„Ég ætla ekkert að gefast upp“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. desember 2022 20:30 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var frábær á EM síðasta sumar en missti af leikjum Íslands í undankeppni HM vegna meiðslanna sem eru að hrjá hana. Alex Pantling/Getty Images Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, ein af okkar efnilegustu knattspyrnukonum, er loks byrjuð að spila á ný eftir löng og erfið meiðsli. Hún spilar með þýska stórveldinu Bayern München og bíður spennt eftir að fá að sanna sig. „Ég myndi segja að það væri smá í það. Rosalega skemmtilegt að vera komin aftur og vonandi kemst ég sem fyrst í mitt besta form. Eins og ég segi, þetta eru krónísk meiðsli og ekki mikið af 100 prósent lausnum sem virka. Þetta er ekki eins og einver hnémeiðsli eða brotið bein, rosalega erfitt að komast í rétta meðferð,“ sagði Karólína Lea aðspurð hvort hún væri að nálgast sitt gamla form en þessi lunkni sóknarþenkjandi miðjumaður ræddi við Stöð 2 og Vísi nýverið. „Í rauninni ekki, ég var alltaf að fara spila þessa leiki. Steini (Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari) vissi alveg stöðuna og það vissu allir af þessu. þannig nei ég sé ekki eftir því að hafa keyrt mig í gegnum EM. Sé bara eftir því að hafa ekki komist upp úr riðlinum og fengið fleiri leiki.“ „Ég ætla ekkert að gefast upp. Vonandi vakna ég einn daginn og finn ekki fyrir þessu en þetta háir mér í raun ekkert í daglegu lífi. Kemur fyrir ef ég er búin að hlaupa mikið og mikið af stefnubreytingum, þá finn ég þetta. Ég þarf svolítið að bíða og vona að ég vakni einn daginn og þetta sé farið.“ Karólína Lea hafði sett sér markmið að ná að spila nokkrar mínútur gegn Benfica í Meistaradeild Evrópu en um var að ræða síðasta leik Bayern á árinu. „Það var magnað, var ekkert smá gaman. Stolt að hafa loksins náð þessu. Ég kom inn á eins og ég veit ekki hvað, var svo spennt að ég náði varla að snerta boltann. Það er bara hægt að byggja ofan á það og vonandi næ ég bara að sýna mitt besta form á næsta tímabili,“ sagði Karólína Lea að endingu. Fótbolti Þýski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
„Ég myndi segja að það væri smá í það. Rosalega skemmtilegt að vera komin aftur og vonandi kemst ég sem fyrst í mitt besta form. Eins og ég segi, þetta eru krónísk meiðsli og ekki mikið af 100 prósent lausnum sem virka. Þetta er ekki eins og einver hnémeiðsli eða brotið bein, rosalega erfitt að komast í rétta meðferð,“ sagði Karólína Lea aðspurð hvort hún væri að nálgast sitt gamla form en þessi lunkni sóknarþenkjandi miðjumaður ræddi við Stöð 2 og Vísi nýverið. „Í rauninni ekki, ég var alltaf að fara spila þessa leiki. Steini (Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari) vissi alveg stöðuna og það vissu allir af þessu. þannig nei ég sé ekki eftir því að hafa keyrt mig í gegnum EM. Sé bara eftir því að hafa ekki komist upp úr riðlinum og fengið fleiri leiki.“ „Ég ætla ekkert að gefast upp. Vonandi vakna ég einn daginn og finn ekki fyrir þessu en þetta háir mér í raun ekkert í daglegu lífi. Kemur fyrir ef ég er búin að hlaupa mikið og mikið af stefnubreytingum, þá finn ég þetta. Ég þarf svolítið að bíða og vona að ég vakni einn daginn og þetta sé farið.“ Karólína Lea hafði sett sér markmið að ná að spila nokkrar mínútur gegn Benfica í Meistaradeild Evrópu en um var að ræða síðasta leik Bayern á árinu. „Það var magnað, var ekkert smá gaman. Stolt að hafa loksins náð þessu. Ég kom inn á eins og ég veit ekki hvað, var svo spennt að ég náði varla að snerta boltann. Það er bara hægt að byggja ofan á það og vonandi næ ég bara að sýna mitt besta form á næsta tímabili,“ sagði Karólína Lea að endingu.
Fótbolti Þýski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira