Loki frá Selfossi allur Kynbótahesturinn Loki frá Selfossi hefur verið felldur eftir að hann slasaðist illa á afturfæti. Loki var einn þekktasti gæðingur landsins og átti fjölda afkvæma sem hafa gert það gott. 20.7.2023 08:46
Alabama hefur aftökur að nýju þrátt fyrir að hafa klúðrað þremur í fyrra Yfirvöld í Alabama í Bandaríkjunum hyggjast hefja aftökur á ný eftir að hafa klúðrað einni og þurft að hætta við tvær í fyrra. James Barber, 54 ára, verður tekinn af lífi með lyfjablöndu á föstudagsmorgun, þrátt fyrir mótmæli dóttur konunnar sem hann myrti. 20.7.2023 08:11
Kæra dagsektirnar og hyggjast ekki afhenda gögnin í bili Útgerðarfélagið Brim hf. hyggst ekki afhenda Samkeppniseftirlitinu gögn í tengslum við rannsókn á stjórnunar- og eignartengslum fyrirtækja í sjávarútvegi fyrr en áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur tekið málið fyrir. 20.7.2023 07:29
Veðsetningarhlutfallið 27 prósent og aldrei lægra í aldarfjórðung Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 1,1 prósent í júní. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins nam lækkunin um 2,1 prósent og annars staðar á landsbyggðinni um 0,5 prósent. 20.7.2023 07:01
Formaður Leigjendasamtakanna gagnrýnir fyrirhugaðar lagabreytingar „Mér líst illa á þetta, enda gengur frumvarpið þvert á allar okkar athugasemdir varðandi breytingar á leigufjárhæð,“ segir Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna, um drög að frumvarpi um breytingar á lögum um húsaleigu. 20.7.2023 06:43
Vildarvinir Pútín og Kadyrov settir yfir Danone og Baltika Stjórnvöld í Rússlandi settu í gær Yakub Zakriev, landbúnaðarráðherra Téténíu, yfir Danone Russia og Taimuraz Bolloev, vin Vladimir Pútín Rússlandsforseta, yfir Baltika Breweries. 19.7.2023 10:13
Hitinn að sliga heilbrigðiskerfið og fólk kælt niður í líkpokum Heilbrigðisstarfsmenn í Bandaríkjunum hafa gripið til þess ráðs að setja sjúklinga með sólsting, eða hitaslag, í líkpoka fulla af klaka til að kæla þá hratt og örugglega niður. 19.7.2023 08:55
Kærunefnd útboðsmála gefur grænt ljós á Arnarnesveg Kærunefnd útboðsmála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Vegagerðinni hafi verið heimilt að hafna lægsta tilboði í lagningu Arnarnesvegar og ganga til samninga við aðra. 19.7.2023 07:40
Handtekinn fyrir að krota á nýbygginguna við Alþingishúsið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í gær sem var að krota á nýbygginguna við Alþingishúsið. Þegar lögregla hugðist ræða við manninn tók hann af stað en náðist eftir stutta eftirför. 19.7.2023 07:06
Hafa greint bæði nóróveirur og E.coli bakteríur en ekkert í matnum Gestir Hamborgarafabrikkunnar greindust sannarlega með nóróveiru. Frá þessu greinir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir í samtali við mbl.is en áður var talið að um bakteríusýkingu hefði verið að ræða. 19.7.2023 06:37