Mun auðveldara að fá læknistíma á Selfossi með tilkomu teymisvinnu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. ágúst 2019 12:30 Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands en hún var ein af frummælendum á opnum fundi þar sem Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra kynnti heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga var fundarstjóri. Vísir/Magnús Hlynur Teymisvinna lækna og hjúkrunarfræðinga á heilsugæslustöð Selfoss hefur tekist svo vel að nú komast nánast allir í viðtalstíma hjá lækni innan tveggja daga en áður þurfti fólk að bíða vikum saman eftir að komast til læknis. Eftir símtal við hjúkrunarfræðing fá um sextíu prósent úrlausn sinna mála án þess að þurfa viðtalstíma hjá lækni. Verkefnið um teymisvinnu lækna og hjúkrunarfræðinga á heilsugæslustöð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi hefur heppnast einstaklega vel en það hófst 1. febrúar á þessu ári. Tilgangur teymisvinnunnar er að forgangsraða og dreifa verkefnum á þann fagaðila sem er hæfastur eða best til þess fallinn að sinna þeim hverju sinni. Allir hjúkrunarfræðingar og læknar á heilsugæslustöðinni á Selfossi koma að teymisvinnunni. Inn í teymið fléttast svo starfskraftar sjúkraliða, sálfræðinga, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfara, auk annarra sérfræðinga þegar við á. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands kynnti teymisvinnuna á opnum fundi með heilbrigðisráðherra á Selfossi í vikunni. „Í stað þess að allir séu að hringja inn á morgnanna í kappi við að fá tíma hjá lækni þá hringja hjúkrunarfræðingarnir til baka í alla þá sem óska þess að koma með erindi á heilsugæsluna og sjá til þess að koma erindum í réttan farveg. Þannig að hjúkrunarfræðingarnir eftir eðli erindis geta bókað sjúkling í tíma hjá lækni, annað hvort í tíu mínútur, tuttugu mínútur eða þrjátíu mínútur, eftir því hversu stórt og viðamikið erindið er,“ segir Herdís. Thelma Dröfn Ásmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur að sinna teymisvinnu með því að taka á móti símtali frá skjólstæðingi heilsugæslunnar á Selfossi og aðstoða viðkomandi með sín mál.Vísir/Magnús HlynurHerdís segir að hjúkrunarfræðingarnir séu að hringja daglega um 110 til 200 símtöl. „Það er skemmst frá því að segja að í sextíu prósent tilfella þá geta hjúkrunarfræðingarnir leyst erindið án þess að þú þurfir að panta tíma hjá lækninum og þá ýmist eru erindin leyst af hjúkrunarfræðingnum sjálfum eða í samvinnu að sjálfsögðu við lækni eða þá að erindið fer inn til læknaritara eða leyst með öðrum hætti,“ segir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Herdís segir að með nýja fyrirkomulagi þá komist skjólstæðingar heilsugæslustöðvarinnar miklu fyrr til læknis en áður og þjónustan er orðin mjög markviss og skýr, sem sé mjög ánægjuleg þróun í bættri þjónustu heilsugæslustöðvarinnar á Selfossi. Um 15-18% fleiri komast nú að í hefðbundinn viðtalstíma hjá lækni innan tveggja daga en áður var, sem þakka má teymisvinnunni. Árborg Heilbrigðismál Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Teymisvinna lækna og hjúkrunarfræðinga á heilsugæslustöð Selfoss hefur tekist svo vel að nú komast nánast allir í viðtalstíma hjá lækni innan tveggja daga en áður þurfti fólk að bíða vikum saman eftir að komast til læknis. Eftir símtal við hjúkrunarfræðing fá um sextíu prósent úrlausn sinna mála án þess að þurfa viðtalstíma hjá lækni. Verkefnið um teymisvinnu lækna og hjúkrunarfræðinga á heilsugæslustöð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi hefur heppnast einstaklega vel en það hófst 1. febrúar á þessu ári. Tilgangur teymisvinnunnar er að forgangsraða og dreifa verkefnum á þann fagaðila sem er hæfastur eða best til þess fallinn að sinna þeim hverju sinni. Allir hjúkrunarfræðingar og læknar á heilsugæslustöðinni á Selfossi koma að teymisvinnunni. Inn í teymið fléttast svo starfskraftar sjúkraliða, sálfræðinga, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfara, auk annarra sérfræðinga þegar við á. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands kynnti teymisvinnuna á opnum fundi með heilbrigðisráðherra á Selfossi í vikunni. „Í stað þess að allir séu að hringja inn á morgnanna í kappi við að fá tíma hjá lækni þá hringja hjúkrunarfræðingarnir til baka í alla þá sem óska þess að koma með erindi á heilsugæsluna og sjá til þess að koma erindum í réttan farveg. Þannig að hjúkrunarfræðingarnir eftir eðli erindis geta bókað sjúkling í tíma hjá lækni, annað hvort í tíu mínútur, tuttugu mínútur eða þrjátíu mínútur, eftir því hversu stórt og viðamikið erindið er,“ segir Herdís. Thelma Dröfn Ásmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur að sinna teymisvinnu með því að taka á móti símtali frá skjólstæðingi heilsugæslunnar á Selfossi og aðstoða viðkomandi með sín mál.Vísir/Magnús HlynurHerdís segir að hjúkrunarfræðingarnir séu að hringja daglega um 110 til 200 símtöl. „Það er skemmst frá því að segja að í sextíu prósent tilfella þá geta hjúkrunarfræðingarnir leyst erindið án þess að þú þurfir að panta tíma hjá lækninum og þá ýmist eru erindin leyst af hjúkrunarfræðingnum sjálfum eða í samvinnu að sjálfsögðu við lækni eða þá að erindið fer inn til læknaritara eða leyst með öðrum hætti,“ segir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Herdís segir að með nýja fyrirkomulagi þá komist skjólstæðingar heilsugæslustöðvarinnar miklu fyrr til læknis en áður og þjónustan er orðin mjög markviss og skýr, sem sé mjög ánægjuleg þróun í bættri þjónustu heilsugæslustöðvarinnar á Selfossi. Um 15-18% fleiri komast nú að í hefðbundinn viðtalstíma hjá lækni innan tveggja daga en áður var, sem þakka má teymisvinnunni.
Árborg Heilbrigðismál Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira