Gætu ekki flúið þótt þau vildu Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. október 2024 19:37 Aníta og fjölskylda hennar bíða nú eftir öðrum stóra fellibylnum á mánaðarlöngu fríi sínu í Tampa í Flórída. Hillur verslana eru víða tómar og fjölskyldan hefur flutt nauðsynjar inn í herbergi sem ekki eru með útvegg, ef leita þarf skjóls frá fellibylnum. Óttast er að fellibylurinn Milton, sem skellur á Flórída af fullum þunga í nótt, verði mannskæður og hafi katastrófískar afleiðingar víða í ríkinu. Íslendingur á hættusvæði segir biðina eftir hamförum kvíðvænlega. Hún gæti ekki flúið svæðið þótt hún vildi það; eldsneyti er algjörlega uppurið. „Ég er með áríðandi skilaboð til íbúa Flórída. Fellibylurinn Milton verður mannskæður og katastrófískur. Hann mun hafa í för með sér gríðarlegan áhlaðanda, ægilegan vind og alvarleg flóð á leið sinni yfir Flórídaríki,“ sagði Deanne Criswell, yfirmaður almannavarna í Bandaríkjunum í ávarpi í dag. Reiknað er með að hinn katastrófíski Milton gangi á land í Flórída seint í kvöld, eða í kringum sex í fyrramálið að íslenskum tíma. Aníta Björk Káradóttir er stödd ásamt fjölskyldu sinni í mánaðarlöngu fríi í úthverfi borgarinnar Tampa, sem óttast er að fari einna verst úti úr fellibylnum. Aníta lýsir mikilli örvæntingu á svæðinu; vatn, bleyjur, þurrmjólk og aðrar nauðsynjavörur eru víðast hvar nær uppseldar. „Það virðast allir vera í einhvers konar panikkástandi. Og eins og með bensín, það er ekki til bensín til í þrjú til fjögur hundruð kílómetra radíus hjá okkur. Þannig að ef við myndum vilja fara eitthvert þá væri erfitt að komast og við gætum orðið bara strandaglópar,“ segir Aníta. Vatn í upp undir fjögurra metra hæð Þau fjölskyldan eru ekki stödd á rýmingarsvæði en gerðu raunar tilraun til að flýja í gærkvöldi. Þau voru stöðvuð, þar sem slysahætta er úti á vegum og eldsneyti af skornum skammti, eins og áður hefur komið fram. Eitt helsta áhyggjuefni sérfræðinga eru flóðin sem Milton gæti haft í för með sér. Verstu spár reikna með að vatn nái mest þriggja til fjöggurra og hálfs metra hæð við Tampaströndina. Undir þeim kringumstæðum færi hefðbundið einnar hæðar hús algjörlega undir vatn, eins og við sýndum í fréttum Stöðvar 2. Kvíðavaldandi bið Aníta og fjölskylda hafa undirbúið sig vel. Hlerar hafa verið settir fyrir alla glugga og baðkör fyllt til að tryggja neysluvatn. Þá hafa þau útbúið sér svefnstað við sérstök „fellibylsherbergi" í húsinu, herbergi sem ekki eru með útvegg sem hægt er að leita skjóls í. Bensínrafstöð verður einnig tekin í gagnið. „Við erum mjög háð rafmagni af því að við erum með einstakling í fölskyldunni [barnung dóttir Anítu] sem notast við súrefni þannig að við erum mjög undirbúin þegar verður rafmagnslaust. Og ég segi þegar verður rafmagnslaust af því það er bara vitað að það verði,“ segir Aníta. Og nú hefst þungbær bið eftir því að ósköpin skelli á. „Þetta er kvíðavaldandi,“ segir Aníta og kemst við. „sérstaklega þegar við erum svona háð rafmagni.“ Bandaríkin Náttúruhamfarir Fellibylurinn Milton Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Bein útsending: „Óveður aldarinnar“ nálgast Flórída Fellibylurinn Milton nálgast strendur Flórída í Bandaríkjunum óðfluga. Búið er að vera við hvirfilbyljum á svæðinu í aðdraganda Miltons og er búist við mikilli eyðileggingu, nái fellibylurinn landi af þeim styrk sem spár gera ráð fyrir. 9. október 2024 17:24 Aflýsa flugi til og frá Orlando Icelandair hefur aflýst fyrirhuguðu flugi til og frá Orlando í Flórída síðdegis í dag og á morgun. 9. október 2024 07:11 Milton safnar aftur krafti Fellibylurinn Milton er aftur orðinn að fimmta stigs fellibyl, eftir að hann var lækkaður í fjórða flokk í dag. Búist er við því að fellibylurinn muni valda mikilli eyðileggingu á vesturströnd Flórída seinna í vikunni, gangi spár eftir. 8. október 2024 22:24 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
