Rólan telst samþykkt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. janúar 2024 06:45 Húsfélögin töldu róluna ekki hafa verið samþykkta. Íbúi var ósammála og skaut málinu til kærunefndar. Vísir/Rakel Kærunefnd húsamál telur rólu á sameiginlegri lóð tveggja fjöleignarhúsa ekki þurfa samþykki 2/3 hluta eigenda húsanna. Rólan var samþykkt af einföldum meirihluta og telur nefndin það nóg. Þetta kemur fram í úrskurði nefndarinnar á vef stjórnarráðsins. Þar kemur fram að í húsunum tveimur séu annars vegar 71 íbúðir og hinsvegar 58 íbúðir. Íbúðareigandi í einu húsanna skaut málinu til nefndarinnar og krafðist þess að viðurkennt yrði að samþykki einfalds meirihluta eigenda miðað við hlutfallstölur, samanber lög um fjöleignarhús, þyrfti fyrir uppsetningu á rólum á sameiginlegri lóð. Húsfélögin töldu róluna ekki samþykkta Fram kemur í úrskurði nefndarinnar að húsfélög í báðum húsum hafi talið að 2/3 atkvæða íbúa hafi þurft til þess að samþykkja staðsetningu rólunnar á sameiginlegri lóð. Haldinn hafi verið húsfundur beggja húsfélaga þann 21. júní 2023. Þangað hafi alls mætt 65 eigendur. 36 íbúar hafi greitt atkvæði með því að setja upp rólur á lóðinni, 25 gegn tillögunni og þá sátu fjórir hjá. Stjórn beggja húsfélaga taldi óljóst hvort krafa væri um 50 prósent fundarsókn og samþykki 2/3 til að kosningin teldist löglega samþykkt. Leituðu félögin því til fyrirtækis sem þau hafa rekstrarsamning við. Niðurstaða þess var sú að erfitt væri að lesa skýrt úr lögum um fjöleignahús og álitum kærunefndar húsamála hvað ætti við um málið. Því hafi verið ákveðið að fara varkárari leiðina, það er að fara fram á samþykki 2/3 hluta fundargesta. 40 fermetrar af 2000 Fram kemur í áliti nefndarinnar að húsfélögin hafi valið staðsetningu leiktækjanna eftir skoðun á lóðinni. Ákvörðunin hafi byggt á því að engin staðsetning væri fullkomin heldur hafi skásta staðsetningin verið lögð fram. Sú staðsetning hafi þó reynst umdeild meðal íbúa og sé í grennd við ákveðnar íbúðir á jarðhæð eins stigagangs. Orsök óánægju séu nálægð leiktækjanna, áhrif þeirra á breytt útsýni og ásýnd margra íbúða út um stofuglugga. Afstaða eigenda sé breytileg eftir því hvar eign þeirra sé með tilliti til mögulegs leiksvæðis. Kosningin hafi verið jöfn um leiktækin og með tilliti til erinda sem borist hafi húsfélögum gegn uppsetningu þeirra sé ekki hægt að staðhæfa um að fá eigendur sé að ræða. Kærunefnd fellst hinsvegar á kröfu íbúa um að það nægi samþykki einfalds meirihluta eigenda miðað við hlutfallstölur á húsfundi. Fyrirhugað leiksvæði sé aðeins um 40 fermetrar af 2000 fermetra sameiginlegri lóð. Því telur nefndin of íþyngjandi að krafist sé samþykki 2/3 íbúa. Þá telur nefndin það jafnframt hafa þýðingu að um sé að ræða tillögu um framkvæmd sem sérstaklega sé tekið fram í skilalýsingu hússins að sé möguleg, þó hún hafi ekki verið innifalin við byggingu þess. Húsnæðismál Hús og heimili Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði nefndarinnar á vef stjórnarráðsins. Þar kemur fram að í húsunum tveimur séu annars vegar 71 íbúðir og hinsvegar 58 íbúðir. Íbúðareigandi í einu húsanna skaut málinu til nefndarinnar og krafðist þess að viðurkennt yrði að samþykki einfalds meirihluta eigenda miðað við hlutfallstölur, samanber lög um fjöleignarhús, þyrfti fyrir uppsetningu á rólum á sameiginlegri lóð. Húsfélögin töldu róluna ekki samþykkta Fram kemur í úrskurði nefndarinnar að húsfélög í báðum húsum hafi talið að 2/3 atkvæða íbúa hafi þurft til þess að samþykkja staðsetningu rólunnar á sameiginlegri lóð. Haldinn hafi verið húsfundur beggja húsfélaga þann 21. júní 2023. Þangað hafi alls mætt 65 eigendur. 36 íbúar hafi greitt atkvæði með því að setja upp rólur á lóðinni, 25 gegn tillögunni og þá sátu fjórir hjá. Stjórn beggja húsfélaga taldi óljóst hvort krafa væri um 50 prósent fundarsókn og samþykki 2/3 til að kosningin teldist löglega samþykkt. Leituðu félögin því til fyrirtækis sem þau hafa rekstrarsamning við. Niðurstaða þess var sú að erfitt væri að lesa skýrt úr lögum um fjöleignahús og álitum kærunefndar húsamála hvað ætti við um málið. Því hafi verið ákveðið að fara varkárari leiðina, það er að fara fram á samþykki 2/3 hluta fundargesta. 40 fermetrar af 2000 Fram kemur í áliti nefndarinnar að húsfélögin hafi valið staðsetningu leiktækjanna eftir skoðun á lóðinni. Ákvörðunin hafi byggt á því að engin staðsetning væri fullkomin heldur hafi skásta staðsetningin verið lögð fram. Sú staðsetning hafi þó reynst umdeild meðal íbúa og sé í grennd við ákveðnar íbúðir á jarðhæð eins stigagangs. Orsök óánægju séu nálægð leiktækjanna, áhrif þeirra á breytt útsýni og ásýnd margra íbúða út um stofuglugga. Afstaða eigenda sé breytileg eftir því hvar eign þeirra sé með tilliti til mögulegs leiksvæðis. Kosningin hafi verið jöfn um leiktækin og með tilliti til erinda sem borist hafi húsfélögum gegn uppsetningu þeirra sé ekki hægt að staðhæfa um að fá eigendur sé að ræða. Kærunefnd fellst hinsvegar á kröfu íbúa um að það nægi samþykki einfalds meirihluta eigenda miðað við hlutfallstölur á húsfundi. Fyrirhugað leiksvæði sé aðeins um 40 fermetrar af 2000 fermetra sameiginlegri lóð. Því telur nefndin of íþyngjandi að krafist sé samþykki 2/3 íbúa. Þá telur nefndin það jafnframt hafa þýðingu að um sé að ræða tillögu um framkvæmd sem sérstaklega sé tekið fram í skilalýsingu hússins að sé möguleg, þó hún hafi ekki verið innifalin við byggingu þess.
Húsnæðismál Hús og heimili Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira