Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Eigi að setja allan kraft í að hræða ís­lensku þjóðina í Evrópu­sam­bandið

Stjórnarandstaðan mætir tilbúin til leiks þegar þing kemur saman á miðvikudag. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir áhyggjuefni hversu mikil áhersla er á utanríkis- og Evrópumál og Snorri Másson, varaformaður og þingmaður Miðflokksins, segir engan trúverðugleika innan ríkisstjórnar um menntamál.

Annar eig­andi skemmti­staðarins í Sviss í haldi

Jacques Moretti, annar tveggja eigenda Le Constellation, bars í Crans-Montana í svissnesku Ölpunum, er nú í gæsluvarðhaldi. Hann, og eiginkona hans, eru grunuð um manndráp af gáleysi, líkamsmeiðingar af gáleysi og íkveikju af gáleysi vegna elds sem kviknaði á barnum á nýársnótt. Fjörutíu eru látin og fleiri en hundrað slösuð, flest táningar.

Frost og hægur vindur

Hæð yfir Grænlandi og lægðasvæði vestur af Skotlandi beina til okkar norðaustan- og austanátt. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að þannig eigi að vera fremur hægur vindur í dag en strekkingur við suðausturströndina.

Slökktu eld í djúpgámi í Kópa­vogi

Einn var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur í gær eða í nótt vegna slagsmála. Fram kemur í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að óskað hafi verið aðstoðar vegna slagsmála og að tilkynnt hafi verið um hnupl í bæði Kópavogi og Hafnarfirði. Slökkvilið slökkti eld í djúpgámi í Kópavogi.

Sósa­lista­flokkurinn ekki með í Vori til vinstri

Oddvitar og borgarfulltrúr á vinstri væng stjórnamál í Reykjavík funda enn um möguleikann á sameiginlegu framboði fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Niðurstaða ætti að liggja fyrir síðar í mánuðinum. Grasrót Vinstri grænna fundar og Pírata funda á næstu vikum. Sósíalistaflokkurinn tekur ekki þátt í framboðinu en oddviti flokksins segir það ábyrgðarhluta að bjóða fram sterkan valkost á vinstri væng.

Lindex lokað á Ís­landi

Öllum verslunum Lindex verður lokað í síðasta lagi 28. febrúar.  Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, eigandi Lindex, segir engan missa vinnuna við þessi tímamót og að það séu í gangi viðræður um þau verslunarrými sem Lindex hefur verið rekið í.

Vara við eldingum á Suð­austur­landi

Varað er við eldingum á Suðausturlandi. Gul viðvörun er í gildi þar til klukkan 22 í kvöld en viðvörun um eldingar í gildi til hádegis. Í viðvörun á vef Veðurstofunnar segir að eldingar geti verið á stöku stað.

Sjá meira