Hver er staðan og hvað tekur við? Sindri Sverrisson skrifar 28. janúar 2026 09:02 Elliði Snær Viðarsson skoraði átta mörk úr níu skotum gegn Sviss en það dugði aðeins til jafnteflis. Ísland fékk hins vegar líflínu þegar Svíum mistókst að vinna Ungverja. VÍSIR/VILHELM Með stuðningi Ungverja í gærkvöld er ljóst að Ísland getur með sigri gegn Slóveníu í dag komist í undanúrslit á EM í handbolta, í þriðja sinn í sögunni. Sex leikir fara fram í dag, þegar milliriðlakeppninni lýkur, en hvað tekur svo við? Strákarnir okkar byrja ballið í Malmö í dag klukkan 14:30 og eru sem betur fer í þeirri stöðu núna að þurfa ekki að treysta á neina nema sjálfa sig, eftir að Svíþjóð mistókst að vinna Ungverjaland. Tap í dag þýðir hins vegar 7.-8. sæti á mótinu eða í besta falli, með mikilli hjálp, leikur um 5. sæti sem gefur sæti á næsta HM. Standings provided by Sofascore Hvað ef Ísland vinnur í dag? Þá endar liðið með sjö stig og kemst í undanúrslit. Ísland endar þá í 2. sæti milliriðilsins, eða í 1. sæti ef Króatía vinnur ekki Ungverjaland síðar í dag. Hvað ef Ísland gerir jafntefli í dag? Þá endar Ísland með sex stig og þarf að treysta á að Svíþjóð vinni ekki Sviss í kvöld. Sigur Svía myndi hins vegar þýða 3. sæti fyrir Ísland í milliriðlinum og leikur um 5. sæti á mótinu. Hvað ef Ísland tapar í dag? Þá kemst Slóvenía upp fyrir Ísland sem endar í 4. sæti milliriðilsins, og í 7.-8. sæti alls í mótinu, eða í besta falli í 3. sæti milliriðilsins ef Svíþjóð tapar fyrir Sviss. Leikirnir í dag: Milliriðill II 14.30 Slóvenía – Ísland 17.00 Króatía – Ungverjaland 19.30 Sviss – Svíþjóð Milliriðill I 14.30 Spánn – Portúgal 17.00 Þýskaland – Frakkland 19.30 Danmörk – Noregur Geta Danir valið sér andstæðing? Það eina sem er alveg á hreinu fyrir leiki dagsins er að Danmörk á öruggt sæti í undanúrslitunum. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Þýskalandi spila úrslitaleik við Frakka um að fylgja Dönum upp úr milliriðli I, og dugar þar jafntefli. Standings provided by Sofascore Danir spila í kvöld og vita að ef að Frakkland vinnur Þýskaland þá endar Danmörk í efsta sæti síns milliriðils, og mætir þá liðinu í 2. sæti milliriðils II. Ef að hins vegar Þjóðverjar forðast tap gegn Frökkum þá gætu Danir enn endað í 2. sæti milliriðilsins og spilað við liðið sem vinnur milliriðil Íslands. Raunar gætu Danir þá verið í þeirri stöðu að geta „ráðið“ hvaða liði þeir mæta í undanúrslitum, að því marki sem þeir ráða úrslitunum í leik sínum við Noreg. Króatar í bestu stöðunni Í milliriðli II eru Króatarnir hans Dags Sigurðssonar í bestu stöðunni en álagið hefur verið mikið og ef þeir vinna ekki Ungverja í dag eiga þeir á hættu að missa Ísland og Svíþjóð upp fyrir sig. Króatar munu þó vita fyrir sinn leik hvernig fór hjá Slóveníu og Íslandi, og væru nær öruggir í undanúrslit með sigri Slóvena (aðeins jafntefli Svíþjóðar og Sviss myndi breyta því en þá yrði Króatía fyrir neðan Svíþjóð og Slóveníu vegna innbyrðis úrslita). Mikið í húfi fyrir Slóvena og Svíar vilja íslenskt tap Slóvenía þarf að vinna Ísland og treysta á að Svíþjóð tapi fyrir Sviss, til að komast í undanúrslit, en getur með sigri á Íslandi að minnsta kosti tryggt sér leik um 5. sæti á mótinu sem eins og fyrr segir gefur öruggt sæti á næsta heimsmeistaramóti. Það er því að nægu að keppa fyrir Slóvena í dag. Svíar þurfa að treysta á að annað hvort Íslandi eða Króatíu mistakist að vinna í dag og þá geta þeir komið sér í undanúrslit með sigri gegn Sviss í kvöld. Undanúrslit á föstudag Undanúrslitin á EM, og leikurinn um 5. sætið, fara fram í Herning í Danmörku á föstudaginn. Leikurinn um 5. sæti er klukkan 14 og undanúrslitaleikirnir svo klukkan 16:45 og 19:30. Á sunnudag er svo bronsleikurinn klukkan 14:15 og úrslitaleikurinn klukkan 17. EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Fleiri fréttir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Sjá meira
