Hefur ekki enn þorað út í morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. október 2024 12:14 Aníta Björk Káradóttir og fjölskylda hennar í Tampa sluppu mun betur frá Milton en á horfðist. Hún kveðst þó eiga eftir að mana sig í að fara út, þar sem væntanlega muni talsverð eyðilegging blasa við. Aníta Björk Káradóttir Milljónir búa við rafmagnsleysi og nokkrir eru látnir eftir að fellibylurinn Milton gekk yfir Flórídaríki í nótt. Enn er varað við vonskuveðri og miklum flóðum í kjölfar hans. Íslendingur í Tampa slapp betur en á horfðist en hefur ekki enn þorað að fara út og líta yfir eyðilegginguna. Stefna Miltons breyttist líttilega og mestu hamfarirnar urðu talsvert sunnar á vesturströnd ríkisins en útlit var fyrir. Borgin Tampa slapp þannig betur en reiknað var með. Meira en þrjár milljónir eru nú án rafmagns víðsvegar um ríkið. Borgin Sarasota fór einna verst úti, þaðan berast myndir af gríðarlegu tjóni, og þá eru íbúar borgarinnar St. Petersburg suður af Tampa án neysluvatns. Þá hefur sjaldan eða aldrei rignt jafnmikið í St. Petersburg og Tampa. Þar mældist rigningin yfir 45 sentímetrar, næstum hálfur metri. Ekki hafa verið gefnar nákvæmar tölur um mannfall en ljóst er að minnsta kosti tveir létust í Spanish lakes á austursröndinni. Sluppu betur en á horfðist Íslendingurinn Aníta Björk Káradóttir er í mánaðarlöngu fríi í Tampa ásamt fjölskyldu sinni. Hún ræddi stöðuna á svæðinu og undirbúninginn fyrir fellibylinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Við náðum aftur tali af henni rétt fyrir hádegisfréttir, um klukkan hálf átta að staðartíma í Flórída. Voruð þið hrædd þegar mestu lætin voru? „Sko maður, var ekkert rólegur sitjandi inni. En þetta var, það voru mikil læti og svo voru ljósin mikið flöktandi og netið að detta út og sjónvarpið að detta út. Maður var ekkert alltof rólegur en maður var samt búinn að sjá, þegar nær dró, þá sá maður hvert hann var nákvæmlega að stefna og maður róaðist smá,“ segir Aníta. Ertu eitthvað búin að fara út núna í morgun? „Nei, og ég mun líklegast ekki fara út alveg strax. Ég mun örugglega mana mig út í að kíkja út, sjá hvernig þetta lítur allt út.“ Milton var þriðja stigs fellibylur þegar hann gekk á land en flokkast nú sem fyrsta stigs fellibylur. Auga Miltons er komið á haf út. Áfram veldur veðrið þó tjóni, til dæmis í Orlando, og varað er við miklum flóðum sem komið gætu í kjölfar óveðursins. Náttúruhamfarir Fellibylurinn Milton Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Enn varað við ofsaveðri en hreinsunarstörf hafin Fellibylurinn Milton er nú á leið út á Atlantshaf þar sem smám saman mun draga úr styrk hans. Hann gekk á land í Flórída í nótt sem þriðja stigs fellibylur og hefur valdið að minnsta kosti nokkrum dauðsföllum og miklu tjóni. 10. október 2024 11:30 Patrik sýnir frá lífinu í Flórída á meðan stormurinn gengur yfir Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, einnig þekktur sem Prettyboitjokko, er í Flórída þar sem fellibylurinn Milton hefur gengið yfir. Þar er hann í glæsihýsi ásamt stórfjölskyldunni, þar á meðal er afi hans Helgi Vilhjálmsson, oftast kenndur við Góu. 10. október 2024 08:08 Þak leikvangsins rifnaði í tætlur Leikvangur hafnaboltaliðsins Tampa Bay Rays varð fellibylnum Milton að bráð í nótt og á fjölda myndbanda má sjá hve sundurtætt þak leikvangsins er orðið. 10. október 2024 06:55 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira
