Áhyggjurnar enn til staðar og engin trygging Vestmannaeyjabær gerir alvarlegar athugasemdir við áform þýsks fyrirtækis um efnisvinnslu úti fyrir Landeyjahöfn. Bæjarstjóri segir alla innviði bæjarfélagsins undir; neysluvatn, rafmagn og samgöngur. 10.6.2024 12:05
Ný ógn við íslensk fyrirtæki og pönnukökumeistari krýndur Svokallaðar iðnaðarnjósnir eru raunveruleg ógn við íslensk fyrirtæki að sögn forstjóra Samtaka iðnaðarins. Utanríkisráðherra lítur það mjög alvarlegum augum að hópar netþrjóta beiti njósnum gegn Íslandi. Netöryggismálin verða í öndvegi í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. 9.6.2024 18:13
Kynferðisbrot tengt Polar Nanoq og annað áhlaup á Grindavíkurveg Enginn er lengur í varðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglu vegna gruns um kynferðisbrot sem sagt er tengjast skipverja á grænlenska frystitoganum Polar Nanoq. Þrír voru handteknir en öllum hefur verið sleppt. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 9.6.2024 11:49
Borgarstjóri á hvolfi hátt yfir Reykjavík Fjölmenni lagði leið sína á Reykjavíkurflugvöll í dag þar sem efnt var til íburðarmikillar flugsýningar. Gestir gátu virt fyrir sér tugi flugvéla á flugvellinum sjálfum í miklu návígi. 8.6.2024 22:01
Tvö þúsund manns heimsóttu Guðna í síðasta sinn Fullt var út úr dyrum á Bessastöðum í dag, þar sem Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú tóku á móti gestum á síðasta opna húsinu í forsetatíð þess fyrnefnda. 8.6.2024 21:27
Blóðbað við björgun gísla og bein útsending frá Grindavíkurvegi Íslensk stjórnvöld hafa ekki lagaheimild til að beita einhliða viðskiptaþvingunum gegn Ísrael. Þetta segir utanríkisráðherra sem segir þó ljóst að Ísraelsher hafi gengið of langt í aðgerðum sínum á Gasa. Íslenskir mótmælendur kalla eftir róttækari aðgerðum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við mótmælendur sem komu saman í fjölmennri kröfugöngu í miðborginni í dag. 8.6.2024 18:19
„Hver sofnaði á verðinum?“ Stúkan í Laugardalslaug er að hruni komin, samkvæmt nýrri skýrslu, og algjör óvissa ríkir um framtíð hennar. Íbúi í hverfinu til áratuga segir sárt að horfa upp á þetta merka kennileiti Laugardalsins grotna niður og vill draga stjórnvöld til ábyrgðar. 8.6.2024 14:01
Grindavíkurvegur undir hraun og alvarleg árás á forsætisráðherra Rennsli og hraði hraunsins úr eldgosinu í Sundhnúkagígum jókst verulega í morgun. Hraun er tekið að renna yfir Grindavíkurveg norðan varnargarðanna við Svartsengi. Þá var tekin ákvörðun um að opna ekki í Bláa lóninu og gestum hótelsins gert að yfirgefa svæðið. Við ræðum við jarðverkfræðing á vettvangi í Svartsengi sem lýsir því sem fyrir augu ber í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. 8.6.2024 11:56
Strandveiðimenn mótmæltu við Alþingishúsið: „Þurfum að gera talsverðar breytingar á kerfinu“ Stór hópur strandveiðimanna gekk frá Hörpu að Alþingishúsinu í dag og krafðist þess að veiðitímabil þeirra yrði tryggt út ágúst. Hópurinn afhenti matvælaráðherra kröfubréf þess efnis, en hún segir þörf á talsverðum breytingum á strandveiðikerfinu. 7.6.2024 15:53
Skítkast í „skrýtinni og óvæginni“ kosningabaráttu Skiptar skoðanir eru um kosningabaráttu síðustu vikna meðal kjósenda sem fréttastofa ræddi við í dag. Sumir segja hana leiðinlega og óvægna en aðrir siðsamlega. Þá var allur gangur á því hvort fólk væri löngu búið að gera upp hug sinn eða hygðist ákveða hvern það kysi í kjörklefanum á morgun. 31.5.2024 21:00