„Ég vona að þessir strákar fái extra knús“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. janúar 2024 23:12 María Ólafsdóttir vonar að strákarnir í handboltalandsliðinu fái extra knús. Söngkonan María Ólafsdóttir segir það stinga sig að horfa upp á algjör niðurbrot á samfélagsmiðlum á stundum líkt og í kvöld, þar sem karlalandslið Íslands í handbolta tapaði örugglega gegn liði Ungverjalands á EM í handbolta. „Héddnaaa…getum við bara svona almennt sem þjóð staðið með fólkinu okkar bæði þegar það gengur vel en líka þegar hlutirnir ganga ekki upp?“ skrifar María í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Eins og flestir vita tapaði íslenska handboltakarlalandsliðið nokkuð örugglega gegn því ungverska í kvöld, með 25 mörk gegn 33. Liðið fer stigalaust áfram á mótinu. „Á svona stundum stingur það mig mest að horfa uppá algjör niðurbrot á samfélagsmiðlumm“ skrifar María á Facebook. „Viljum við í alvöru búa í samfélagi þar sem þú ert þjóðarhetja þegar vel gengur en þegar það gengur illa eða hlutirnir ganga ekki upp, þá ertu jarðaður?“ Sjálf hefur María rætt á opinskáan hátt þau áhrif sem það hefur haft á líf hennar að vera fulltrúi Íslands í Eurovision árið 2015. Hún opnaði sig um málið í fyrra og sagðist átta árum síðar enn vera að vinna úr áfallinu sem fylgdi þátttöku sinni í keppninni. Börn læri það sem fyrir þeim er haft María tekur fram að hún þekki engan í landsliðinu. Henni finnist hinsvegar um að ræða galna hegðun hjá fullorðnu fólki. „Og síðan er fullorðið fólk svo hissa á öllu eineltinu og niðurrifinu sem börnin ganga í gegnum á netinu. Well þau læra það sem fyrir þeim er haft…“ segir María. „Það er hægt að vera tapsár og blóta heima hjá sér eða á kaffistofunni og halda svo bara áfram að poppa. Allavega. Áfram Ísland - ég vona að þessir strákar fái extra knús.“ EM 2024 í handbolta Eurovision Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Fleiri fréttir Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Sjá meira
„Héddnaaa…getum við bara svona almennt sem þjóð staðið með fólkinu okkar bæði þegar það gengur vel en líka þegar hlutirnir ganga ekki upp?“ skrifar María í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Eins og flestir vita tapaði íslenska handboltakarlalandsliðið nokkuð örugglega gegn því ungverska í kvöld, með 25 mörk gegn 33. Liðið fer stigalaust áfram á mótinu. „Á svona stundum stingur það mig mest að horfa uppá algjör niðurbrot á samfélagsmiðlumm“ skrifar María á Facebook. „Viljum við í alvöru búa í samfélagi þar sem þú ert þjóðarhetja þegar vel gengur en þegar það gengur illa eða hlutirnir ganga ekki upp, þá ertu jarðaður?“ Sjálf hefur María rætt á opinskáan hátt þau áhrif sem það hefur haft á líf hennar að vera fulltrúi Íslands í Eurovision árið 2015. Hún opnaði sig um málið í fyrra og sagðist átta árum síðar enn vera að vinna úr áfallinu sem fylgdi þátttöku sinni í keppninni. Börn læri það sem fyrir þeim er haft María tekur fram að hún þekki engan í landsliðinu. Henni finnist hinsvegar um að ræða galna hegðun hjá fullorðnu fólki. „Og síðan er fullorðið fólk svo hissa á öllu eineltinu og niðurrifinu sem börnin ganga í gegnum á netinu. Well þau læra það sem fyrir þeim er haft…“ segir María. „Það er hægt að vera tapsár og blóta heima hjá sér eða á kaffistofunni og halda svo bara áfram að poppa. Allavega. Áfram Ísland - ég vona að þessir strákar fái extra knús.“
EM 2024 í handbolta Eurovision Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Fleiri fréttir Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Sjá meira