Stefna Miltons breyttist líttilega og mestu hamfarirnar urðu talsvert sunnar á vesturströnd ríkisins en útlit var fyrir. Borgin Tampa slapp þannig betur en reiknað var með. Meira en þrjár milljónir eru nú án rafmagns víðsvegar um ríkið. Borgin Sarasota fór einna verst úti, þaðan berast myndir af gríðarlegu tjóni, og þá eru íbúar borgarinnar St. Petersburg suður af Tampa án neysluvatns. Þá hefur sjaldan eða aldrei rignt jafnmikið í St. Petersburg og Tampa. Þar mældist rigningin yfir 45 sentímetrar, næstum hálfur metri. Ekki hafa verið gefnar nákvæmar tölur um mannfall en ljóst er að minnsta kosti tveir létust í Spanish lakes á austursröndinni. Sluppu betur en á horfðist Íslendingurinn Aníta Björk Káradóttir er í mánaðarlöngu fríi í Tampa ásamt fjölskyldu sinni. Hún ræddi stöðuna á svæðinu og undirbúninginn fyrir fellibylinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Við náðum aftur tali af henni rétt fyrir hádegisfréttir, um klukkan hálf átta að staðartíma í Flórída. Voruð þið hrædd þegar mestu lætin voru? „Sko maður, var ekkert rólegur sitjandi inni. En þetta var, það voru mikil læti og svo voru ljósin mikið flöktandi og netið að detta út og sjónvarpið að detta út. Maður var ekkert alltof rólegur en maður var samt búinn að sjá, þegar nær dró, þá sá maður hvert hann var nákvæmlega að stefna og maður róaðist smá,“ segir Aníta. Ertu eitthvað búin að fara út núna í morgun? „Nei, og ég mun líklegast ekki fara út alveg strax. Ég mun örugglega mana mig út í að kíkja út, sjá hvernig þetta lítur allt út.“ Milton var þriðja stigs fellibylur þegar hann gekk á land en flokkast nú sem fyrsta stigs fellibylur. Auga Miltons er komið á haf út. Áfram veldur veðrið þó tjóni, til dæmis í Orlando, og varað er við miklum flóðum sem komið gætu í kjölfar óveðursins.
Náttúruhamfarir Fellibylurinn Milton Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Enn varað við ofsaveðri en hreinsunarstörf hafin Fellibylurinn Milton er nú á leið út á Atlantshaf þar sem smám saman mun draga úr styrk hans. Hann gekk á land í Flórída í nótt sem þriðja stigs fellibylur og hefur valdið að minnsta kosti nokkrum dauðsföllum og miklu tjóni. 10. október 2024 11:30 Patrik sýnir frá lífinu í Flórída á meðan stormurinn gengur yfir Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, einnig þekktur sem Prettyboitjokko, er í Flórída þar sem fellibylurinn Milton hefur gengið yfir. Þar er hann í glæsihýsi ásamt stórfjölskyldunni, þar á meðal er afi hans Helgi Vilhjálmsson, oftast kenndur við Góu. 10. október 2024 08:08 Þak leikvangsins rifnaði í tætlur Leikvangur hafnaboltaliðsins Tampa Bay Rays varð fellibylnum Milton að bráð í nótt og á fjölda myndbanda má sjá hve sundurtætt þak leikvangsins er orðið. 10. október 2024 06:55 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira
Enn varað við ofsaveðri en hreinsunarstörf hafin Fellibylurinn Milton er nú á leið út á Atlantshaf þar sem smám saman mun draga úr styrk hans. Hann gekk á land í Flórída í nótt sem þriðja stigs fellibylur og hefur valdið að minnsta kosti nokkrum dauðsföllum og miklu tjóni. 10. október 2024 11:30
Patrik sýnir frá lífinu í Flórída á meðan stormurinn gengur yfir Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, einnig þekktur sem Prettyboitjokko, er í Flórída þar sem fellibylurinn Milton hefur gengið yfir. Þar er hann í glæsihýsi ásamt stórfjölskyldunni, þar á meðal er afi hans Helgi Vilhjálmsson, oftast kenndur við Góu. 10. október 2024 08:08
Þak leikvangsins rifnaði í tætlur Leikvangur hafnaboltaliðsins Tampa Bay Rays varð fellibylnum Milton að bráð í nótt og á fjölda myndbanda má sjá hve sundurtætt þak leikvangsins er orðið. 10. október 2024 06:55