Obama segir viðbrögð Trump við faraldrinum „óreiðukennd“ Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2020 21:07 Obama með Biden varaforseta sínum. Þrátt fyrir að Trump hafi reynt að kenna ríkisstjórn þeirra um bresti í viðbrögðum alríkisstjórnar hans við kórónuveirufaraldrinum hefur Obama haldið sig nær algerlega til hlés frá því að hann lét af embætti. Vísir/EPA Viðbrögð Donalds Trump Bandaríkjaforseta við kórónuveirufaraldrinum hafa verið „óreiðukennd“ að mati Baracks Obama, forvera hans í embætti. Þetta er Obama sagður hafa sagt á fjarfundi með fólki sem gegndi embættum í ríkisstjórn hans á sínum tíma. Varaði Obama jafnframt við vaxandi flokkadráttum og óeiningu innan bandarísku þjóðarinnar. Obama hefur nær algerlega haldið sig til hlés frá því að hann lét af embætti og Trump tók við í janúar árið 2017. Hann hefur ekki tjáð sig jafnvel þó að Trump hafi kennt fyrri ríkisstjórn hans um skort á ýmsum nauðsynlegum búnaði og prófum gegn veirunni sem var ekki til þegar Obama var forseti. Reuters-fréttastofan segir að á fjarfundi um 3.000 fyrrverandi Obama-stjórnarliða hafi fyrrverandi forsetinn lýst viðbrögðum eftirmanns síns við faraldrinum sem „óreiðukenndum“. BBB segir að Obama hafi notað orðalagið „algerlega óreiðukennd hörmung“. Trump-stjórnin hefur að miklu leyti haldið sig til hlés í faraldrinum og varpað ábyrgðinni á aðgerðum yfir á ríkisstjóra einstakra ríkja. Forsetinn og embættismenn hans hafa þannig ítrekað sagt að alríkisstjórnin sé aðeins í ráðgjafarhlutverki eða síðasta úrræðið fyrir ríkin. Alríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd fyrir að auka ekki skimunargetu þegar ljóst var að nýtt afbrigði kórónuveirunnar breiddist út um heiminn í janúar og febrúar. Þá notaði hún ekki tímann til að viða að sér nauðsynlegum búnaði eins og hlífðarklæðnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólks eða öndunarvélar. Enn er skortur á prófum fyrir veirunni og ýmsum búnaði. Ætlar að berjast af krafti fyrir Biden Á fjarfundi Obama og félaga hvatti hann bandamenn sína til þess að fylkja sér að baki Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, sem verður að öllum líkindum forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í kosningunum í nóvember. Lýsti Obama kosningunum sem mikilvægum og vísaði til djúps klofnings eftir flokkslínum sem hefur ágerst í Bandaríkjunum undanfarin ár og áratugi. Demókratar glímdu þar ekki aðeins við einstakan einstakling eða stjórnmálaflokk heldur berðust þeir gegn langtímaþróun þar sem „það að vera sjálfselskur, að vera trúr sínum ættbálki, að vera sundruð og að sjá aðra sem óvin, það hefur orðið að sterkari hvöt í bandarísku þjóðlífi“. „Það er þess vegna, vel á minnst, sem ég ætla að verja eins miklum tíma og nauðsynlegt er og berjast eins grimmt og ég get fyrir Joe Biden,“ sagði Obama á fundinum. Skrifstofa hans vildi ekki tjá sig um ummæli Obama á fundinum við Reuters. Talskona Hvíta hússins varði viðbrögð Trump við faraldrinum og sagði þau „fordæmalaus“. Trump hefði bjargað lífum Bandaríkjamanna. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Viðbrögð Donalds Trump Bandaríkjaforseta við kórónuveirufaraldrinum hafa verið „óreiðukennd“ að mati Baracks Obama, forvera hans í embætti. Þetta er Obama sagður hafa sagt á fjarfundi með fólki sem gegndi embættum í ríkisstjórn hans á sínum tíma. Varaði Obama jafnframt við vaxandi flokkadráttum og óeiningu innan bandarísku þjóðarinnar. Obama hefur nær algerlega haldið sig til hlés frá því að hann lét af embætti og Trump tók við í janúar árið 2017. Hann hefur ekki tjáð sig jafnvel þó að Trump hafi kennt fyrri ríkisstjórn hans um skort á ýmsum nauðsynlegum búnaði og prófum gegn veirunni sem var ekki til þegar Obama var forseti. Reuters-fréttastofan segir að á fjarfundi um 3.000 fyrrverandi Obama-stjórnarliða hafi fyrrverandi forsetinn lýst viðbrögðum eftirmanns síns við faraldrinum sem „óreiðukenndum“. BBB segir að Obama hafi notað orðalagið „algerlega óreiðukennd hörmung“. Trump-stjórnin hefur að miklu leyti haldið sig til hlés í faraldrinum og varpað ábyrgðinni á aðgerðum yfir á ríkisstjóra einstakra ríkja. Forsetinn og embættismenn hans hafa þannig ítrekað sagt að alríkisstjórnin sé aðeins í ráðgjafarhlutverki eða síðasta úrræðið fyrir ríkin. Alríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd fyrir að auka ekki skimunargetu þegar ljóst var að nýtt afbrigði kórónuveirunnar breiddist út um heiminn í janúar og febrúar. Þá notaði hún ekki tímann til að viða að sér nauðsynlegum búnaði eins og hlífðarklæðnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólks eða öndunarvélar. Enn er skortur á prófum fyrir veirunni og ýmsum búnaði. Ætlar að berjast af krafti fyrir Biden Á fjarfundi Obama og félaga hvatti hann bandamenn sína til þess að fylkja sér að baki Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, sem verður að öllum líkindum forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í kosningunum í nóvember. Lýsti Obama kosningunum sem mikilvægum og vísaði til djúps klofnings eftir flokkslínum sem hefur ágerst í Bandaríkjunum undanfarin ár og áratugi. Demókratar glímdu þar ekki aðeins við einstakan einstakling eða stjórnmálaflokk heldur berðust þeir gegn langtímaþróun þar sem „það að vera sjálfselskur, að vera trúr sínum ættbálki, að vera sundruð og að sjá aðra sem óvin, það hefur orðið að sterkari hvöt í bandarísku þjóðlífi“. „Það er þess vegna, vel á minnst, sem ég ætla að verja eins miklum tíma og nauðsynlegt er og berjast eins grimmt og ég get fyrir Joe Biden,“ sagði Obama á fundinum. Skrifstofa hans vildi ekki tjá sig um ummæli Obama á fundinum við Reuters. Talskona Hvíta hússins varði viðbrögð Trump við faraldrinum og sagði þau „fordæmalaus“. Trump hefði bjargað lífum Bandaríkjamanna.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira