Hætt að mjólka eftir að hafa mjólkað tvisvar á dag í áttatíu ár Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. ágúst 2019 19:15 Guðmunda Tyrfingsdóttir á bænum Lækjartúni í Ásahreppi er 87 ára kúabóndi. Hún hefur alltaf búið með kýr en nú er komið að kaflaskilum hjá henni því hún hefur selt kýrnar. Hún verður hins vegar áfram með kindur, kálfa, hænur og nokkur hross. Guðmunda hefur farið í fjós tvisvar á dag síðustu áttatíu ár fer nú ekki í fjós lengur því hún hefur selt þær níu kýr sem hún átti. Hún ætlar þó að stunda búskap áfram með kálfa, kindur, hænur og hross. Guðmunda sér mikið eftir kúnum sínum. Guðmunda hefur alltaf verið bóndi í Lækjartúni í Ásahreppi í Rangárvallasýslu. Hún er 87 ára gömul. Guðmunda byrjaði að handmjólka kýrnar hjá foreldrum sínum sjö ára gömul, síðan var mjólkað í fötur og loks fékk Guðmunda sér rörmjaltakerfi. Systkinin voru tíu, átta þeirra eru á lífi. Í sínum búskap byggð Guðmunda íbúðarhús, fjós og hlöðu, hún hefur alltaf verið ein og gert allt meira og minna sjálf. Nú eru þáttaskil í lífi Guðmundu, hún hefur losað sig við kýrnar sem hún átti, enda fjósið hennar komið til ára sinna og hún sjálf farin að gefa eftir. Hún segir að það hafi verið erfitt að kveðja kýrnar. „Jú, því neita ég ekki, það var neyðarúrræði,“ segir hún. Þegar kýrnar voru sem flestir hjá Guðmundu voru þær átján og eitt árið var hennar bú það afurðahæsta á Íslandi. „Maður hefur haft sitt lifibrauð af þessu og yndi og ánægju. Kýr eru bráðgáfaðar ef það er talað við þær og þannig látið af þeim“, segir Guðmunda. En hvernig líst henni á stöðuna í íslenskum kúabúskap í dag? „Ég ætla að vona að það gangi vel en mér finnst skrýtin þessi óskaplega vélvæðing en það er ábyggilega léttara og svo eru margir sem vilja ekki vera bundnir af kúabúskapnum en ég held að það hljóti nú alltaf að vera bindandi.“ Guðmunda er duglega að fara út í fjós og heilsa upp á kálfana sína og spjalla við þá um leið og hún kemur tuggu til þeirra og sópar að þeim.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Guðmunda segist ætla að halda áfram að búa eins lengi og hún geti með kálfa, hænur, kindur og nokkur hross. Hún er mjög trúuð og segist ekki hafa áhyggjur af dauðanum, hann komi þegar kallið kemur eins og allir vita. Þetta eru hennar heilræði. „Óttastu guð og haltu hans boðorð því það á hver maður að gera vitandi það að sérhvert verk kemur fyrir dóm og fáum við því laun samkvæmt því sem verk okkar eru. Þetta sýnist ósköp einfalt, það er bara kærleikurinn, sem þarf að ganga sigri hrósandi,“ segir Guðmunda. Ásahreppur Landbúnaður Eldri borgarar Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Sjá meira
Guðmunda Tyrfingsdóttir á bænum Lækjartúni í Ásahreppi er 87 ára kúabóndi. Hún hefur alltaf búið með kýr en nú er komið að kaflaskilum hjá henni því hún hefur selt kýrnar. Hún verður hins vegar áfram með kindur, kálfa, hænur og nokkur hross. Guðmunda hefur farið í fjós tvisvar á dag síðustu áttatíu ár fer nú ekki í fjós lengur því hún hefur selt þær níu kýr sem hún átti. Hún ætlar þó að stunda búskap áfram með kálfa, kindur, hænur og hross. Guðmunda sér mikið eftir kúnum sínum. Guðmunda hefur alltaf verið bóndi í Lækjartúni í Ásahreppi í Rangárvallasýslu. Hún er 87 ára gömul. Guðmunda byrjaði að handmjólka kýrnar hjá foreldrum sínum sjö ára gömul, síðan var mjólkað í fötur og loks fékk Guðmunda sér rörmjaltakerfi. Systkinin voru tíu, átta þeirra eru á lífi. Í sínum búskap byggð Guðmunda íbúðarhús, fjós og hlöðu, hún hefur alltaf verið ein og gert allt meira og minna sjálf. Nú eru þáttaskil í lífi Guðmundu, hún hefur losað sig við kýrnar sem hún átti, enda fjósið hennar komið til ára sinna og hún sjálf farin að gefa eftir. Hún segir að það hafi verið erfitt að kveðja kýrnar. „Jú, því neita ég ekki, það var neyðarúrræði,“ segir hún. Þegar kýrnar voru sem flestir hjá Guðmundu voru þær átján og eitt árið var hennar bú það afurðahæsta á Íslandi. „Maður hefur haft sitt lifibrauð af þessu og yndi og ánægju. Kýr eru bráðgáfaðar ef það er talað við þær og þannig látið af þeim“, segir Guðmunda. En hvernig líst henni á stöðuna í íslenskum kúabúskap í dag? „Ég ætla að vona að það gangi vel en mér finnst skrýtin þessi óskaplega vélvæðing en það er ábyggilega léttara og svo eru margir sem vilja ekki vera bundnir af kúabúskapnum en ég held að það hljóti nú alltaf að vera bindandi.“ Guðmunda er duglega að fara út í fjós og heilsa upp á kálfana sína og spjalla við þá um leið og hún kemur tuggu til þeirra og sópar að þeim.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Guðmunda segist ætla að halda áfram að búa eins lengi og hún geti með kálfa, hænur, kindur og nokkur hross. Hún er mjög trúuð og segist ekki hafa áhyggjur af dauðanum, hann komi þegar kallið kemur eins og allir vita. Þetta eru hennar heilræði. „Óttastu guð og haltu hans boðorð því það á hver maður að gera vitandi það að sérhvert verk kemur fyrir dóm og fáum við því laun samkvæmt því sem verk okkar eru. Þetta sýnist ósköp einfalt, það er bara kærleikurinn, sem þarf að ganga sigri hrósandi,“ segir Guðmunda.
Ásahreppur Landbúnaður Eldri borgarar Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Sjá meira