Flugvirkjar taka á sig skerðingu með samningi við Icelandair Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2020 18:05 Icelandair reynir nú að ljúka samningum við starfsfólk á sama tíma og reynt er að bjarga rekstri félagsins frá afleiðingum kórónuveiruheimsfaraldursins. Vísir/Vilhelm Icelandair ehf. og Flugvirkjafélag Íslands hafa undirritað nýjan kjarasamning á milli félaganna sem gildir til ársloka 2025. Samningurinn er sagður styrkja samkeppnishæfni Icelandair og standa vörð um starfskjör og gott starfsumhverfi. Kórónaveirufaraldurinn og afleiðingar hans hafa haft gríðarleg áhrif á starfsemi Icelandair. Mikil óvissa er um hvenær ferðatakmörkunum verði aflétt og eftirspurn eftir flugi og ferðalögum tekur við sér á ný. Félagið hefur þurft að grípa til erfiðra en nauðsynlegra aðgerða til að bregðast við óvissunni. Á sama tíma er unnið að því að styrkja samkeppnishæfni félagsins til lengri tíma. Í tilkynningu frá Icelandair er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra, að samningurinn sé mikilvægt skref í að styrkja stöðu félagsins og samkeppnishæfni á alþjóðamarkaði svo það verði tilbúið til að sækja fram aftur þegar óvissu lýkur. Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands (FVFÍ), segir í samtali við Vísi að flugvirkjar taki á sig kjaraskerðingu með samningnum. Með því veiti þeir ákveðinn sveigjanleika til að mæta stöðu flugfélagsins við núverandi aðstæður en standi á sama tíma vörð um gildi sín. „Þetta snýst ekki bara um tölur heldur um ákveðinn sveigjanleika líka um vinnutíma og breytingar á aukagreiðslum og slíku sem er verið að skerða í rauninni,“ segir Guðmundur Úlfar. Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur gert samninganefnd Icelandair tilboð um kjaraskerðingu upp á 25%. Fundað var í kjaradeildu Flugfreyjufélags Íslands við Icelandair í dag án niðurstöðu en samningar flugfreyja hafa verið lausir frá ársbyrjun í fyrra. FVFÍ mun nú leggja samninginn fyrir félagsmenn sína til atkvæðagreiðslu. Guðmundur Úlfar segist eiga von á að niðurstöður liggi fyrir um næstu helgi. „Það er algerlega óljóst hvernig þessar breytingar leggjast í félagsmenn að svo stöddu. Við munum bara fara yfir þetta með félagsmönnum á næstu dögum og útskýra. Svo verður tekin afstaða í kosningu,“ segir hann spurður að því hvort hann telji félagsmenn styðja kjaraskerðingu. Fréttin hefur verið uppfærð. Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Sjá meira
Icelandair ehf. og Flugvirkjafélag Íslands hafa undirritað nýjan kjarasamning á milli félaganna sem gildir til ársloka 2025. Samningurinn er sagður styrkja samkeppnishæfni Icelandair og standa vörð um starfskjör og gott starfsumhverfi. Kórónaveirufaraldurinn og afleiðingar hans hafa haft gríðarleg áhrif á starfsemi Icelandair. Mikil óvissa er um hvenær ferðatakmörkunum verði aflétt og eftirspurn eftir flugi og ferðalögum tekur við sér á ný. Félagið hefur þurft að grípa til erfiðra en nauðsynlegra aðgerða til að bregðast við óvissunni. Á sama tíma er unnið að því að styrkja samkeppnishæfni félagsins til lengri tíma. Í tilkynningu frá Icelandair er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra, að samningurinn sé mikilvægt skref í að styrkja stöðu félagsins og samkeppnishæfni á alþjóðamarkaði svo það verði tilbúið til að sækja fram aftur þegar óvissu lýkur. Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands (FVFÍ), segir í samtali við Vísi að flugvirkjar taki á sig kjaraskerðingu með samningnum. Með því veiti þeir ákveðinn sveigjanleika til að mæta stöðu flugfélagsins við núverandi aðstæður en standi á sama tíma vörð um gildi sín. „Þetta snýst ekki bara um tölur heldur um ákveðinn sveigjanleika líka um vinnutíma og breytingar á aukagreiðslum og slíku sem er verið að skerða í rauninni,“ segir Guðmundur Úlfar. Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur gert samninganefnd Icelandair tilboð um kjaraskerðingu upp á 25%. Fundað var í kjaradeildu Flugfreyjufélags Íslands við Icelandair í dag án niðurstöðu en samningar flugfreyja hafa verið lausir frá ársbyrjun í fyrra. FVFÍ mun nú leggja samninginn fyrir félagsmenn sína til atkvæðagreiðslu. Guðmundur Úlfar segist eiga von á að niðurstöður liggi fyrir um næstu helgi. „Það er algerlega óljóst hvernig þessar breytingar leggjast í félagsmenn að svo stöddu. Við munum bara fara yfir þetta með félagsmönnum á næstu dögum og útskýra. Svo verður tekin afstaða í kosningu,“ segir hann spurður að því hvort hann telji félagsmenn styðja kjaraskerðingu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Sjá meira