GKR boðar endurkomu í öllum skilningi þess orðs Rapparinn Gaukur Grétuson, betur þekktur sem GKR, hyggst snúa aftur til landsins um helgina og troða upp á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni í Kolaportinu næsta föstudagskvöld. Hann hyggst spila nýtt efni, lög af nýrri plötu sem er væntanleg snemma á nýju ári. 2.11.2023 13:00
Þorvaldur er nýr tæknistjóri Miðeindar Þorvaldur Páll Helgason hefur gengið til liðs við Miðeind, hugbúnaðarfyrirtæki sem vinnur að máltækni og gervigreind fyrir íslensku. Hann tekur við starfi tæknistjóra (CTO) og hefur yfirumsjón með tækni- og vöruþróun fyrirtækisins. 2.11.2023 12:17
Leita byssumanns eftir skotárás í Úlfarsárdal Lögregla leitar byssumanns sem grunaður er um að hafa skotið karlmann við fjölbýlishús í Úlfarsárdal í nótt. Hinn særði er ekki í lífshættu. Mörg börn vöknuðu upp við skothvelli. Yfirlögregluþjónn segir vettvang árásarinnar hafa verið utandyra. Lögregla sé með aukið viðbragð vegna málsins til að tryggja öryggi almennings um borgina. 2.11.2023 11:31
Íbúar heyrðu skothvelli í Úlfarsárdal Lögregla verst allra frétta af meiriháttar líkamsárás í Úlfarsárdal í nótt. Að sögn íbúa heyrðust skothvellir í hverfinu. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út vegna málsins. 2.11.2023 10:42
Íbúar minntir á að veiða ekki mýs með frostlegi Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps á Drangsnesi hyggst vekja athygli bæjarbúa á því að ólöglegt sé að nota frostlög til þess að veiða mýs. Oddviti sveitarstjórnar segir engin staðfest dæmi um slíkt en íbúar hafi haft áhyggjur. 2.11.2023 06:45
Íbúar vansvefta við Sundahöfn Íbúar í Langholtshverfi í Reykjavík urðu margir svefnvana vegna hávaða við Sundahöfn í nótt, ef marka má umræðu á samfélagsmiðlum. Hafnarstjóri segir óvenju mikinn hávaða hafa mælst í höfninni. 1.11.2023 23:01
Mál varnarmálaráðherrans fyrrverandi fellt niður Saksóknari í Danmörku hefur ákveðið að fella niður mál gegn fyrrverandi varnarmálaráðherra landsins, Claus Hjort Frederiksen, sem ákærður var fyrir að hafa lekið ríkisleyndarmálum sem varða þjóðaröryggi. 1.11.2023 14:45
Guðni Rafn er nýr framkvæmdastjóri Gallup Guðni Rafn Gunnarsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Gallup á Íslandi en hann var ráðinn úr hópi fjölda umsækjenda. Þetta kemur fram í tilkynningu. 1.11.2023 14:13
Isaac á leið aftur til Íslands Isaac Kwateng, vallarstjóri Þróttar, hefur fengið dvalar-og atvinnuleyfi. Hann er því væntanlegur til Íslands frá Gana. 1.11.2023 13:33
Birna verðlaunuð fyrir Örverpi Birna Stefánsdóttir hlaut í dag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar við hátíðlega athöfn í Höfða. Borgarstjóri veitti Birnu verðlaunin. 30.10.2023 15:32