„Ég er með áríðandi skilaboð til íbúa Flórída. Fellibylurinn Milton verður mannskæður og katastrófískur. Hann mun hafa í för með sér gríðarlegan áhlaðanda, ægilegan vind og alvarleg flóð á leið sinni yfir Flórídaríki,“ sagði Deanne Criswell, yfirmaður almannavarna í Bandaríkjunum í ávarpi í dag. Reiknað er með að hinn katastrófíski Milton gangi á land í Flórída seint í kvöld, eða í kringum sex í fyrramálið að íslenskum tíma. Aníta Björk Káradóttir er stödd ásamt fjölskyldu sinni í mánaðarlöngu fríi í úthverfi borgarinnar Tampa, sem óttast er að fari einna verst úti úr fellibylnum. Aníta lýsir mikilli örvæntingu á svæðinu; vatn, bleyjur, þurrmjólk og aðrar nauðsynjavörur eru víðast hvar nær uppseldar. „Það virðast allir vera í einhvers konar panikkástandi. Og eins og með bensín, það er ekki til bensín til í þrjú til fjögur hundruð kílómetra radíus hjá okkur. Þannig að ef við myndum vilja fara eitthvert þá væri erfitt að komast og við gætum orðið bara strandaglópar,“ segir Aníta. Vatn í upp undir fjögurra metra hæð Þau fjölskyldan eru ekki stödd á rýmingarsvæði en gerðu raunar tilraun til að flýja í gærkvöldi. Þau voru stöðvuð, þar sem slysahætta er úti á vegum og eldsneyti af skornum skammti, eins og áður hefur komið fram. Eitt helsta áhyggjuefni sérfræðinga eru flóðin sem Milton gæti haft í för með sér. Verstu spár reikna með að vatn nái mest þriggja til fjöggurra og hálfs metra hæð við Tampaströndina. Undir þeim kringumstæðum færi hefðbundið einnar hæðar hús algjörlega undir vatn, eins og við sýndum í fréttum Stöðvar 2. Kvíðavaldandi bið Aníta og fjölskylda hafa undirbúið sig vel. Hlerar hafa verið settir fyrir alla glugga og baðkör fyllt til að tryggja neysluvatn. Þá hafa þau útbúið sér svefnstað við sérstök „fellibylsherbergi" í húsinu, herbergi sem ekki eru með útvegg sem hægt er að leita skjóls í. Bensínrafstöð verður einnig tekin í gagnið. „Við erum mjög háð rafmagni af því að við erum með einstakling í fölskyldunni [barnung dóttir Anítu] sem notast við súrefni þannig að við erum mjög undirbúin þegar verður rafmagnslaust. Og ég segi þegar verður rafmagnslaust af því það er bara vitað að það verði,“ segir Aníta. Og nú hefst þungbær bið eftir því að ósköpin skelli á. „Þetta er kvíðavaldandi,“ segir Aníta og kemst við. „sérstaklega þegar við erum svona háð rafmagni.“
Bandaríkin Náttúruhamfarir Fellibylurinn Milton Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Bein útsending: „Óveður aldarinnar“ nálgast Flórída Fellibylurinn Milton nálgast strendur Flórída í Bandaríkjunum óðfluga. Búið er að vera við hvirfilbyljum á svæðinu í aðdraganda Miltons og er búist við mikilli eyðileggingu, nái fellibylurinn landi af þeim styrk sem spár gera ráð fyrir. 9. október 2024 17:24 Aflýsa flugi til og frá Orlando Icelandair hefur aflýst fyrirhuguðu flugi til og frá Orlando í Flórída síðdegis í dag og á morgun. 9. október 2024 07:11 Milton safnar aftur krafti Fellibylurinn Milton er aftur orðinn að fimmta stigs fellibyl, eftir að hann var lækkaður í fjórða flokk í dag. Búist er við því að fellibylurinn muni valda mikilli eyðileggingu á vesturströnd Flórída seinna í vikunni, gangi spár eftir. 8. október 2024 22:24 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Bein útsending: „Óveður aldarinnar“ nálgast Flórída Fellibylurinn Milton nálgast strendur Flórída í Bandaríkjunum óðfluga. Búið er að vera við hvirfilbyljum á svæðinu í aðdraganda Miltons og er búist við mikilli eyðileggingu, nái fellibylurinn landi af þeim styrk sem spár gera ráð fyrir. 9. október 2024 17:24
Aflýsa flugi til og frá Orlando Icelandair hefur aflýst fyrirhuguðu flugi til og frá Orlando í Flórída síðdegis í dag og á morgun. 9. október 2024 07:11
Milton safnar aftur krafti Fellibylurinn Milton er aftur orðinn að fimmta stigs fellibyl, eftir að hann var lækkaður í fjórða flokk í dag. Búist er við því að fellibylurinn muni valda mikilli eyðileggingu á vesturströnd Flórída seinna í vikunni, gangi spár eftir. 8. október 2024 22:24