Kínverjar bjóða Norður-Kóreu aðstoð vegna faraldursins Forseti Kína hefur áhyggjur af hvaða áhrif kórónuveirufaraldurinn gæti haft á nágrannaríki Norður-Kóreu þrátt fyrir að alræðisstjórnin þar haldi því fram að ekkert smit hafi greinst í landinu. Stjórnvöld í Beijing hafa boðið Norður-Kóreu aðstoð í að bregðast við faraldri. 9.5.2020 17:38
Ráðuneyti sagt að taka kvörtun marxísks lífsskoðunarfélags fyrir aftur Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið rannsakaði ekki kvörtun marxíska lífsskoðunarfélagsins Díamat vegna synjunar Reykjavíkurborgar á lóðaúthlutun með fullnægjandi hætti, að mati umboðsmanns Alþingis. Hann beinir því til ráðuneytisins að taka kvörtunina aftur til meðferðar. 9.5.2020 07:00
Fjöldi látinna kominn yfir 30.000 á Ítalíu Fleiri en 30.000 manns eru nú látnir á Ítalíu vegna nýs afbrigðis kórónuveiru samkvæmt nýjustu tölum yfirvalda. Mannskaðinn á Ítalíu er sá þriðji mesti í heiminum og sá mesti innan Evrópusambandsins. 8.5.2020 16:46
Sjö ákærðir vegna flótta Ghosn í Tyrklandi Stjórnandi flugfélags, fjórir flugmenn og tveir flugliðar hafa verið ákærðir í tengslum við flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, frá Japan í desember. Sakborningarnar voru handteknir í janúar en tyrknesk stjórnvöld hafa neitað því að hafa vitað af viðkomu Ghosn í landinu. 8.5.2020 15:40
Hvetja Frakka til að hjóla þegar slakað verður á takmörkunum Biðraðir hafa myndast við hjólaverslanir og verkstæði í París eftir að frönsk stjórnvöld hvöttu landsmenn til að hjóla til að draga úr mannmergð í almenningssamgöngum þegar slakað verður á takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins á mánudag. 8.5.2020 14:39
Trump sagði Pútín að Rússarannsóknin hefði verið „gabb“ Donald Trump Bandaríkjaforseti kallaði rannsókn á meintu samráði framboðs hans við Rússland „gabb“ í símtali við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, sama dag og dómsmálaráðuneyti Trump felldi niður ákæru á hendur fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sem laug að alríkislögreglunni FBI um samskipti sín við Rússland. 8.5.2020 12:27
Lögmaður ásakanda Biden styrkti framboð Trump Kona sem sakar Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, um kynferðislega árás þegar hún vann á skrifstofu hans á Bandaríkjaþingi fyrir tæpum þrjátíu árum hefur ráðið þekktan lögmann sem styrkti forsetaframboð Donalds Trump forseta fjárhagslega árið 2016. Í viðtali í gær skoraði konan á Biden að hætta framboði sínu í forvali Demókrataflokksins. 8.5.2020 10:47
Plastmengun vaxandi vandamál á norðurslóðum Plastagnir finnast nú nær alls staðar í hafinu á norðurslóðum en frekari rannsóknir skortir til að rekja uppruna þeirra. Framleiðsla á plasti hefur aukist gífurlega á síðustu áratugum og útlit er fyrir að hún margfaldist fyrir miðja þessa öld. 8.5.2020 09:00
Upphaf 2020 þykir merkilega hlýtt miðað við aðstæður Fyrsti ársfjórðungur þessa árs var sá næsthlýjasti á jörðinni frá því að mælingar hófust. Enn er mögulegt er að þetta ár verði það hlýjasta frá upphafi þrátt fyrir að líklega verði hverfandi áhrif af veðurfyrirbrigðinu El niño í Kyrrahafi. 7.5.2020 16:26
Segir ekkert gert til að draga úr mestu plastmenguninni Núverandi aðferðafræði stjórnvalda til þess að draga úr umhverfisáhrifum plasts þýðir að það gæti tekið 200 ár að draga úr plastneyslu á Íslandi um fimmtung. Sérfræðingur hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands segir stjórnvöld ekki eins tilbúin til breytinga í þágu umhverfisins og almenningur og að ákveðið hafi verið að gera ekkert í því sem leiðir til mestrar plastmengunar hér á landi. 7.5.2020 14:11