Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kjartan Kjartansson skrifar

Forstjóri Icelandair Group er bjartsýnn á að það takist að safna hátt í þrjátíu milljörðum í aukið hlutafé. Fyrirtækið verði í lykilhlutverki þegar kemur að því að reisa við efnahag landsins. Stefnt er að hlutafjárútboði um miðjan júní fyrir almenning og fagfjárfesta.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Forseti ASÍ segir að aldrei hafi verið eins mikil þörf fyrir að standa vörð um réttindi launafólks. Formaður VR segir að nú þurfi stjórnvöld að einbeita sér að heimilunum í landinu. Í fyrsta sinn í nærri hundrað ár voru engin hátíðarhöld í tilefni af 1. maí. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Einnig verður rætt við sóttvarnarlæknir sem segir að mun minna hafi verið um öndunarfærasýkingar og pestir nú í apríl en á liðnum árum. Tíðni nokkurra kynsjúkdóma hefur þó aukist á sama tíma.

Stjórnendur þriggja stórra hótelkeðja á Íslandi gera ráð fyrir að gistinóttin muni lækka töluvert í verði í sumar. Viðbúið er þó að mörg hótel verði lokuð. Íslandshótel ætla að bjóða gæludýr velkomin. Fjallað verður nánar um málið í kvöldréttum.

Einnig verður fjallað um villiketti á Suðurlandi, rætt við sveitarstjóra Skútustaðahrepps um hrun í ferðamennsku og rætt við burstagerðarmann sem hefur starfað í faginu í sextíu ár.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×