Camilla Läckberg sökuð um að nota skuggapenna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. október 2023 08:11 Läckberg kynnir bók sína Gullbúrið á Spáni árið 2019. Getty/NurPhoto/Oscar Gonzalez Camilla Läckberg, einn af fremstu glæpasagnahöfundum Norðurlandanna, hefur neyðst til þess að sverja það af sér að nota „skuggapenna“ við skrif bóka sinna. Läckberg er einna þekktust fyrir glæpasögur sínar þar sem sögusviðið er heimabær hennar Fjällbacka en því var haldið fram á dögunum í grein í veftímaritinu Kvartal að aðrar bækur hennar, sem hafa verið kallaðar „hefndarsögur“, hafi að einhverjum og jafnvel stórum hluta verið skrifaðar af skuggapenna (e. ghostwriter). Orðrómur um meinta hjálparhellu er ekki nýr af nálinni en á dögunum freistaði blaðamaðurinn Lapo Lappin þess að rannsaka málið og mataði „stíl-forrit“ með bókum Läckberg. Forritið telur meðal annars algengustu orð textans og rannsakar hann út frá tölfræðilegum gögnum. Forritið fann samfellu í texta Fjällbacka-saganna en texti nýrri bókanna reyndist alls óáþekkur. Líkindi reyndust hins vegar vera með Gullbúrið og Silfurvængir eftir Läckberg og verkum Pascal nokkurs Engman, sem er ritstjóri Läckberg hjá útgáfunni Forum. Þá taldi forritið Engman höfund Kvinnor utan nåd, eftir Läckberg. Það var niðurstaða Lappin að það væru sterkar líkur á því að sumar bækur Läckberg hefðu í raun verið skrifaðar, að einhverjum eða stórum hluta, af skuggapenna. Läckberg hefur nú stigið fram og neitað ásökununum. Áður hafði hún birt færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún sagðist ávallt hafa verið opin með það að Pascal hefði hjálpað henni að þróa ný stílbrögð. Það væri ekki leyndarmál. Läckberg hefur ekki tjáð sig með beinum hætti um niðurstöðurnar varðandi Kvinnor utan nåd né hefur útgefandi hennar viljað tjá sig um máliðþ. Pascal sagði hins vegar í samtali við Kvartal að hann neitaði ásökununum en sagði vitað mál að ritstjórar ynnu með texta höfundar. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Bókmenntir Svíþjóð Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Läckberg er einna þekktust fyrir glæpasögur sínar þar sem sögusviðið er heimabær hennar Fjällbacka en því var haldið fram á dögunum í grein í veftímaritinu Kvartal að aðrar bækur hennar, sem hafa verið kallaðar „hefndarsögur“, hafi að einhverjum og jafnvel stórum hluta verið skrifaðar af skuggapenna (e. ghostwriter). Orðrómur um meinta hjálparhellu er ekki nýr af nálinni en á dögunum freistaði blaðamaðurinn Lapo Lappin þess að rannsaka málið og mataði „stíl-forrit“ með bókum Läckberg. Forritið telur meðal annars algengustu orð textans og rannsakar hann út frá tölfræðilegum gögnum. Forritið fann samfellu í texta Fjällbacka-saganna en texti nýrri bókanna reyndist alls óáþekkur. Líkindi reyndust hins vegar vera með Gullbúrið og Silfurvængir eftir Läckberg og verkum Pascal nokkurs Engman, sem er ritstjóri Läckberg hjá útgáfunni Forum. Þá taldi forritið Engman höfund Kvinnor utan nåd, eftir Läckberg. Það var niðurstaða Lappin að það væru sterkar líkur á því að sumar bækur Läckberg hefðu í raun verið skrifaðar, að einhverjum eða stórum hluta, af skuggapenna. Läckberg hefur nú stigið fram og neitað ásökununum. Áður hafði hún birt færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún sagðist ávallt hafa verið opin með það að Pascal hefði hjálpað henni að þróa ný stílbrögð. Það væri ekki leyndarmál. Läckberg hefur ekki tjáð sig með beinum hætti um niðurstöðurnar varðandi Kvinnor utan nåd né hefur útgefandi hennar viljað tjá sig um máliðþ. Pascal sagði hins vegar í samtali við Kvartal að hann neitaði ásökununum en sagði vitað mál að ritstjórar ynnu með texta höfundar. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Bókmenntir Svíþjóð Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira