„Þeir skjóta sem þora“ segir Kristján um mögulega stjórnvaldssekt Matvælastofnun skoðar nú að leggja stjórnvaldssekt á Hval hf. vegna fráviks við veiðar Hvals 8. „Þeir skjóta sem þora,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals, um mögulega sektargerð. 25.9.2023 06:37
Rannsaka óvissuþætti við að skjóta brennisteinsögnum í heiðhvolfið Við Institute for Futures Studies í Svíþjóð er nú verið að byggja upp þverfaglegt teymi sem mun rannsaka ýmsa þætti er varða „solar geoengineering“ eða „solar radiation management“. Meðal annars verður horft til þeirrar óvissu sem fylgir tækninni og raunar óþekktra óvissuþátta. 18.9.2023 11:30
Vonuðust til þess að drottningin myndi tala um fyrir Johnson Háttsettir embættismenn í Bretlandi áttu samtöl við fulltrúa Buckingham-hallar um framgöngu Boris Johnson þegar hann var forsætisráðherra og ræddu meðal annars möguleikann á því að málið yrði tekið upp á reglulegum fundum Johnson og Elísabetar drottningar. 18.9.2023 08:49
Herinn óskar eftir aðstoð almennings við að finna týnda herþotu Hermálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa biðlað til almennings um aðstoð við að finna herþotu sem týndist einhvers staðar yfir Suður-Karólínu eftir að flugmaðurinn skaut sér úr þotunni. 18.9.2023 07:21
Berst fyrir því að FIFA leyfi kvennalandsliði Afganistan að keppa Knattspyrnukonan Khalida Popal, fyrrverandi fyrirliði kvennlandsliðs Afganistan í knattspyrnu, berst fyrir því að liðið fái að leika fyrir hönd þjóðar sinnar, jafnvel þótt konum í landinu sé nú bannað að stunda íþróttir. 18.9.2023 06:45
Skoða að fela ÍE rannsóknir á lífsýnum og líkamspörtum Lögfræðingar embættis ríkislögreglustjóra skoða nú þann möguleika að Íslenskri erfðagreiningu verði falið að rannsaka lífsýni og líkamsparta sem finnast hér á landi og bera þarf kennsl á. 18.9.2023 06:43
Borgarstjóranum mögulega meinað að sækja viðburði í Buchenwald Svo getur farið að borgarstjóranum í Nordhausen í ríkinu Thuringia í Þýskalandi verði bannað að sækja atburði til minningar um helförina sem haldnar verða í Buchenwald og Mittelbau-Dora. 15.9.2023 13:12
Fyrst hvarf utanríkisráðherrann og nú varnarmálaráðherrann Bandarísk stjórnvöld telja Li Shangfu, varnarmálaráðherra Kína, sæta rannsókn og vera haldið í stofufangelsi. Li sást síðast þegar hann flutti ræðu á friðar- og öryggisráðstefnu Kína og Afríkuríkjanna þann 29. ágúst síðastliðinn. 15.9.2023 11:15
Telja sig hafa komist að því hvers vegna heilafrumurnar deyja Vísindamenn í Bretlandi og Belgíu telja sig hafa komist að því af hverju heilafrumur deyja í Alzheimersjúklingum. Dauði heilafrumanna hefur verið ráðgáta í marga áratugi en vonir eru bundnar við að uppgötvunin greiði fyrir þróun nýrra lyfja við sjúkdómnum. 15.9.2023 08:30
Hunter Biden ákærður Alríkissaksóknarar hafa gefið út ákæru á hendur Hunter Biden, syni Joe Biden Bandaríkjaforseta, þar sem hann er sagður hafa komist ólöglega yfir skotvopn í október árið 2018, eftir að hafa logið til um að neyta ekki né vera háður fíkniefnum. 15.9.2023 07:10