Strákarnir okkar byrja ballið í Malmö í dag klukkan 14:30 og eru sem betur fer í þeirri stöðu núna að þurfa ekki að treysta á neina nema sjálfa sig, eftir að Svíþjóð mistókst að vinna Ungverjaland. Tap í dag þýðir hins vegar 7.-8. sæti á mótinu eða í besta falli, með mikilli hjálp, leikur um 5. sæti sem gefur sæti á næsta HM. Standings provided by Sofascore Hvað ef Ísland vinnur í dag? Þá endar liðið með sjö stig og kemst í undanúrslit. Ísland endar þá í 2. sæti milliriðilsins, eða í 1. sæti ef Króatía vinnur ekki Ungverjaland síðar í dag. Hvað ef Ísland gerir jafntefli í dag? Þá endar Ísland með sex stig og þarf að treysta á að Svíþjóð vinni ekki Sviss í kvöld. Sigur Svía myndi hins vegar þýða 3. sæti fyrir Ísland í milliriðlinum og leikur um 5. sæti á mótinu. Hvað ef Ísland tapar í dag? Þá kemst Slóvenía upp fyrir Ísland sem endar í 4. sæti milliriðilsins, og í 7.-8. sæti alls í mótinu, eða í besta falli í 3. sæti milliriðilsins ef Svíþjóð tapar fyrir Sviss. Leikirnir í dag: Milliriðill II 14.30 Slóvenía – Ísland 17.00 Króatía – Ungverjaland 19.30 Sviss – Svíþjóð Milliriðill I 14.30 Spánn – Portúgal 17.00 Þýskaland – Frakkland 19.30 Danmörk – Noregur Geta Danir valið sér andstæðing? Það eina sem er alveg á hreinu fyrir leiki dagsins er að Danmörk á öruggt sæti í undanúrslitunum. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Þýskalandi spila úrslitaleik við Frakka um að fylgja Dönum upp úr milliriðli I, og dugar þar jafntefli. Standings provided by Sofascore Danir spila í kvöld og vita að ef að Frakkland vinnur Þýskaland þá endar Danmörk í efsta sæti síns milliriðils, og mætir þá liðinu í 2. sæti milliriðils II. Ef að hins vegar Þjóðverjar forðast tap gegn Frökkum þá gætu Danir enn endað í 2. sæti milliriðilsins og spilað við liðið sem vinnur milliriðil Íslands. Raunar gætu Danir þá verið í þeirri stöðu að geta „ráðið“ hvaða liði þeir mæta í undanúrslitum, að því marki sem þeir ráða úrslitunum í leik sínum við Noreg. Króatar í bestu stöðunni Í milliriðli II eru Króatarnir hans Dags Sigurðssonar í bestu stöðunni en álagið hefur verið mikið og ef þeir vinna ekki Ungverja í dag eiga þeir á hættu að missa Ísland og Svíþjóð upp fyrir sig. Króatar munu þó vita fyrir sinn leik hvernig fór hjá Slóveníu og Íslandi, og væru nær öruggir í undanúrslit með sigri Slóvena (aðeins jafntefli Svíþjóðar og Sviss myndi breyta því en þá yrði Króatía fyrir neðan Svíþjóð og Slóveníu vegna innbyrðis úrslita). Mikið í húfi fyrir Slóvena og Svíar vilja íslenskt tap Slóvenía þarf að vinna Ísland og treysta á að Svíþjóð tapi fyrir Sviss, til að komast í undanúrslit, en getur með sigri á Íslandi að minnsta kosti tryggt sér leik um 5. sæti á mótinu sem eins og fyrr segir gefur öruggt sæti á næsta heimsmeistaramóti. Það er því að nægu að keppa fyrir Slóvena í dag. Svíar þurfa að treysta á að annað hvort Íslandi eða Króatíu mistakist að vinna í dag og þá geta þeir komið sér í undanúrslit með sigri gegn Sviss í kvöld. Undanúrslit á föstudag Undanúrslitin á EM, og leikurinn um 5. sætið, fara fram í Herning í Danmörku á föstudaginn. Leikurinn um 5. sæti er klukkan 14 og undanúrslitaleikirnir svo klukkan 16:45 og 19:30. Á sunnudag er svo bronsleikurinn klukkan 14:15 og úrslitaleikurinn klukkan 17.
EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Fleiri fréttir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Sjá meira