Tvíburafolöldin Jóna og Edda dafna vel á Fossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. ágúst 2019 19:15 Tvíburasysturnar Jóna og Edda eru fallegar og dafna vel. Þær eru duglegir að drekka enda mjólkar mamma þeirra vel. Hér eru við að tala um tvíburafolöld sem komu nýlega í heiminn en þetta er annað skipti í sumar, sem vitað er um að tvíburafolöld koma í heiminn.Folöldin og Tinna mamma þeirra eru við bústað þeirra Ragnars Hinriksson og Helgu Claessen en í þau eru með töluvert af hrossum á bænum Fossi í Grímsnes og Grafningshreppi. Fyrr í sumar sögðum við frá tvíburafolöldum, sem komu í heiminn á bænum Búðarhóli í Austur -Landeyjum en það er mjög sjaldgæft að hryssur kasti tveimur folöldum. Það átti allavega engin von á tvíburafolöldum á Fossi.„Þetta kom bara á óvænt, foreldrar mínir héldu undir hann Safír frá Mosfellsbæ í fyrra sumar og við Siggi, maðurinn minn lögðum til hryssu. Hún ákvað bara að gefa þeim tvö stykki, það eru bæði merfolöld, báðar brúnar og mjög fallegar og dafna vel. Þær hafa fengið þessi skemmtilegu nöfn í höfuðið á okkur systrum, Edda og Jóna, þannig að framtíðin er bara spennandi“, segir Edda Rún Ragnarsdóttir, hestakona. Edda Rún er að springa úr stolti yfir tvíburasystrunum og nöfnunum á þeim, Edda og Jóna í höfuðið á dætrum Ragnars Hinrikssonar og Helgu Claessen á Fossi.Magnús HlynurJóna og Edda eru mjög vel ættaðar og eiga líklega eftir að verða afbragðs keppnis hross þegar fram líða stundir. Ragnar Hinriksson er montinn af Tinnu, sem er 19 vetra og af tvíburafolöldunum hennar og stóðhestsins Safírs frá Mosfellsbæ. Pabbi systranna er stóðhesturinn Safír frá Mosfellsbæ, sex vetra. Hann hefur fengið frábæra dóma á kynbótasýningum, m.a. 9 fyrir tölt, stökk, vilja og geðslag og hægt stökk, 9,5 fyrir fet og fegurð í reið og 10 fyrir brokk. Hann er með 8,58 fyrir hæfileika, 8,42 fyrir sköpulag, sem gefur 8,51 í aðaleinkun.Fjölnir Þorgeirsson.„Þau hafa það ansi gott og dafna bara mjög vel því þau voru bara eins og meðal hundur að stærð þegar þau fæddust. Tinna mjólkar ákaflega vel, það er gaman af þessu, hún mjólkar svo vel að þetta er allt í góðu lagi, þau hafa stækkað mikið“, segir Ragnar. Edda og Jóna hafa það ljómandi gott á Fossi í Grímsnes og Grafningshreppi.Heidi Koivula. Dýr Grímsnes- og Grafningshreppur Hestar Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira
Tvíburasysturnar Jóna og Edda eru fallegar og dafna vel. Þær eru duglegir að drekka enda mjólkar mamma þeirra vel. Hér eru við að tala um tvíburafolöld sem komu nýlega í heiminn en þetta er annað skipti í sumar, sem vitað er um að tvíburafolöld koma í heiminn.Folöldin og Tinna mamma þeirra eru við bústað þeirra Ragnars Hinriksson og Helgu Claessen en í þau eru með töluvert af hrossum á bænum Fossi í Grímsnes og Grafningshreppi. Fyrr í sumar sögðum við frá tvíburafolöldum, sem komu í heiminn á bænum Búðarhóli í Austur -Landeyjum en það er mjög sjaldgæft að hryssur kasti tveimur folöldum. Það átti allavega engin von á tvíburafolöldum á Fossi.„Þetta kom bara á óvænt, foreldrar mínir héldu undir hann Safír frá Mosfellsbæ í fyrra sumar og við Siggi, maðurinn minn lögðum til hryssu. Hún ákvað bara að gefa þeim tvö stykki, það eru bæði merfolöld, báðar brúnar og mjög fallegar og dafna vel. Þær hafa fengið þessi skemmtilegu nöfn í höfuðið á okkur systrum, Edda og Jóna, þannig að framtíðin er bara spennandi“, segir Edda Rún Ragnarsdóttir, hestakona. Edda Rún er að springa úr stolti yfir tvíburasystrunum og nöfnunum á þeim, Edda og Jóna í höfuðið á dætrum Ragnars Hinrikssonar og Helgu Claessen á Fossi.Magnús HlynurJóna og Edda eru mjög vel ættaðar og eiga líklega eftir að verða afbragðs keppnis hross þegar fram líða stundir. Ragnar Hinriksson er montinn af Tinnu, sem er 19 vetra og af tvíburafolöldunum hennar og stóðhestsins Safírs frá Mosfellsbæ. Pabbi systranna er stóðhesturinn Safír frá Mosfellsbæ, sex vetra. Hann hefur fengið frábæra dóma á kynbótasýningum, m.a. 9 fyrir tölt, stökk, vilja og geðslag og hægt stökk, 9,5 fyrir fet og fegurð í reið og 10 fyrir brokk. Hann er með 8,58 fyrir hæfileika, 8,42 fyrir sköpulag, sem gefur 8,51 í aðaleinkun.Fjölnir Þorgeirsson.„Þau hafa það ansi gott og dafna bara mjög vel því þau voru bara eins og meðal hundur að stærð þegar þau fæddust. Tinna mjólkar ákaflega vel, það er gaman af þessu, hún mjólkar svo vel að þetta er allt í góðu lagi, þau hafa stækkað mikið“, segir Ragnar. Edda og Jóna hafa það ljómandi gott á Fossi í Grímsnes og Grafningshreppi.Heidi Koivula.
Dýr Grímsnes- og Grafningshreppur Hestar Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira