Nemendahópur frá Þýskalandi fékk að fljóta með Hólmfríður Gísladóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 10. október 2023 07:17 Nemendahópur og tveir kennarar frá suðurhluta Þýskalands fengu að fljóta með Íslendingunum og segjast afar þakklát. Vísir/Einar „Við erum svo þakklát,“ sagði Clarissa Duvigneau, nýr sendiherra Þýskalands, á Keflavíkurflugvelli í morgun, þegar hún tók á móti hópi þýskra ríkisborgara sem flugu hingað til lands frá Ísrael. Að sögn Duvigneau var haft samband við hana í gær en nokkur sæti voru laus í vélinni sem átti að flytja hóp Íslendinga heim og spurðu Þjóðverjarnir hvort þeir mættu fljóta með. Um var að ræða hóp sem taldi tvo kennara og tíu nemendur frá suðurhluta Þýskalands. Clarissa Duvigneau sendiherra Þýskalands á Íslandi. Hópurinn var staddur í eyðimörkinni þegar átökin brutust út og heldu þau fyrst að þrumuveður væri í aðsigi. Þau áttuðu sig hins vegar fljótt á því að svo var ekki. „Við vorum mjög heppin,“ svarar einn úr hópnum spurður að því hvernig það kom til að þau flugu hingað til lands með Íslendingunum. „Það kváðu við loftvarnaflautur og við þurftum að hlaupa í byrgi. Og í byrginu var fólk alls staðar að úr heiminum. Það voru tveir einstaklingar frá Íslandi, kona og eiginmaður hennar, og þau sátu með okkur í byrginu.“ Þau héldu sambandi og ræddu saman daginn eftir. Konan hafi grátið þegar það kom í ljós að stjórnvöld á Íslandi ætlaði að sækja þau. „Og þau komu að borðinu okkar og sögðu: Hérna er símanúmer... kannski eigið þið möguleika á að ná í manneskju sem vinnur hjá utanríkisráðuneytinu. Og ég gerði það. Og þau gátu ekki staðfest það, það var ekki talið að það væri pláss fyrir svona marga, en í gærnótt klukkan þrjú þegar allir voru sofandi fékk ég símtal og það var manneskjan frá utanríkisráðuneytinu á Íslandi sem staðfesti að við gætum komið með.“ Ferðin hefði verið löng og erfið þar sem þau þurftu fyrst að fara frá Tel Aviv til Jórdaníu en þau væru mjög glöð að vera komin til Íslands. Átök í Ísrael og Palestínu Keflavíkurflugvöllur Þýskaland Mest lesið Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Að sögn Duvigneau var haft samband við hana í gær en nokkur sæti voru laus í vélinni sem átti að flytja hóp Íslendinga heim og spurðu Þjóðverjarnir hvort þeir mættu fljóta með. Um var að ræða hóp sem taldi tvo kennara og tíu nemendur frá suðurhluta Þýskalands. Clarissa Duvigneau sendiherra Þýskalands á Íslandi. Hópurinn var staddur í eyðimörkinni þegar átökin brutust út og heldu þau fyrst að þrumuveður væri í aðsigi. Þau áttuðu sig hins vegar fljótt á því að svo var ekki. „Við vorum mjög heppin,“ svarar einn úr hópnum spurður að því hvernig það kom til að þau flugu hingað til lands með Íslendingunum. „Það kváðu við loftvarnaflautur og við þurftum að hlaupa í byrgi. Og í byrginu var fólk alls staðar að úr heiminum. Það voru tveir einstaklingar frá Íslandi, kona og eiginmaður hennar, og þau sátu með okkur í byrginu.“ Þau héldu sambandi og ræddu saman daginn eftir. Konan hafi grátið þegar það kom í ljós að stjórnvöld á Íslandi ætlaði að sækja þau. „Og þau komu að borðinu okkar og sögðu: Hérna er símanúmer... kannski eigið þið möguleika á að ná í manneskju sem vinnur hjá utanríkisráðuneytinu. Og ég gerði það. Og þau gátu ekki staðfest það, það var ekki talið að það væri pláss fyrir svona marga, en í gærnótt klukkan þrjú þegar allir voru sofandi fékk ég símtal og það var manneskjan frá utanríkisráðuneytinu á Íslandi sem staðfesti að við gætum komið með.“ Ferðin hefði verið löng og erfið þar sem þau þurftu fyrst að fara frá Tel Aviv til Jórdaníu en þau væru mjög glöð að vera komin til Íslands.
Átök í Ísrael og Palestínu Keflavíkurflugvöllur Þýskaland Mest lesið Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira