Innlent

Þrír eldar á sama tíma á höfuð­borgar­svæðinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Einn eldurinn var í Bryggjuhverfinu.
Einn eldurinn var í Bryggjuhverfinu. Skjáskot

Tvennir sinueldar kviknuðu á höfuðborgarsvæðinu í kvöld og einn eldur kviknaði í gámi við skóla. Þetta gerðist á mjög stuttum tíma en vel gekk að slökkva eldana.

Einn sinueldur kviknaði í Bryggjuhverfinu í kvöld og á svipuðum tíma kom upp eldur í gámi við skóla. Í báðum tilfellum voru slökkviliðsmenn sendir á einum bíl.

Einnig kom upp sinueldur í Úlfarsárdal en hann var, samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, stærri en eldurinn í Bryggjuhverfinu.

Slökkviliðsmennirnir þar óskuðu eftir aðstoð og þar sem mennirnir á hinum tveimur bílunum voru að ljúka sínum störfum fóru þeir einnig í Úlfarsárdal. Þar gekk einnig vel að slökkva þann eld og voru slökkviliðsmennirnir að ganga frá á vettvangi skömmu fyrir klukkan níu.

Hér að neðan má sjá myndband af sinueldinum í Bryggjuhverfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×