„Rauð ljós“ á íbúðamarkaði og þörf á 5.000 nýjum íbúðum árlega Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. október 2023 06:20 HMS segir erfitt að spá fyrir um mannfjöldaþróun þar sem hún ráðist nú aðallega að aðflutningi fólks en ekki náttúrulegri fjölgun. Vísir/Vilhelm Byggja þarf 5.000 íbúðir árlega á næstu árum miðað við íbúafjölgun á landinu, sem má meðal annars rekja til aukins aðflutnings erlends vinnuafls. Þá fækkar íbúum í hverri íbúð samfara öldrun þjóðarinnar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í íbúðaþarfagreiningu sem Intellicon vann fyrir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun en í samantekt segir að íbúðaþörf sé reiknuð út frá fólksfjölda og fjölda á íbúð. Þannig geti þörfin aukist þrátt fyrir að versnandi lánamöguleikar dragi tímabundið úr eftirspurn og uppsöfnuð þörf umbreyst í mikla eftirspurn á skömmum tíma. Niðurstöður Intellicon verða kynntar formlega á morgun en í samantektinni segir meðal annars að slæm staða byggingaraðila nú gæti aukið framboðsskort á næstu árum. Nýframkvæmdum hafi fækkað um 70 prósent frá mars og fram í september á þessu ári, samanborið við sama tímabil í fyrra. „Skýringanna kann m.a. að vera að leita í hækkandi vaxtastigi sem gerir dýrara að byggja og minnkandi eftirspurnar. Til marks um minni sölu nýrra íbúða þá eru fullbúnar íbúðir sem ekki hafa verið teknar í notkun nú 777 talsins en voru 238 í mars sl. og 131 í september í fyrra. Það jafngildir nærri sexföldun fullbúinna en óseldra íbúða milli ára. 8.683 íbúðir eru í byggingu en hægt hefur á framkvæmdum við margar þeirra og eru 2.356 íbúðir enn á sama byggingarstigi, nú og í síðustu talningu í mars sem að öllu jöfnu væru komnar á næsta byggingarstig á milli talninga,“ segir í samantektinni. Þar segir enn fremur að það sé mat HMS að svartsýnar spár greiningaraðila hjálpi ekki til við að tryggja næga uppbyggingu íbúða og stofnunin vilji minna á að bankarnir hafi áður spáð samdrætti í eftirspurn á húsnæðismarkaði, sem hafi ekki raungerst. Líta þurfi á alla drifkrafta íbúðaþarfar og hver munurinn er á íbúðaþörf til lengri tíma og breytinga á eftirspurn til skemmri tíma. Hærra verð og vextir geti dregið tímabundið úr eftirspurn en hún sé, til lengri tíma, alltaf drifin áfram að grunnþörf fólks fyrir húsaskjól. „HMS hefur lagt áherslu á að ekki megi endurtaka fyrri mistök þar sem of mikið var dregið úr nýbyggingum í niðursveiflum sem aftur leiddi til framboðsskorts og húsnæðisverðshækkana þegar eftirspurnin jókst á ný.“ Húsnæðismál Efnahagsmál Neytendur Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Mest lesið Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í íbúðaþarfagreiningu sem Intellicon vann fyrir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun en í samantekt segir að íbúðaþörf sé reiknuð út frá fólksfjölda og fjölda á íbúð. Þannig geti þörfin aukist þrátt fyrir að versnandi lánamöguleikar dragi tímabundið úr eftirspurn og uppsöfnuð þörf umbreyst í mikla eftirspurn á skömmum tíma. Niðurstöður Intellicon verða kynntar formlega á morgun en í samantektinni segir meðal annars að slæm staða byggingaraðila nú gæti aukið framboðsskort á næstu árum. Nýframkvæmdum hafi fækkað um 70 prósent frá mars og fram í september á þessu ári, samanborið við sama tímabil í fyrra. „Skýringanna kann m.a. að vera að leita í hækkandi vaxtastigi sem gerir dýrara að byggja og minnkandi eftirspurnar. Til marks um minni sölu nýrra íbúða þá eru fullbúnar íbúðir sem ekki hafa verið teknar í notkun nú 777 talsins en voru 238 í mars sl. og 131 í september í fyrra. Það jafngildir nærri sexföldun fullbúinna en óseldra íbúða milli ára. 8.683 íbúðir eru í byggingu en hægt hefur á framkvæmdum við margar þeirra og eru 2.356 íbúðir enn á sama byggingarstigi, nú og í síðustu talningu í mars sem að öllu jöfnu væru komnar á næsta byggingarstig á milli talninga,“ segir í samantektinni. Þar segir enn fremur að það sé mat HMS að svartsýnar spár greiningaraðila hjálpi ekki til við að tryggja næga uppbyggingu íbúða og stofnunin vilji minna á að bankarnir hafi áður spáð samdrætti í eftirspurn á húsnæðismarkaði, sem hafi ekki raungerst. Líta þurfi á alla drifkrafta íbúðaþarfar og hver munurinn er á íbúðaþörf til lengri tíma og breytinga á eftirspurn til skemmri tíma. Hærra verð og vextir geti dregið tímabundið úr eftirspurn en hún sé, til lengri tíma, alltaf drifin áfram að grunnþörf fólks fyrir húsaskjól. „HMS hefur lagt áherslu á að ekki megi endurtaka fyrri mistök þar sem of mikið var dregið úr nýbyggingum í niðursveiflum sem aftur leiddi til framboðsskorts og húsnæðisverðshækkana þegar eftirspurnin jókst á ný.“
Húsnæðismál Efnahagsmál Neytendur Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Mest lesið Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Sjá meira