stjörnur París Saint-Germain áttu misjöfnu gengi að fagna í fyrsta leik liðsins eftir HM pásuna. Liðið vann 2-1 sigur á Strasbourg en sigurmarkið kom fimm mínútum eftir að venjulegum leiktíma lauk. 28.12.2022 23:01
Håland heitur eftir HM pásuna og Man City eltir Skytturnar eins og skugginn Englandsmeistarar Manchester City unnu 3-1 útisigur á Leeds United í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni. Erling Braut Håland skoraði tvö af þremur mörkum Man City. 28.12.2022 22:00
Öruggt hjá Haukum og Grindavík | Tímaspursmál hvenær ÍR fellur Haukar og Grindavík unnu góða sigra í Subway deild kvenna í körfubolta í kvöld. 28.12.2022 21:05
„Niðurstaða Handkastsins að Ísland er með bestu útilínu í heiminum“ Handkastið heldur áfram að hita upp fyrir HM í handbolta sem fram fer í janúar. Hvort menn hafi prjónað yfir sig í nýjasta þætti hlaðvarpsins verður að koma í ljós en þar var fullyrt að útilína Íslands, skytturnar tvær ásamt miðjumanni, væru besta útilína heims um þessar mundir. 28.12.2022 18:46
Segir 2022 hafa verið sitt erfiðasta ár til þessa Reece James, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea, segir árið 2022 vera eitt það erfiðasta sem hann hefur upplifað. Hann missti af HM í Katar vegna meiðsla og meiddist aftur í fyrsta leik Chelsea eftir HM pásuna. 28.12.2022 18:01
„Ég er andskoti þreyttur og þarf bjór til að jafna mig“ Luka Dončić heldur áfram að gera fólk orðlaust. Hann skráði sig á spjöld sögunnar í nótt þegar hann skoraði 60 stig, tók 21 frákast og gaf 10 stoðsendingar. Eftir leikinn, sem fór í framlengingu, sagðist Luka þurfa einum bjór að halda til að jafna sig. Viðtal við drenginn eftir leik sem og viðbrögð fólks við þessum magnaða leik má sjá hér að neðan. 28.12.2022 17:00
Man United vildi Gakpo síðasta sumar en hefur ekki efni á honum nú Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, vildi festa kaup á Coady Gakpo, nýjasta leikmanni Liverpool, síðasta sumar en félagið náði ekki að ganga frá kaupunum þar sem brasilíski vængmaðurinn Antony kostaði meira en áætlað var. 28.12.2022 16:17
Víkingar bjóða upp á rafræna flugelda í samvinnu við Dýrfinnu Íþróttafélagið Víkingur býður upp á rafræna flugelda í samvinnu við Dýrfinnu um áramótin. Frá þessu er greint á vefsíðu Víkings. 28.12.2022 15:31