Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári

Stöðugildum á vegum ríkisins fjölgaði um 538 eða 1,9 prósent árið 2024 miðað við árið áður. Stöðugildi á vegum ríkisins voru við síðustu áramót 29.054. Flest stöðugildi á vegum ríkisins eru staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Um 65 prósent stöðugildanna tilheyra konum, eða rúm 18 þúsund og flest heyra undir heilbrigðisráðuneytið, eða alls 13 þúsund. 

Skýrt að Ís­land sé ekki griða­staður stríðsglæpamanna

Utanríkisráðherra segir framferði Ísraela „galið“ og að Ísland fordæmi landhernað þeirra á Gasa harðlega. Hún segir skýrslu SÞ um að framið sé þjóðarmorð á Gasa styðja við ákall um frekari aðgerðir. Hún segir Ísland ekki griðarstað fyrir þá sem bera ábyrgð á stríðsglæpum.

Eldur í geymslu í blokk á Sel­fossi

Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út á tíunda tímanum í morgun vegna bruna í geymslu í blokk á Selfossi. Slökkviliðsmenn vinna að reykræstingu. Engan sakaði í brunanum. 

Yfir­læknir gagn­rýnir aug­lýsingu gegn lyfi við RS-veiru

Valtýr Thors, yfirlæknir barnalækninga við Landspítalann, segir heilbrigðisstarfsfólk á spennt að hefja notkun á nýju mótefni við RS-veirunni. Hann segir fullyrðingar hagsmunahóps um að lyfið hafi farið í hraðferð við leyfisveitingu ekki standast og að góð reynsla hafi myndast á notkun lyfsins á bæði Frakklandi og á Spáni.

Til­tekt ríkis­stjórnar eins og að taka sokk af gólfi ung­lings

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra um vexti og verðbólgu í fyrstu óundirbúnu fyrirspurn þingvetrarins. Kristrún sagði ríkisstjórnina með tímasett plan og hún væri byrjuð að vinna eftir því. 

Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaða­vegi

Leki er úr heitavatnslögn á Bústaðavegi við bensínstöðina nærri Hlíðunum. Loka  þarf fyrir heitt vatn á meðan aðstæður eru kannaðar og lekinn lagaður. Búið er að stöðva lekann og unnið er að viðgerð. 

Tinder-svindlarinn hand­tekinn í Georgíu

Tinder-svindlarinn Simon Leviev eða Shimon Yehuda Hayut var handtekinn í Batumi í Georgíu í gær við komu til landsins. Leviev er þekktur sem Tinder-svindlarinn en fjallað var um hann í heimildarmynd frá Netflix sem vakti mikla athygli fyrir rúmum þremur árum.

Meðalsölutími fast­eigna hundrað dagar

Páll Pálsson fasteignasali segir jafnvægi á fasteignamarkaði í dag. Það sé frábær tími fyrir kaupendur því það sé mikið framboð og verð hækki ekki það mikið milli mánaða. Íbúðir í eldri byggingum seljist betur en í nýbyggingum. Páll fór yfir stöðuna á fasteignamarkaði í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Sjá meira