Sjö ákærðir vegna flótta Ghosn í Tyrklandi Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2020 15:40 Carlos Ghosn á blaðamannafundi í Beirút þangað sem hann flúði í janúar. Vísir/EPA Stjórnandi flugfélags, fjórir flugmenn og tveir flugliðar hafa verið ákærðir í tengslum við flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóra Nissan, frá Japan í desember. Sakborningarnar voru handteknir í janúar en tyrknesk stjórnvöld hafa neitað því að hafa vitað af viðkomu Ghosn í landinu. Ghosn flúði ákærur um fjárglæpi í Japan þegar hann gekk laus gegn tryggingu en hann hafði áður setið í fangelsi. Hann flúði til Beirút í Líbanon með viðkomu í Istanbúl 29. desember. Tyrkneska flugfélagið MNG Jet segir að tvær flugvélar þess hafi verið notaðar ólöglega við flóttann og lagði fram kæru vegna þess. Það segir að starfsmenn þess hafi viðurkennt að hafa falsað skjöl til að fela að Ghosn væri farþegi. Flugmennirnir og stjórnandinn eru ákærðir fyrir að smygla „farandverkamanni“. Aðrir í áhöfninni eru ákærðir fyrir að tilkynna ekki um glæpinn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í Japan hafa saksóknarar gefið handtökuskipun á hendur Ghosn og þriggja Bandaríkjamanna sem þeir saka um að hafa aðstoðað og lagt á ráðin um flóttann. Engin framsalssamningur er á milli Japans og Líbanons og því segir AP-fréttastofan ólíklegt að Ghosn, sem heldur fram sakleysi sínu, verði handtekinn. Japan Tyrkland Líbanon Carlos Ghosn flýr Japan Tengdar fréttir Japanir vísa ásökunum Ghosn á bug Fyrrverandi stjórnarformaður Nissan bar japansk réttarkerfi þungum sökum á blaðamannafundi í Beirút í gær. Dómsmálaráðherra Japans segir þær stoðlausar. 9. janúar 2020 10:25 Hyggjast herða verklag eftir flótta Ghosn Yfirvöld í Japan hafa gefið það út að þau ætli að herða verklag í innflytjendamálum eftir ótrúlegan flótta Carlos Ghosn. 5. janúar 2020 18:14 Fyrrverandi forstjóri Nissan laus úr steininum Dómari féllst óvænt á að Carlos Ghosn gæti fengið lausn gegn tryggingu. Fyrri kröfum um slíkt hafði verið hafnað. 6. mars 2019 08:41 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Stjórnandi flugfélags, fjórir flugmenn og tveir flugliðar hafa verið ákærðir í tengslum við flótta Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóra Nissan, frá Japan í desember. Sakborningarnar voru handteknir í janúar en tyrknesk stjórnvöld hafa neitað því að hafa vitað af viðkomu Ghosn í landinu. Ghosn flúði ákærur um fjárglæpi í Japan þegar hann gekk laus gegn tryggingu en hann hafði áður setið í fangelsi. Hann flúði til Beirút í Líbanon með viðkomu í Istanbúl 29. desember. Tyrkneska flugfélagið MNG Jet segir að tvær flugvélar þess hafi verið notaðar ólöglega við flóttann og lagði fram kæru vegna þess. Það segir að starfsmenn þess hafi viðurkennt að hafa falsað skjöl til að fela að Ghosn væri farþegi. Flugmennirnir og stjórnandinn eru ákærðir fyrir að smygla „farandverkamanni“. Aðrir í áhöfninni eru ákærðir fyrir að tilkynna ekki um glæpinn, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í Japan hafa saksóknarar gefið handtökuskipun á hendur Ghosn og þriggja Bandaríkjamanna sem þeir saka um að hafa aðstoðað og lagt á ráðin um flóttann. Engin framsalssamningur er á milli Japans og Líbanons og því segir AP-fréttastofan ólíklegt að Ghosn, sem heldur fram sakleysi sínu, verði handtekinn.
Japan Tyrkland Líbanon Carlos Ghosn flýr Japan Tengdar fréttir Japanir vísa ásökunum Ghosn á bug Fyrrverandi stjórnarformaður Nissan bar japansk réttarkerfi þungum sökum á blaðamannafundi í Beirút í gær. Dómsmálaráðherra Japans segir þær stoðlausar. 9. janúar 2020 10:25 Hyggjast herða verklag eftir flótta Ghosn Yfirvöld í Japan hafa gefið það út að þau ætli að herða verklag í innflytjendamálum eftir ótrúlegan flótta Carlos Ghosn. 5. janúar 2020 18:14 Fyrrverandi forstjóri Nissan laus úr steininum Dómari féllst óvænt á að Carlos Ghosn gæti fengið lausn gegn tryggingu. Fyrri kröfum um slíkt hafði verið hafnað. 6. mars 2019 08:41 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Japanir vísa ásökunum Ghosn á bug Fyrrverandi stjórnarformaður Nissan bar japansk réttarkerfi þungum sökum á blaðamannafundi í Beirút í gær. Dómsmálaráðherra Japans segir þær stoðlausar. 9. janúar 2020 10:25
Hyggjast herða verklag eftir flótta Ghosn Yfirvöld í Japan hafa gefið það út að þau ætli að herða verklag í innflytjendamálum eftir ótrúlegan flótta Carlos Ghosn. 5. janúar 2020 18:14
Fyrrverandi forstjóri Nissan laus úr steininum Dómari féllst óvænt á að Carlos Ghosn gæti fengið lausn gegn tryggingu. Fyrri kröfum um slíkt hafði verið hafnað. 6. mars 2019 08:41