Grunur um kórónuveirusmit kom upp á Eir Kjartan Kjartansson skrifar 1. maí 2020 22:36 Hjúkrunarheimilið Eir í Grafarvogi. Vísir/Vilhelm Aldraður skjólstæðingur á endurhæfingardeild hjúkrunarheimilisins Eirar í Reykjavík var fluttur á Landspítalann vegna gruns um kórónuveirusmit í dag. Niðurstaða úr sýnatöku var óljós en sýni úr einstaklingum sem komu nálægt manneskjunni reyndust neikvæð. Kristín Högnadóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs Eirar, segir að sýni sem var tekið úr skjólstæðingnum í gærkvöldi hafi verið „vægt“ jákvætt. Annað sýni í hádeginu í dag hafi hins vegar verið neikvætt. Í varúðarskyni var ákveðið að flytja manneskjuna á Landspítalann til meðferðar og að setja endurhæfingardeildina í sóttkví þar til nákvæmari niðurstöður liggja fyrir. Enginn annar hefur greinst með mögulegt smit. Þeir starfsmenn sem sinntu skjólstæðingnum náið eru í sóttkví á meðan beðið er eftir greiningu á sýnum. Rakningarteymi reynir nú að rekja mögulegt smit skjólstæðingsins en ekki er vitað hvers vegna sýni úr honum gáfu ólíka niðurstöðu, að sögn Kristínar. Tuttugu og fjögur rými eru á endurhæfingardeild Eirar þar sem tekið er á móti eldri borgurum af sjúkrahúsi til endurhæfingar í einn til þrjá mánuði í senn. Fólkið dvelur á deildinni á meðan. Um 185 íbúar eru á Eir að endurhæfingardeildinni með talinni, að sögn Kristínar. Lögð hefur verið sérstök áhersla á að koma í veg fyrir útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómum hjá viðkvæmum hópum. Erlendis þar sem hópsýking hefur komið upp á öldunar- og hjúkrunarheimilum hefur veiran valdið miklum usla og dauðsföllum. Smit kom upp á hjúkrunarheimilinu Bergi á Bolungarvík í apríl. Tvö andlát aldraðra íbúa þar hafa verið rakin til faraldursins. Til stendur að byrja að slaka á heimsóknarbanni sem hefur verið í gildi á hjúkrunarheimilum vegna faraldursins frá og með mánudeginum. Þá geta íbúar fengið eina heimsókn frá einum aðstandanda í viku fyrstu vikurnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Íbúar á hjúkrunarheimilum geta fengið einn gest fyrstu vikuna Lagt er til að aðeins einum aðstandanda íbúa hjúkrunar- og dvalarheimila verði leyft að heimsækja þá fyrstu vikuna eftir að byrjað verður að slaka á heimsóknarbanni sem hefur verið í gildi vegna kórónuveirufaraldursins 4. maí. 22. apríl 2020 15:11 Annað andlát á Bergi Kona á níræðisaldri sem glímdi við Covid-19 sjúkdóminn af völdum kórónuveirunnar lést í gær. Konan bjó á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. 20. apríl 2020 13:00 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira
Aldraður skjólstæðingur á endurhæfingardeild hjúkrunarheimilisins Eirar í Reykjavík var fluttur á Landspítalann vegna gruns um kórónuveirusmit í dag. Niðurstaða úr sýnatöku var óljós en sýni úr einstaklingum sem komu nálægt manneskjunni reyndust neikvæð. Kristín Högnadóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunarsviðs Eirar, segir að sýni sem var tekið úr skjólstæðingnum í gærkvöldi hafi verið „vægt“ jákvætt. Annað sýni í hádeginu í dag hafi hins vegar verið neikvætt. Í varúðarskyni var ákveðið að flytja manneskjuna á Landspítalann til meðferðar og að setja endurhæfingardeildina í sóttkví þar til nákvæmari niðurstöður liggja fyrir. Enginn annar hefur greinst með mögulegt smit. Þeir starfsmenn sem sinntu skjólstæðingnum náið eru í sóttkví á meðan beðið er eftir greiningu á sýnum. Rakningarteymi reynir nú að rekja mögulegt smit skjólstæðingsins en ekki er vitað hvers vegna sýni úr honum gáfu ólíka niðurstöðu, að sögn Kristínar. Tuttugu og fjögur rými eru á endurhæfingardeild Eirar þar sem tekið er á móti eldri borgurum af sjúkrahúsi til endurhæfingar í einn til þrjá mánuði í senn. Fólkið dvelur á deildinni á meðan. Um 185 íbúar eru á Eir að endurhæfingardeildinni með talinni, að sögn Kristínar. Lögð hefur verið sérstök áhersla á að koma í veg fyrir útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómum hjá viðkvæmum hópum. Erlendis þar sem hópsýking hefur komið upp á öldunar- og hjúkrunarheimilum hefur veiran valdið miklum usla og dauðsföllum. Smit kom upp á hjúkrunarheimilinu Bergi á Bolungarvík í apríl. Tvö andlát aldraðra íbúa þar hafa verið rakin til faraldursins. Til stendur að byrja að slaka á heimsóknarbanni sem hefur verið í gildi á hjúkrunarheimilum vegna faraldursins frá og með mánudeginum. Þá geta íbúar fengið eina heimsókn frá einum aðstandanda í viku fyrstu vikurnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Íbúar á hjúkrunarheimilum geta fengið einn gest fyrstu vikuna Lagt er til að aðeins einum aðstandanda íbúa hjúkrunar- og dvalarheimila verði leyft að heimsækja þá fyrstu vikuna eftir að byrjað verður að slaka á heimsóknarbanni sem hefur verið í gildi vegna kórónuveirufaraldursins 4. maí. 22. apríl 2020 15:11 Annað andlát á Bergi Kona á níræðisaldri sem glímdi við Covid-19 sjúkdóminn af völdum kórónuveirunnar lést í gær. Konan bjó á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. 20. apríl 2020 13:00 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira
Íbúar á hjúkrunarheimilum geta fengið einn gest fyrstu vikuna Lagt er til að aðeins einum aðstandanda íbúa hjúkrunar- og dvalarheimila verði leyft að heimsækja þá fyrstu vikuna eftir að byrjað verður að slaka á heimsóknarbanni sem hefur verið í gildi vegna kórónuveirufaraldursins 4. maí. 22. apríl 2020 15:11
Annað andlát á Bergi Kona á níræðisaldri sem glímdi við Covid-19 sjúkdóminn af völdum kórónuveirunnar lést í gær. Konan bjó á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. 20. apríl 2020 13:00