Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Minnast Árna Grétars á maraþon-minningar­tón­leikum

Mikill fjöldi raftónlistarmanna kemur fram á morgun, þriðjudag, á minningartónleikum um Árna Grétar Jóhannesson sem lést þann 4. janúar. Árni Grétar var tónlistarmaður sem margir þekktu sem Futuregrapher. Hann var 41 árs þegar hann lést og lætur eftir sig tvo drengi. Allur ágóði af miðasölu rennur til þeirra. 

„Sorg­legt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“

Nímenningarnir sem stefna íslenskra ríkinu vegna aðgerða lögreglunnar á mótmælum við ríkisstjórnarfund í fyrrasumar segja af og frá að mótmælendur hafi skipulagt ofbeldi, ógnanir, hótanir eða skemmdarverk enda hafi ekkert slíkt átt sér stað. Sorglegt hafi verið að upplifa að lögregla hafi haft gaman af því að beita piparúða.

Þurfi að leggja meira í skóla án að­greiningar svo stefnan virki

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barna- og menntamálaráðherra, segir áríðandi að þegar erfið mál komi upp innan skóla sé strax tekið á þeim. Töluvert hefur verið fjallað um erfiða stöðu innan Breiðholtsskóla undanfarið. Faðir stúlku í 7. bekk steig nýverið fram og lýsti ofbeldismenningu innan skólans.

Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lög­reglu í fyrra

Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs vísaði í fyrra níu málum sem komu á þeirra borð til lögreglunnar. Þá tilkynntu þau 27 börn í fimmtán málum til barnaverndar. Kristín Skjaldardóttir, samskiptaráðgjafi, segir málin sem rata á þeirra borð enn of mörg. Árlega sé til þeirra tilkynnt um allt að 100 mál, eða um tvö á viku. Málin eru ekki bundin við ákveðnar íþróttir.

Fjór­tán ára barn hafði mikla peninga af níðingi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar þó nokkur mál er varða tálbeituhópa ungmenna. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir listana sem þessir hópar hafa safnað saman af mögulegum ofbeldismönnum líka til rannsóknar. Lögregla vinni nú að því að sannreyna upplýsingarnar. Dæmi séu um að ungmenni hafi haft fjármuni af meintum níðingum en einnig komið sér í mikla hættu.

Boðar samninga­nefndir kennara á fund í dag

Allar samninganefndir aðildarfélaga Kennarasambands Íslands hafa verið boðaðar á fund hjá ríkissáttasemjara klukkan 15 í dag. Það staðfestir Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari.

Segir búið að teikna upp að­gerðir og boðar til auka­fundar

Boðað hefur verið til aukafundar í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur á morgun til að ræða stöðuna í Breiðholtsskóla. Staða skólans er eina málið sem er á dagskrá fundarins. Steinn Jóhannsson sviðsstjóri hjá skóla- og frístundsviði segir unnið að því að bregðast við svo börn séu örugg í skólanum og foreldrum líði vel með að senda börnin í skólann.

Sátta­semjari fundaði með for­ystu Kennarasambandsins

Ríkissáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambands Íslands í morgun. Samningafundur framhaldsskólakennara og ríkis fór fram í gær og er annar fundur ekki á dagskrá eins og að sögn Ástráðs Haraldssonar ríkissáttasemjara.

Per­sónu­vernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsu­gæsluna

Persónuvernd hefur lagt fimm milljón króna sekt á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Tólf utanaðkomandi aðilar höfðu aðgang að sjúkraskrám í gegnum sjúkraskrárkerfi stofnunarinnar. Persónuvernd komst að því að vinnsla persónuupplýsinga með þessum hætti hefði ekki verið heimil. Meðal aðila voru Samgöngustofu, KSÍ, Janus endurhæfing og fjöldi sjálfstætt starfandi heilsugæsla.

Eldur í mathöllinni í Hvera­gerði

Eldur kviknaði í morgun í djúpsteikingarpotti á veitingastað Yuzu í Gróðurhúsinu, mathöllinni í Hveragerði. Slökkvilið vinnur nú að því að tryggja vettvanginn og reykræsta. Útkallið barst um klukkan 11.25 til slökkviliðsins.Mathöllin er lokuð en opnar aftur seinnipartinn. 

Sjá meira