Lýsir yfir óánægju við ráðherra Bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar hefur lýst yfir óánægju við dómsmálaráðherra yfir því að sýslumaður á Suðurlandi hefur tímabundið verið settur sem sýslumaður í Vestmannaeyjum. Bæjarstjórn lýsti síðast yfir óánægju vegna þessa fyrirkomulags fyrir fjórum árum síðan, árið 2019. 3.10.2023 10:01
Afla enn gagna við rannsókn á flugslysinu við Sauðahnjúka Rannsóknarnefnd samgönguslysa aflar enn gagna vegna flugslyssins sem varð við Sauðahnjúka á Austurlandi þann 9. júlí síðastliðinn þar sem þrír létust. Þetta kemur fram í svörum nefndarinnar við fyrirspurn fréttastofu. 3.10.2023 06:46
Depardieu segir mannorði sínu hafa verið rústað Gérard Depardieu hefur í fyrsta sinn tjáð sig opinberlega um ásakanir á hendur sér um meint kynferðisofbeldi og áreitni. Hann fullyrðir að fjölmiðlar hafi rústað mannorði hans. 2.10.2023 15:58
Skoða mikið magn myndefnis vegna árásarinnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer nú yfir mikið magn myndefnis vegna árásarinnar á ráðstefnugest á vegum Samtakanna '78 á Hverfisgötu í miðborg Reykjavíkur síðastliðið þriðjudagskvöld. Árásarmennirnir eru enn ófundnir. 2.10.2023 15:00
Húsavíkurflugi haldið áfram í tvo mánuði í viðbót Flugfélagið Ernir mun halda áfram með áætlunarflug á milli Reykjavíkur og Húsavíkur fimm daga í viku næstu tvo mánuði, á meðan framtíðarfyrirkomulag flugsins verður skoðað. Þetta er ljóst eftir viðræður Vegagerðarinnar og flugfélagsins. 2.10.2023 14:01
Segist finna til með kokkinum í Kópavogi Khunying Porntip Rojanasunan, öldungardeildarþingmaður í Taílandi, segist ekki ætla að lögsækja Ara Alexander Guðjónsson, yfirkokk Tokyo sushi, sem rak hana út af veitingastað keðjunnar á Nýbýlavegi á föstudag. 2.10.2023 13:11
Notaður í auglýsingu með gervigreind án leyfis Tom Hanks hefur varað aðdáendur sína við því að í umferð sé auglýsing á vegum tryggingafyrirtækis þar sem gervigreind er nýtt til að nota leikarann í auglýsingunni. Þetta er án hans aðkomu og samþykkis. 2.10.2023 11:29
Sýslumaður á Suðurlandi aftur orðinn sýslumaður í Vestmannaeyjum Kristín Þórðardóttir, sýslumaður á Suðurlandi, hefur verið sett tímabundið sem sýslumaður í Vestmannaeyjum. Skipunin nær frá 1. október til þess 30. september á næsta ári og mun Kristín gegna báðum embættum á þessum tíma. 2.10.2023 11:25
Dagur hyggst bjóða Kjötborgarbræðrum í kaffi Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hyggst bjóða eigendum Kjötborgar, bræðrunum Gunnari og Kristjáni Jónassonum til sín í kaffi. Hann vill skoða lausnir vegna gjaldskyldu við búð bræðranna að erlendri fyrirmynd. 2.10.2023 10:02
Stjörnufans á NFL: Taylor Swift mætti á annan leik Hollywood stjörnur með Taylor Swift saman í broddi fylkingar mættu saman á leik bandarísku ruðningsliðanna Kansas City Chiefs og New York Jets þegar þau mættust á MetLife leikvanginum í New York í gær. 2.10.2023 08:31