Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kanada bannar hríðskotavopn eftir versta fjöldamorð í sögu landsins

Sala á hríðskotarifflum verður bönnuð í Kanada í kjölfar mannskæðustu skotárásar í sögu landsins fyrir tveimur vikum. Justin Trudeau, forsætisráðherra, kynnti bannið í dag og sagði vopn að þessu tagi aðeins hönnuð til að drepa eins margt fólk og hægt er á sem skemmstum tíma.

Kim sagður hafa komið fram opinberlega

Fregnir af meintu andláti Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, virðast verulega orðnum auknar. Norður-kóreski ríkisfjölmiðillinn fullyrðir að Kim hafi komið fram opinberlega við opnunarathöfn fyrir áburðarverksmiðju. Það er í fyrsta skipta skipti sem hann sést opinberlega í tuttugu daga.

Hlutabréf í Teslu tóku dýfu eftir furðuleg tíst Musk

Markaðsvirði rafbílaframleiðandans Teslu hrundi um fjórtán milljarða dollara eftir að Elon Musk, stofnandi fyrirtækisins, tísti um að hlutabréfaverðið væru orðið of hátt í röð furðulegra tísta. Hegðun auðjöfursins hefur þótt óstöðug undanfarin misseri.

Grunur um kórónuveirusmit kom upp á Eir

Aldraður skjólstæðingur á endurhæfingardeild hjúkrunarheimilisins Eirar í Reykjavík var fluttur á Landspítalann vegna gruns um kórónuveirusmit í dag. Niðurstaða úr sýnatöku var óljós en sýni úr einstaklingum sem komu nálægt manneskjunni reyndust neikvæð.

Segir WHO hafa gefið heimsbyggðinni nægan tíma til undirbúnings

Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) segir að stofnunin hafi gefið heimsbyggðinni nægan tíma til að búa sig undir kórónuveirufaraldurinn. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert WHO að blóraböggli fyrir faraldrinum og sakað stofnunina um að hafa klúðrað viðbrögðum við honum.

Höfnuðu tillögu til bjargar Norwegian

Kröfuhafar flugfélagsins Norwegian höfnuðu í dag að breyta lánum sínum í hlutafé. Óvissa er því um framtíð félagsins sem rambar á barmi gjaldþrots og glímir við bráðan lausafjárvanda.

Telja ógerning að virða tveggja metra reglu á flugvöllum

Forstjóri Heathrow-flugvallar telur „líkamlega ómögulegt“ að virða reglur um félagsforðun á flugvöllum. Flugvellir þurfi að grípa til skimana og farþegar þurfi að ganga með grímur þegar flugsamgöngur færast aftur í aukana.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hlutafjárútboð Icelandair, minni pestargangur og lækkun hótelgistingu í sumar er á meðal efnis kvöldfrétta Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.

Biden ræddi ásökun fyrrverandi starfsmanns í fyrsta sinn

Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, vísaði ásökunum konu sem vann fyrir hann á Bandaríkjaþingi um að hann hefði ráðist á hana kynferðislega á bug í dag. Yfirlýsing og sjónvarpsviðtal Biden í dag eru fyrsta skiptið sem frambjóðandinn svaraði ásökunum konunnar opinberlega.

Sjá meira