Fékk nóg eftir að hafa nauðungarmatað einstakling Flosi Þorgeirsson, sjúkraliði, sagnfræðingur og tónlistarmaður segir mikinn mun vera á rétti sjúklinga á geðdeildum á Íslandi og í Danmörku þar sem hann hefur starfað. Flosi er fyrsti viðmælandi Landssamtaka Geðhjálpar í októbermánuði þar sem samtökin standa fyrir vitundarvakningu um geðheilbrigðismál. 4.10.2023 09:25
Vaktin: Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent. 4.10.2023 07:30
Bjóða almenningi á þvernorrænt hakkaþon um framtíð hafsvæða Íslenski sjávarklasinn skipuleggur „hakkaþon“ næstu daga þar sem einstaklingar hvaðanæva af Norðurlöndum koma saman til að þróa sjálfbæra leið til að deila hafsvæðum. Að sögn framkvæmdastjóra Sjávarklasans kann að vera stutt í að stjórnvöld þurfi að meta hvernig svæðum á hafinu verði ráðstafað. Almenningi er boðið á föstudag kl. 17:00 að berja afrakstur hakkaþonsins augum. 4.10.2023 06:46
Reif vöðva í ræktinni: Love Island stjarna á spítala Breska Love Island stjarnan Jay Younger varð að undirgangast aðgerð eftir að hafa rifið brjóstvöðva í ræktinni. Hann segist hafa tekið of vel á því í ræktinni. 3.10.2023 22:00
Nýjustu sigurvegarar Love Island í sitt hvora áttina Sigurvegarar úr nýjustu seríunni af bresku raunveruleikaþáttunum Love Island, þau Jess Harding og Sammy Root, eru hætt saman. Rúmir tveir mánuðir eru síðan þau fóru alla leið í þáttunum. 3.10.2023 16:09
Ráðuneytið telur sleipiefnið vera lækningatæki Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Lyfjastofnunar um stöðvun á sölu sleipiefnisins Astroglide Personal Lubricant og innköllun þess. Ráðuneytið telur rétt hjá Lyfjastofnun að sleipiefnið beri að flokka sem lækningatæki. Því sé ætlað til notkunar þegar þurrkur í leggöngum veldur óþægindum og flokkist því ekki sem snyrtivara. 3.10.2023 13:11
Ný Dimmalimm gangi nærri sæmdarrétti og réttmætum viðskiptaháttum Myndstef - Myndhöfundarsjóður Íslands, telur nýja útgáfu Óðinsauga af barnabókinni Sagan af Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteinsson, Mugg, ganga nærri sæmdarrétti höfundarins og réttmætum viðskiptaháttum. Þá telja samtökin álitamál hvort um fölsun sé að ræða og þarf að mati samtakanna að stíga varlega til jarðar við breyttar framtíðarútgáfur verksins. 3.10.2023 11:43
Haukur Örn og Ingvar Smári opna lögmannsstofu FIRMA lögmenn hafa tekið til starfa í Reykjavík. Eigendur lögmannsstofunnar eru Haukur Örn Birgisson hrl. og Ingvar Smári Birgisson, lögmaður, en þeir störfuðu áður saman á Íslensku lögfræðistofunni. FIRMA lögmenn veita alhliða lögfræðiþjónustu með sérhæfingu í þjónustu við atvinnulífið. 3.10.2023 10:10
Lýsir yfir óánægju við ráðherra Bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar hefur lýst yfir óánægju við dómsmálaráðherra yfir því að sýslumaður á Suðurlandi hefur tímabundið verið settur sem sýslumaður í Vestmannaeyjum. Bæjarstjórn lýsti síðast yfir óánægju vegna þessa fyrirkomulags fyrir fjórum árum síðan, árið 2019. 3.10.2023 10:01
Afla enn gagna við rannsókn á flugslysinu við Sauðahnjúka Rannsóknarnefnd samgönguslysa aflar enn gagna vegna flugslyssins sem varð við Sauðahnjúka á Austurlandi þann 9. júlí síðastliðinn þar sem þrír létust. Þetta kemur fram í svörum nefndarinnar við fyrirspurn fréttastofu. 3.10.2023 06:46