Innrás virðist yfirvofandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. október 2023 08:19 Stúlku bjargað úr rústum á Gaza. Um 250 þúsund manns dvelja nú í skýlum á vegum Sameinuðu þjóðanna en ástandið í borginni er sagt munu versna til muna á næstu dögum. AP/Fatima Shbair Ísraelski herinn hefur safnað herliði við landamörkin að Gaza, þar á meðal 300.000 varaliðum. Svo virðist sem innrás sé yfirvofandi ef marka má Jonathan Conricus, talsmann hersins. Conricus segir hersveitirnar í viðbragðsstöðu og tilbúnar til að „framkvæma það verkefni sem okkur hefur verið fengið af ísraelskum stjórnvöldum“. Það sé að tryggja að að átökunum loknum hafi Hamas enga hernaðarlega getu til að ógna eða myrða ísraelska ríkisborgara. Conricus segir ljóst að sumar stjórnstöðvar Hamas sé að finna á heimilum almennra borgara. Gerðar hafa verið árásir á þessar stjórnstöðvar síðustu daga. Hamas hefur svarað fyrir sig með árásum á Ísrael en eldfaugum hefur einnig verið skotið að landinu frá Líbanon og Sýrlandi. Yfir 950 manns hafa látist á Gaza síðan Ísraelsmenn hófu aðgerðir sínar í kjölfar árásanna á laugardag. Tugþúsundir eru sagðir hafa flúið svæðið. Þá hefur verið greint frá því að allt eldsneyti verði á þrotum í eina raforkuverki Gaza eftir um það bil þrjár klukkustundir. Um það bil 80 prósent íbúa Gaza reiddu sig á neyðaraðstoð áður en átökin brutust út en flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínumenn segir nærri hálfa milljón manna hafa verið án matvælaaðstoðar frá því á laugardag. Frans páfi hefur biðlað til Hamas um að sleppa gíslunum sem voru teknir á laugardag og segist verulega áhyggjufullur vegna umsáturs Ísraelsmanna um Gaza. Fyrsta vopnasending Bandaríkjamanna til Ísrael er lent og þá mun utanríkisráðherrann Antony Blinken heimsækja landið á morgun og meta frekari þörf á aðstoð, ekki síst vegna árásanna frá Líbanon og Sýrlandi. Hann er sagður munu vara bandamenn Hamas við því að dragast inn í átökin við Ísrael. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Conricus segir hersveitirnar í viðbragðsstöðu og tilbúnar til að „framkvæma það verkefni sem okkur hefur verið fengið af ísraelskum stjórnvöldum“. Það sé að tryggja að að átökunum loknum hafi Hamas enga hernaðarlega getu til að ógna eða myrða ísraelska ríkisborgara. Conricus segir ljóst að sumar stjórnstöðvar Hamas sé að finna á heimilum almennra borgara. Gerðar hafa verið árásir á þessar stjórnstöðvar síðustu daga. Hamas hefur svarað fyrir sig með árásum á Ísrael en eldfaugum hefur einnig verið skotið að landinu frá Líbanon og Sýrlandi. Yfir 950 manns hafa látist á Gaza síðan Ísraelsmenn hófu aðgerðir sínar í kjölfar árásanna á laugardag. Tugþúsundir eru sagðir hafa flúið svæðið. Þá hefur verið greint frá því að allt eldsneyti verði á þrotum í eina raforkuverki Gaza eftir um það bil þrjár klukkustundir. Um það bil 80 prósent íbúa Gaza reiddu sig á neyðaraðstoð áður en átökin brutust út en flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna fyrir Palestínumenn segir nærri hálfa milljón manna hafa verið án matvælaaðstoðar frá því á laugardag. Frans páfi hefur biðlað til Hamas um að sleppa gíslunum sem voru teknir á laugardag og segist verulega áhyggjufullur vegna umsáturs Ísraelsmanna um Gaza. Fyrsta vopnasending Bandaríkjamanna til Ísrael er lent og þá mun utanríkisráðherrann Antony Blinken heimsækja landið á morgun og meta frekari þörf á aðstoð, ekki síst vegna árásanna frá Líbanon og Sýrlandi. Hann er sagður munu vara bandamenn Hamas við því að dragast inn í átökin við Ísrael.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira