Kolbeinn göngugarpur gekk hringinn á 30 dögum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. júlí 2019 19:15 Kolbeinn Kolbeinsson, tuttugu og eins ára Reykvíkingur hefur notað júlímánuð til að ganga hringinn í kringum landið en hann lýkur göngu sinni í kvöld. Það fyrsta sem hann ætlar að gera þegar hann kemur heim til sín er að fá sér pizzu og skella sér síðan á þjóðhátíð. Kolbeinn lagði af stað í gönguna 1. júlí og nú í morgun hófst síðasti spölurinn frá Selfossi til Reykjavíkur, þar áætlar hann að vera á milli 11 og 12 í kvöld. Kolbeinn hefur gengið að meðaltali 45 kílómetra á dag. „Þetta er bara búið að ganga mjög vel, ég er reyndar búin að vera í mjög mikilli rigningu síðustu dagana en annars er búið að vera mjög heitt og fínt“, segir Kolbeinn. En hvar fannst honum skemmtilegast að ganga og hvar var erfiðast að ganga? „Ég myndi segja Suðurlandið, það er fínt, beinn vegur og þess háttar, alveg fallegt þó það sé mikið af ekki neinu í kringum mig. Það var erfiðast að ganga um Norðausturland, að fara í gegnum Möðrudalsöræfi, það var svolítið erfitt og í kringum Mývatn. Kolbeinn gekk að meðaltali 45 kíló á hverjum degi í göngunni. Hann segist hafa lést um 10 kíló á göngunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Kolbeinn segir að tilgangur göngunnar hafi verið að safna peningum fyrir Samferða, sem eru góðgerðasamtök, sem aðstoðar fólk fjárhagslega sem hefur orðið fyrir áföllum í lífinu hvort sem það eru tengd veikindum hjá foreldrum eða börnum. Markmið hans er að safna hálfri milljón króna. „Ég er komin upp í fjögur hundruð fimmtíu og tvö þúsund, sem er bara mjög gott. Ég held að ég geti klárað þessar fjörutíu og átta þúsund krónur í dag“. En hvað verður það fyrsta sem Kolbeinn ætlar að gera þegar hann kemur heim til sín í kvöld? „Ég ætla að fá mér pizzu og gera ekki neitt, fer svo á þjóðhátíð“. Vilji fólk styrkja Kolbein og Samferða þá er reikningurinn 0370-13-005770 og kennitala 240997 - 2079. Árborg Íþróttir Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Kolbeinn Kolbeinsson, tuttugu og eins ára Reykvíkingur hefur notað júlímánuð til að ganga hringinn í kringum landið en hann lýkur göngu sinni í kvöld. Það fyrsta sem hann ætlar að gera þegar hann kemur heim til sín er að fá sér pizzu og skella sér síðan á þjóðhátíð. Kolbeinn lagði af stað í gönguna 1. júlí og nú í morgun hófst síðasti spölurinn frá Selfossi til Reykjavíkur, þar áætlar hann að vera á milli 11 og 12 í kvöld. Kolbeinn hefur gengið að meðaltali 45 kílómetra á dag. „Þetta er bara búið að ganga mjög vel, ég er reyndar búin að vera í mjög mikilli rigningu síðustu dagana en annars er búið að vera mjög heitt og fínt“, segir Kolbeinn. En hvar fannst honum skemmtilegast að ganga og hvar var erfiðast að ganga? „Ég myndi segja Suðurlandið, það er fínt, beinn vegur og þess háttar, alveg fallegt þó það sé mikið af ekki neinu í kringum mig. Það var erfiðast að ganga um Norðausturland, að fara í gegnum Möðrudalsöræfi, það var svolítið erfitt og í kringum Mývatn. Kolbeinn gekk að meðaltali 45 kíló á hverjum degi í göngunni. Hann segist hafa lést um 10 kíló á göngunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Kolbeinn segir að tilgangur göngunnar hafi verið að safna peningum fyrir Samferða, sem eru góðgerðasamtök, sem aðstoðar fólk fjárhagslega sem hefur orðið fyrir áföllum í lífinu hvort sem það eru tengd veikindum hjá foreldrum eða börnum. Markmið hans er að safna hálfri milljón króna. „Ég er komin upp í fjögur hundruð fimmtíu og tvö þúsund, sem er bara mjög gott. Ég held að ég geti klárað þessar fjörutíu og átta þúsund krónur í dag“. En hvað verður það fyrsta sem Kolbeinn ætlar að gera þegar hann kemur heim til sín í kvöld? „Ég ætla að fá mér pizzu og gera ekki neitt, fer svo á þjóðhátíð“. Vilji fólk styrkja Kolbein og Samferða þá er reikningurinn 0370-13-005770 og kennitala 240997 - 2079.
Árborg Íþróttir Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira