Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Tækju Flynn aftur með opnum örmum

Michael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, er velkominn aftur til starfa í ríkisstjórninni, að sögn Mike Pence, varaforseta. Flynn var látinn segja af sér á sínum tíma fyrir að ljúga að Pence.

Smitum fjölgar í Þýskalandi eftir tilslakanir

Lýðheilsustofnun Þýskalands segir að nýjum kórónuveirusmitum sé byrjað að fjölga aftur eftir að byrjað var að slaka á aðgerðum til að hefta útbreiðslu faraldursins. Mótmælendur hafa krafist þess að takmörkunum verði aflétt enn hraðar nú um helgina.

Flugmenn bjóðast til að taka á sig fjórðungslækkun

Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur gert samninganefnd Icelandair tilboð sem felur í sér kjaraskerðingu upp á 25 prósent. Samninganefndir þeirra sitja nú á fundi sem búist er við að standi fram á kvöld.

Bretum enn sagt að halda sig heima en byrjað að slaka á hömlum

Tilmælum um að Bretar haldi sig heima verður ekki aflétt strax en byrjað verður að slaka á ýmsum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins þegar í þessari viku. Þetta sagði Boris Johnson, forsætisráðherra, í ávarpi til breska þjóðarinnar í kvöld.

Flugvirkjar taka á sig skerðingu með samningi við Icelandair

Icelandair ehf. og Flugvirkjafélag Íslands hafa undirritað nýjan kjarasamning á milli félaganna sem gildir til ársloka 2025. Formaður Flugvirkjafélagsins segir félagsmenn taka á sig kjaraskerðingu til að veita sveigjanleika vegna ástandsins.

Líkamsárás fyrir allra augum í miðbænum

Fimm menn réðust á mann og börðu fyrir framan fjölda fólks sem sat við veitingastaði í Pósthússtræti í miðborg Reykjavíkur í kvöld. Maðurinn sem var ráðist á er sagður lítið særður.

Fleiri en fjórar milljónir hafa smitast af veirunni

Fjöldi staðfestra kórónuveirusmita er kominn yfir fjórar milljónir á heimsvísu samkvæmt tölum Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum. Þá hafa fleiri en 277.000 manns látið lífið, flestir þeirra í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ítalíu.

Obama segir viðbrögð Trump við faraldrinum „óreiðukennd“

Viðbrögð Donalds Trump Bandaríkjaforseta við kórónuveirufaraldrinum hafa verið „óreiðukennd“ að mati Baracks Obama, forvera hans í embætti. Þetta er Obama sagður hafa sagt á fjarfundi með fólki sem gegndi embættum í ríkisstjórn hans á sínum tíma. Varaði Obama jafnframt við vaxandi flokkadráttum og óeiningu innan bandarísku þjóðarinnar.

Fresta viðræðum Eflingar og sveitarfélaganna til morguns

Hlé var gert á fundi samninganefnda Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga á sjötta tímanum í dag eftir hátt í átta klukkustunda langa fundarlotu hjá ríkissáttasemjara. Viðræðurnar eru sagðar á viðkvæmu stigi en fundur heldur áfram klukkan tíu í fyrramálið.

Sjá meira