Fréttamaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fékk nóg eftir að hafa nauðungar­matað ein­stak­ling

Flosi Þor­geirs­son, sjúkra­liði, sagn­fræðingur og tón­listar­maður segir mikinn mun vera á rétti sjúk­linga á geð­deildum á Ís­landi og í Dan­mörku þar sem hann hefur starfað. Flosi er fyrsti við­mælandi Lands­sam­taka Geð­hjálpar í októ­ber­mánuði þar sem sam­tökin standa fyrir vitundar­vakningu um geð­heil­brigðis­mál.

Bjóða al­­menningi á þver­n­or­rænt hakka­þon um fram­tíð haf­svæða

Ís­lenski sjávar­klasinn skipu­leggur „hakka­þon“ næstu daga þar sem ein­staklingar hvaða­næva af Norður­löndum koma saman til að þróa sjálf­bæra leið til að deila haf­svæðum. Að sögn fram­kvæmda­stjóra Sjávar­kla­sans kann að vera stutt í að stjórn­völd þurfi að meta hvernig svæðum á hafinu verði ráð­stafað. Almenningi er boðið á föstudag kl. 17:00 að berja afrakstur hakkaþonsins augum.

Ráðu­neytið telur sleipi­efnið vera lækninga­tæki

Heil­brigðis­ráðu­neytið hefur stað­fest á­kvörðun Lyfja­stofnunar um stöðvun á sölu sleipi­efnisins Astrog­li­de Per­sonal Lubricant og inn­köllun þess. Ráðu­neytið telur rétt hjá Lyfja­stofnun að sleipiefnið beri að flokka sem lækningatæki. Því sé ætlað til notkunar þegar þurrkur í leggöngum veldur óþægindum og flokkist því ekki sem snyrtivara.

Ný Dimmali­mm gangi nærri sæmdar­rétti og rétt­mætum við­skipta­háttum

Mynd­stef - Mynd­höfundar­sjóður Ís­lands, telur nýja út­gáfu Óðins­auga af barna­bókinni Sagan af Dimmali­mm eftir Guð­mund Thor­steins­son, Mugg, ganga nærri sæmdar­rétti höfundarins og rétt­mætum við­skipta­háttum. Þá telja sam­tökin á­lita­mál hvort um fölsun sé að ræða og þarf að mati sam­takanna að stíga var­lega til jarðar við breyttar fram­tíðar­út­gáfur verksins.

Haukur Örn og Ingvar Smári opna lög­manns­stofu

FIRMA lög­menn hafa tekið til starfa í Reykja­vík. Eig­endur lög­manns­stofunnar eru Haukur Örn Birgis­son hrl. og Ingvar Smári Birgis­son, lög­maður, en þeir störfuðu áður saman á Ís­lensku lög­fræði­stofunni. FIRMA lög­menn veita al­hliða lög­fræði­þjónustu með sér­hæfingu í þjónustu við at­vinnu­lífið.

Lýsir yfir ó­á­nægju við ráð­herra

Bæjar­stjóri Vest­manna­eyja­bæjar hefur lýst yfir ó­á­nægju við dóms­mála­ráð­herra yfir því að sýslu­maður á Suður­landi hefur tíma­bundið verið settur sem sýslu­maður í Vest­manna­eyjum. Bæjar­stjórn lýsti síðast yfir ó­á­nægju vegna þessa fyrir­komu­lags fyrir fjórum árum síðan, árið 2019.

Sjá meira