Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Biden ræddi ásökun fyrrverandi starfsmanns í fyrsta sinn

Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, vísaði ásökunum konu sem vann fyrir hann á Bandaríkjaþingi um að hann hefði ráðist á hana kynferðislega á bug í dag. Yfirlýsing og sjónvarpsviðtal Biden í dag eru fyrsta skiptið sem frambjóðandinn svaraði ásökunum konunnar opinberlega.

Þriðja skiptið sem ekkert nýtt smit greinist

Enginn greindist með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. Enn hafa því 1.797 greinst með veiruna hér á landi frá upphafi faraldursins. Þetta er í þriðja skipti sem ekkert nýtt smit greinist.

Stefnir í metsamdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda

Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun stefnir í að dragast saman um tæp átta prósent á þessu ári vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þrátt fyrir að það er þróunin ekki endilega talin góð fyrir baráttuna gegn loftslagsbreytingum af völdum manna.

Faraldurinn enn í vexti í Rússlandi

Fleiri en 100.000 manns hafa nú greinst smitaðir af nýju afbrigði kórónuveiru í Rússlandi. Greint var frá mestri daglegri fjölgun nýrra smita frá upphafi faraldursins í dag. Vladímír Pútín forseti varar við því að faraldurinn hafi enn ekki náð hámarki sínu.

Nýtt jökulsker skýtur upp kollinum á Breiðamerkurjökli

Um kílómetra langur kambur utan í Mávabyggðarrönd er nýjasta jökulskerið í Breiðamerkurjökli. Skerið hefur smám saman verið að birtast undanfarin þrjú til fjögur ár en það mun að öllum líkindum enda á að kljúfa jökulinn í tvo strauma á þessari öld.

Bandaríska hagkerfið dróst saman um 4,8%

Samdráttur upp á 4,8% í Bandaríkjunum á fyrsta ársfjórðungi er sá mesti sem mælst hefur þar fjármálakreppunni fyrir rúmum áratug. Engu að síður telja hagfræðingar það aðeins lognið á undan storminum þar sem samdrátturinn gæti náð allt að 30% á næsta fjórðungi.

Fjórir særðust í hnífaárás í Hanau

Ekki er ljóst hvað hópi manna sem stakk og særði fjóra vegfarendur gekk til í borginni Hanau í Þýskalandi í gærkvöldi. Lögregla telur þó ekkert benda til þess að árásirnar tengist fjöldamorði kynþáttahatara á fólki ef erlendum uppruna í borginni í febrúar.

Áfram verulegur samdráttur í umferð en merki um að hún sé að aukast aftur

Um fimmtungssamdráttur var áfram á umferð á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar tvær vikur. Betri mynd er sögð fást af áhrifum kórónuveirufaraldursins á umferð á milli ára eftir þessa viku þegar páskar trufla ekki samanburðinn. Vegagerðin telur sig sjá merki um að umferðin sé tekin að þyngjast aftur.

Sjá meira