Krefjast afsagnar ríkisstjórnar Búlgaríu vegna spillingarmála Forsætisráðherra Búlgaríu segist ætla að ákveða hvort hann haldi áfram í embætti síðar í þessari viku. Stjórnarandstaðan hefur lagt fram vantrauststillögu á hendur ríkisstjórninni í skugga mótmæla gegn spillingu sem geisa víða um landið. 15.7.2020 14:50
Kínverjar gagnrýna Huawei-bann Breta harðlega Ákvörðun breskra stjórnvalda um að banna 5G-tæknibúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei er rakalaus að mati kínversku ríkisstjórnarinnar. Hún hótar að grípa til aðgerða til þess að tryggja „lögmæta hagsmuni“ kínverskra fyrirtækja. 15.7.2020 13:55
Maður handtekinn vegna hnífstunguárása í Noregi Norska lögreglan handtók karlmann á fertugsaldri sem grunaður er um að hafa stungið þrjár konur í bænum Sarpsborg í Viken sunnanverðum Noregi í gærkvöldi. Ein kvennanna er látin og önnur er alvarlega sár. 15.7.2020 12:00
Óð úr einu í annað á furðulegum „blaðamannafundi“ Donald Trump Bandaríkjaforseti sakaði Joe Biden, væntanlegan mótframbjóðanda sinn, um að ætla að binda enda á glugga og úthverfi á furðulegum fundi með fréttamönnum í Hvíta húsinu í gær. 15.7.2020 11:04
Apple þarf ekki að greiða milljarða í skatta á Írlandi Almenni dómstóll Evrópusambandsins ógilti í dag ákvörðun framkvæmdastjórnar sambandsins sem skikkaði tæknifyrirtækið Apple til að greiða þrettán milljarða evra, jafnvirði um 2.080 milljarða íslenskra króna, í skattaskuld á Írlandi. 15.7.2020 09:38
Macron ver ráðherra sem er sakaður um nauðgun Emmanuel Macron, forseti Frakklands, varaði við því að nýskipaður innanríkisráðherra í ríkisstjórn hans ætti ekki að verða „fórnarlamb dómstóls götunnar“ vegna ásakana um að hann hafi nauðgað konu fyrir rúmum áratug. Hundruð kvenna hafa mótmælt skipan ráðherrans. 14.7.2020 16:29
Leiðtogar stjórnarandstöðunnar útilokaðir frá kosningum í Hvíta-Rússlandi Yfirkjörstjórn Hvíta-Rússlands hafnaði því að skrá framboð tveggja helstu leiðtoga stjórnarandstöðu landsins fyrir forsetakosningar sem fara fram í næsta mánuði. Ákvörðunin þýðir að Alexander Lúkasjenkó forseti til 26 ára verður svo gott sem sjálfkjörinn. 14.7.2020 15:14
Fyrsta aftaka alríkisstjórnar Bandaríkjanna í sautján ár Alríkisstjórn Bandaríkjanna tók fanga af lífi í fyrsta skipti í sautján ár í dag eftir að hæstiréttur heimilaði að aftakan gæti farið fram. Fjölskyldur fórnarlamba mannsins mótmæltu því að hann yrði tekinn af lífi. 14.7.2020 13:48
Bretar banna vörur Huawei frá áramótum Farsímafyrirtækjum í Bretlandi verður bannað að kaupa 5G-fjarskiptabúnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei frá áramótum og verður gert að losa sig við þann sem þau eiga fyrir árið 2027. Ákvörðunin gæti tafið 5G-væðingu Bretlands um allt að ár. 14.7.2020 13:13
Gagnrýna undirróður Hvíta hússins gegn sóttvarnasérfræðingi Lýðheilsusérfræðingar, vísindamenn og demókratar gagnrýna tilraunir Hvíta hússins til þess að grafa undan Anthony Fauci, helsta smitvarnasérfræðingi ríkisstjórnarinnar, í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri. 14.7.2020 12:05