Dómurinn ekki í samræmi við aðalkröfu ákæruvaldsins Dómur Héraðsdóms Suðurlands yfir Vigfúsi Ólafssyni vegna brunans á Selfossi er ekki í samræmi við aðalkröfu ákæruvaldsins í málinu. 9.7.2019 14:05
Dæmdur í fimm ára fangelsi vegna brunans á Selfossi Vigfús Ólafsson var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi með því að hafa valdið eldsvoða sem varð tveimur að bana á Selfossi í október í fyrra. Frá dómnum dregst gæsluvarðhald sem hann hefur setið í síðan í nóvember í fyrra. 9.7.2019 13:00
Hugmyndir eru uppi um að byggja Latabæjargarð í Borgarnesi Nú þegar hefur verið komið upp Latabæjarsafni í bæjarfélaginu, sem vekur verðskuldaða athygli. Í Borgarnesi er líka stærsta lögregluhúfu safn landsins. 7.7.2019 22:29
Selfyssingar fagna veðurstöð á Selfossi Stöðin veitir allar helstu veðurupplýsingar, auk þess sem hún nýtist vel fyrir Sveitarfélagið Árborg við hönnun mannvirkja og fráveitna. 6.7.2019 22:30
Íbúar í Árborg verða 10 þúsund um áramótin Íbúum í Sveitarfélaginu Árborg fjölgar hratt og stefnir í að fjöldi íbúa verði komin upp í tíu þúsund manns um næstu áramót. Það sem af er ári hefur íbúum fjölgað að meðaltali um fimm prósent í hverjum mánuði. 6.7.2019 14:07
Sigurður Ingi brast óvænt í söng inni í helli Þrír af tólf manngerðum hellum á Ægissíðu við Hellu verða nú opnaðir almenningi til sýnis. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra prófaði að syngja í einum hellinum með sönghópnum Öðlingnum úr Rangárvallasýslu. 30.6.2019 19:15
Þjóðdansar eru vinsælir hjá unga fólkinu "Þjóðdansar eru töff“, segir Elín Svava Elíasdóttir, barna og unglinga þjóðdansakennari hjá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur en mikið af ungu fólki er að læra þjóðdansa. Dansararnir hafa nóg að gera við að sýna þjóðdansa víða um land, auk þess sem stór hópur þeirra er á leiðinni til Álandseyja á norrænt þjóðdansamót. 23.6.2019 19:45
Rukkað í Skálholti í gegnum ökutæki Skálholt er mjög vinsæll ferðamannastaður í Uppsveitum Árnessýslu en um tvö hundruð og fjörutíu þúsund ferðamenn heimsækja staðin á hverju ári. 23.6.2019 11:00
Þriðja apótekið opnað á Selfossi Apótek Suðurlands er nýtt apótek, sem hefur verið opnað á Selfossi og er rekið af einkaaðilum. Í bæjarfélaginu eru tvö önnur apótek. 22.6.2019 14:00
Stoppuðu á Selfossi eftir sambandsleysi við annan hvalinn Það styttist í annan endann á löngu og ströngu ferðalagi Litlu-Hvítrar og Litlu-Grárrar frá Kína til Vestmanneyja. Hersingin er nýmætt í Landeyjarhöfn þar sem Herjólfur bíður eftir hvölunum. Ákveðið var að stoppa á Selfossi eftir að fylgdarlið hvalanna missti samband við einn þeirra. 19.6.2019 21:45