Ljúfsár hinsta heimsókn í Blóðbankann Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. október 2024 11:13 Aðalsteinn Sigfússon gaf í morgun blóðflögur í hinsta sinn. Sonur hans Sigfús, sem gaf blóðflögur í morgun föður sínum til samlætis, sést í bakgrunni. Systkin hans Hákon og Guðrún létu einnig til sín taka. Vísir/Sigurjón Maður sem gaf blóð í síðasta sinn með viðhöfn í morgun segir blendnar tilfinningar fylgja hinstu blóðgjöfinni, sem jafnframt er númer 250 á ferlinum. Formaður Blóðgjafafélagsins hefur áhyggjur af ítrekuðum neyðarköllum frá Blóðbankanum og hvetur fólk að skrá sig til leiks, sérstaklega konur. Aðalsteinn Sigfússon hefur verið ötull blóðgjafi í fimmtíu ár. Hann varð nýverið sjötugur, og þrátt fyrir að vera afar heilsuhraustur, þarf hann nú að láta af blóðgjöf vegna aldurs. Það voru því tímamót í Blóðbankanum í morgun, þegar Aðalsteinn mætti ásamt börnum sínum til að gefa blóð í hinsta sinn. „Hún er svona blendin þessi tilfinning. 250 skipti, er ekki komið nóg? Jú, ég held það megi alveg segja það og ég er bara glaður að hafa haft tækifæri til að gera þetta, haft heilbrigði til þess og getað lagt mitt að liði, fyrir fólk, fyrir heilbrigðiskerfið,“ sagði Aðalsteinn þar sem hann sat í rólegheitum að gefa blóðflögur í morgun. Hann bindur vonir við að börnin hans, Hákon, Sigfús og Guðrún, taki við keflinu og hvetur jafnframt alla til að skrá sig sem blóðgjafa, hafi þeir tök á. Ítrekuð neyðarköll áhyggjuefni Undir þetta tekur Davíð Stefán Guðmundsson formaður Blóðgjafafélags Íslands. Þrjú þúsund nýja blóðgjafa þurfi á ári, markmið sem erfiðlega gengur að uppfylla. „Því miður erum við að sjá endurtekin neyðarköll frá blóðbankanun, þar sem óskað er eftir nýjum blóðbönkum og blóðgjöfum. Og það er áhyggjuefni fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi í heild sinni,“ segir Davíð. Davíð ráðleggur nýjum blóðgjöfum að vera úthvíldir áður en þeir mæta í gjöf, borða morgunmat og drekka nóg af vatni. „Fólk hefur komið fimm sinnum og þá yfirleitt er þetta orðið að rútínu og við viljum endilega fá sem mest af ungu fólki, og sérstaklega konur. Það hallar á konur í hópi blóðgjafa,“ segir Davíð Stefán Guðmundsson formaður Blóðgjafafélagsins. Sýnt verður frá tímamótum morgunsins í Blóðbankanum og nánar rætt við Aðalstein og börnin hans þrjú í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Heilbrigðismál Blóðgjöf Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Aðalsteinn Sigfússon hefur verið ötull blóðgjafi í fimmtíu ár. Hann varð nýverið sjötugur, og þrátt fyrir að vera afar heilsuhraustur, þarf hann nú að láta af blóðgjöf vegna aldurs. Það voru því tímamót í Blóðbankanum í morgun, þegar Aðalsteinn mætti ásamt börnum sínum til að gefa blóð í hinsta sinn. „Hún er svona blendin þessi tilfinning. 250 skipti, er ekki komið nóg? Jú, ég held það megi alveg segja það og ég er bara glaður að hafa haft tækifæri til að gera þetta, haft heilbrigði til þess og getað lagt mitt að liði, fyrir fólk, fyrir heilbrigðiskerfið,“ sagði Aðalsteinn þar sem hann sat í rólegheitum að gefa blóðflögur í morgun. Hann bindur vonir við að börnin hans, Hákon, Sigfús og Guðrún, taki við keflinu og hvetur jafnframt alla til að skrá sig sem blóðgjafa, hafi þeir tök á. Ítrekuð neyðarköll áhyggjuefni Undir þetta tekur Davíð Stefán Guðmundsson formaður Blóðgjafafélags Íslands. Þrjú þúsund nýja blóðgjafa þurfi á ári, markmið sem erfiðlega gengur að uppfylla. „Því miður erum við að sjá endurtekin neyðarköll frá blóðbankanun, þar sem óskað er eftir nýjum blóðbönkum og blóðgjöfum. Og það er áhyggjuefni fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi í heild sinni,“ segir Davíð. Davíð ráðleggur nýjum blóðgjöfum að vera úthvíldir áður en þeir mæta í gjöf, borða morgunmat og drekka nóg af vatni. „Fólk hefur komið fimm sinnum og þá yfirleitt er þetta orðið að rútínu og við viljum endilega fá sem mest af ungu fólki, og sérstaklega konur. Það hallar á konur í hópi blóðgjafa,“ segir Davíð Stefán Guðmundsson formaður Blóðgjafafélagsins. Sýnt verður frá tímamótum morgunsins í Blóðbankanum og nánar rætt við Aðalstein og börnin hans þrjú í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Heilbrigðismál Blóðgjöf Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira