Kvenfélag Grímsneshrepps á ekki eignarhlut í Landsvirkjun Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. ágúst 2019 20:30 Kvenfélagskonur í Grímsnesi hafa fengið það staðfest að félagið seldi skuldabréf sitt í Sogsvirkjun þrettán árum eftir að það var keypt og á því ekki eignarhlut í Landsvirkjun. Skuldabréfið var keypt á fimm þúsund krónur 1951 en selt á fimmtíu þúsund krónur 1964 því nota þurfti peninginn til að byggja félagsheimili sveitarinnar. Félagið á hvergi skuldabréf í dag, aðeins einn happdrættismiða í SÍBS.Í fréttum okkar í lok júlí koma fram að kvenfélagskonur vildu kanna hvort það gæti verið að félagið ætti rétt á eignarhlut í Landsvirkjun. Ástæðan er sú að í nýútkominni bók um hundrað ára sögu félagsins kemur fram að vorið 1951 hafi verið samþykkt að Kvenfélagið keypti hlutabréf í Sogsvirkjun, sem reyndist svo vera skuldabréf. Kvenfélagskonur fóru í gær á Héraðssafn Árnesinga og fengu þar að sjá ársreikninga félagsins þar sem sést að bréfið var selt 1964. Halldóra Guðmundsdóttir frá Miðengi var formaður félagsins þegar bréfið var keypt og selt. Halldóra Guðmundsdóttir frá Miðengi í Grímsnesi var formaður kvenfélagsins þegar hlutabréfið í Sogsvirkjun, sem reyndist svo vera skuldabréf var keypti.Kvenfélag Grímsneshrepps„Við sáum í fundargerðunum og reikningnum að það var keypt skuldabréf 1951. Svo flettum við áfram og sáum að 1964 hefur félagið leyst það út. Það var verið að byggja félagsheimilið á Borg og félagið lagði til 30 þúsund krónur inn í það, þannig að líklega hefur þessi aur farið inn í þá hít,“ segir Laufey Guðmundsdóttir, formaður kvenfélagsins.En á þá félagið ekkert í Landsvirkjun?„Ekki félagið, en við sem íbúar og þjóð eigum að sjálfsögðu hlut í Landsvirkjun“.Laufey segir að kaupa félagsins 1951 á hlutabréfi sem reyndist svo vera skuldabréf í Sogsvirkjun sýni enn og aftur hvað kvenfélagskonur eru framsýnar og skynsamar en með kaupunum lánaði félagið Sogsvirkjunum peninga til uppbyggingar og um leið fjölgaði konum í félaginu þegar íbúum fjölgaði við Sogið í kjölfar virkjanaframkvæmda þar.„Já, ég myndi segja það og hversu fjölbreytt verkefni og hlutverk þær taka sér fyrir. Þetta snýst ekki bara um baksturinn,“ segir Laufey og hlær.Í nýrri bók Kvenfélags Grímsness er 100 ára saga þess rakinn í máli og myndum.Magnús HlynurEn á kvenfélagið bréf í einhverjum fyrirtækjum í dag? „Nei, ekki svo ég viti. Ég held að það eina sem við eigum sem gæti mögulega gefið okkur eitthvað sé einn happdrættismiði í SÍBS, hver veit,“ segir formaður kvenfélags Grímsneshrepps. Félagsmál Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Kvenfélagskonur kanna hvort þær eigi hlut í Landsvirkjun Kvenfélagskonur í Grímsnesi kanna nú hvort verið geti að Kvenfélag Grímsneshrepps eigi rétt á eignarhlut í Landsvirkjun. 31. júlí 2019 21:29 Kvenfélagskonur komast ekki í gömlu skjalagögnin Kvenfélagskonur í Grímsnesi, sem vilja vita hvort Kvenfélag Grímsneshrepps eigi hlut í Landsvirkjun, hafa ekki komist í gamla ársreikninga félagsins til að kanna hvort félagið hafi árið 1951 keypt hlutabréf í Sogsvirkjunum. 2. ágúst 2019 16:34 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Kvenfélagskonur í Grímsnesi hafa fengið það staðfest að félagið seldi skuldabréf sitt í Sogsvirkjun þrettán árum eftir að það var keypt og á því ekki eignarhlut í Landsvirkjun. Skuldabréfið var keypt á fimm þúsund krónur 1951 en selt á fimmtíu þúsund krónur 1964 því nota þurfti peninginn til að byggja félagsheimili sveitarinnar. Félagið á hvergi skuldabréf í dag, aðeins einn happdrættismiða í SÍBS.Í fréttum okkar í lok júlí koma fram að kvenfélagskonur vildu kanna hvort það gæti verið að félagið ætti rétt á eignarhlut í Landsvirkjun. Ástæðan er sú að í nýútkominni bók um hundrað ára sögu félagsins kemur fram að vorið 1951 hafi verið samþykkt að Kvenfélagið keypti hlutabréf í Sogsvirkjun, sem reyndist svo vera skuldabréf. Kvenfélagskonur fóru í gær á Héraðssafn Árnesinga og fengu þar að sjá ársreikninga félagsins þar sem sést að bréfið var selt 1964. Halldóra Guðmundsdóttir frá Miðengi var formaður félagsins þegar bréfið var keypt og selt. Halldóra Guðmundsdóttir frá Miðengi í Grímsnesi var formaður kvenfélagsins þegar hlutabréfið í Sogsvirkjun, sem reyndist svo vera skuldabréf var keypti.Kvenfélag Grímsneshrepps„Við sáum í fundargerðunum og reikningnum að það var keypt skuldabréf 1951. Svo flettum við áfram og sáum að 1964 hefur félagið leyst það út. Það var verið að byggja félagsheimilið á Borg og félagið lagði til 30 þúsund krónur inn í það, þannig að líklega hefur þessi aur farið inn í þá hít,“ segir Laufey Guðmundsdóttir, formaður kvenfélagsins.En á þá félagið ekkert í Landsvirkjun?„Ekki félagið, en við sem íbúar og þjóð eigum að sjálfsögðu hlut í Landsvirkjun“.Laufey segir að kaupa félagsins 1951 á hlutabréfi sem reyndist svo vera skuldabréf í Sogsvirkjun sýni enn og aftur hvað kvenfélagskonur eru framsýnar og skynsamar en með kaupunum lánaði félagið Sogsvirkjunum peninga til uppbyggingar og um leið fjölgaði konum í félaginu þegar íbúum fjölgaði við Sogið í kjölfar virkjanaframkvæmda þar.„Já, ég myndi segja það og hversu fjölbreytt verkefni og hlutverk þær taka sér fyrir. Þetta snýst ekki bara um baksturinn,“ segir Laufey og hlær.Í nýrri bók Kvenfélags Grímsness er 100 ára saga þess rakinn í máli og myndum.Magnús HlynurEn á kvenfélagið bréf í einhverjum fyrirtækjum í dag? „Nei, ekki svo ég viti. Ég held að það eina sem við eigum sem gæti mögulega gefið okkur eitthvað sé einn happdrættismiði í SÍBS, hver veit,“ segir formaður kvenfélags Grímsneshrepps.
Félagsmál Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Kvenfélagskonur kanna hvort þær eigi hlut í Landsvirkjun Kvenfélagskonur í Grímsnesi kanna nú hvort verið geti að Kvenfélag Grímsneshrepps eigi rétt á eignarhlut í Landsvirkjun. 31. júlí 2019 21:29 Kvenfélagskonur komast ekki í gömlu skjalagögnin Kvenfélagskonur í Grímsnesi, sem vilja vita hvort Kvenfélag Grímsneshrepps eigi hlut í Landsvirkjun, hafa ekki komist í gamla ársreikninga félagsins til að kanna hvort félagið hafi árið 1951 keypt hlutabréf í Sogsvirkjunum. 2. ágúst 2019 16:34 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Kvenfélagskonur kanna hvort þær eigi hlut í Landsvirkjun Kvenfélagskonur í Grímsnesi kanna nú hvort verið geti að Kvenfélag Grímsneshrepps eigi rétt á eignarhlut í Landsvirkjun. 31. júlí 2019 21:29
Kvenfélagskonur komast ekki í gömlu skjalagögnin Kvenfélagskonur í Grímsnesi, sem vilja vita hvort Kvenfélag Grímsneshrepps eigi hlut í Landsvirkjun, hafa ekki komist í gamla ársreikninga félagsins til að kanna hvort félagið hafi árið 1951 keypt hlutabréf í Sogsvirkjunum. 2. ágúst 2019 16:34