Alma leigufélag segir málið á misskilningi byggt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. janúar 2024 21:27 Rebekka Saidy var ekki sátt við svörin sem hún fékk fyrst frá Ölmu leigufélagi. Vísir Framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags segir félagið gera allt sitt til að koma til móts við Grindvíkinga. Mál íbúa sem fékk þau svör að hún gæti ekki losnað undan leigusamningi með litlum fyrirvara hafi verið á misskilningi byggt. „Ég er í fríi erlendis og hef ekki kynnt mér forsögu málsins. Aftur á móti get ég fullvissað þig um að það sé byggt á misskilningi,“ segir Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags í skriflegu svari til Vísis. Fékk fyrst þvert nei Tilefnið er Facebook færsla Rebekku Saidy, íbúa í Grindavíkur, sem leigir íbúð af leigufélaginu. Hún lýsir því að fimm manna fjölskylda hennar hafi verið í lítilli íbúð tveggja herbergja íbúð undanfarinn mánuð. Í dag hafi henni boðist stærri eign til langtíma, þar sem muni fara betur um fjölskylduna. Hún hafi sett sig í samband við Ölmu og athugað hvort hún gæti ekki komist undan þriggja mánaða uppsagnarfresti, í ljósi aðstæðna. Svarið hafi hinsvegar verið þvert nei. Í samtali við Vísi segir Rebekka að hún hafi óvænt fengið tölvupóst frá leigufélaginu á áttunda tímanum í kvöld. Þar hafi henni verið tjáð að félaginu þætti leitt að hafa ekki skoðað málið nánar, hún gæti skilað íbúðinni þegar henni hentar. „Það marg borgar sig að hafa hátt,“ segir Rebekka. Hún segir þröngt hafa verið á þingi hjá fjölskyldunni hingað til en þrjár dætur hennar hafa gist á dýnum í einu herbergi. Alma hafi lagt sitt af mörkum „Við munum leyfa fyrrverandi íbúum Grindavíkur sem nú búa í okkar eignum utan Grindavíkur að skila af sér eignum daginn eftir að þeir tilkynna okkur um uppsögn,“ segir Ingólfur Árni, framkvæmdastjóri Ölmu, í skriflegu svari til Vísis vegna málsins. Hann segir það vera bæði ósanngjarnt og óheiðarlegt að halda því fram að félagið hafi ekki lagt sitt af mörkum til að standa með og styðja við íbúa Grindavíkur. Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags, segir félagið engin svör hafa fengið frá stjórnvöldum eftir að hafa boðið sinn stuðning. „Við rukkuðum ekki leigu fyrir desember í Grindavík og endurgreiddum leigu fyrir þann hluta í nóvember sem íbúum var meinað að gista í Grindavík.“ Engin svör frá stjórnvöldum „Þeim leigjendum okkar í Grindavík sem vildu losna undan leigusamningum bauðst að losna undan þeim án nokkurs fyrirvara og reynt var eftir fremsta megni að finna aðrar eignir innan eignasafns Ölmu sem gátu hentað þeim.“ Hann segir að til viðbótar hafi Alma og tengd félög boðið opinberum aðilum yfir hundrað íbúðir til kaups eða leigu strax í nóvember. „Til að koma til móts við íbúðavanda Grindvíkinga. Allar þessar íbúðir hefði verið búið að afhenda í dag. Lítil sem engin svör fengust.“ Leigumarkaður Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira
„Ég er í fríi erlendis og hef ekki kynnt mér forsögu málsins. Aftur á móti get ég fullvissað þig um að það sé byggt á misskilningi,“ segir Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags í skriflegu svari til Vísis. Fékk fyrst þvert nei Tilefnið er Facebook færsla Rebekku Saidy, íbúa í Grindavíkur, sem leigir íbúð af leigufélaginu. Hún lýsir því að fimm manna fjölskylda hennar hafi verið í lítilli íbúð tveggja herbergja íbúð undanfarinn mánuð. Í dag hafi henni boðist stærri eign til langtíma, þar sem muni fara betur um fjölskylduna. Hún hafi sett sig í samband við Ölmu og athugað hvort hún gæti ekki komist undan þriggja mánaða uppsagnarfresti, í ljósi aðstæðna. Svarið hafi hinsvegar verið þvert nei. Í samtali við Vísi segir Rebekka að hún hafi óvænt fengið tölvupóst frá leigufélaginu á áttunda tímanum í kvöld. Þar hafi henni verið tjáð að félaginu þætti leitt að hafa ekki skoðað málið nánar, hún gæti skilað íbúðinni þegar henni hentar. „Það marg borgar sig að hafa hátt,“ segir Rebekka. Hún segir þröngt hafa verið á þingi hjá fjölskyldunni hingað til en þrjár dætur hennar hafa gist á dýnum í einu herbergi. Alma hafi lagt sitt af mörkum „Við munum leyfa fyrrverandi íbúum Grindavíkur sem nú búa í okkar eignum utan Grindavíkur að skila af sér eignum daginn eftir að þeir tilkynna okkur um uppsögn,“ segir Ingólfur Árni, framkvæmdastjóri Ölmu, í skriflegu svari til Vísis vegna málsins. Hann segir það vera bæði ósanngjarnt og óheiðarlegt að halda því fram að félagið hafi ekki lagt sitt af mörkum til að standa með og styðja við íbúa Grindavíkur. Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags, segir félagið engin svör hafa fengið frá stjórnvöldum eftir að hafa boðið sinn stuðning. „Við rukkuðum ekki leigu fyrir desember í Grindavík og endurgreiddum leigu fyrir þann hluta í nóvember sem íbúum var meinað að gista í Grindavík.“ Engin svör frá stjórnvöldum „Þeim leigjendum okkar í Grindavík sem vildu losna undan leigusamningum bauðst að losna undan þeim án nokkurs fyrirvara og reynt var eftir fremsta megni að finna aðrar eignir innan eignasafns Ölmu sem gátu hentað þeim.“ Hann segir að til viðbótar hafi Alma og tengd félög boðið opinberum aðilum yfir hundrað íbúðir til kaups eða leigu strax í nóvember. „Til að koma til móts við íbúðavanda Grindvíkinga. Allar þessar íbúðir hefði verið búið að afhenda í dag. Lítil sem engin svör fengust.“
Leigumarkaður Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Sjá meira