Leita réttar síns vegna framkomu lögreglu á Ljósanótt Mæðgin hyggjast leita réttar síns vegna framkomu lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir málið vera áhyggjuefni og að það sé til rannsóknar. 4.9.2023 21:39
Vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt til skoðunar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lítur mál unglingspilts á Ljósanótt í Reykjanesbæ sem snýr að vinnubrögðum lögreglu alvarlegum augum. Móðir drengsins hefur sakað lögreglu um kynþáttahatur. 4.9.2023 17:35
„Fiskarnir bera augljós merki um að vera eldislaxar“ Óttast er að eldislax gangi upp fjölda laxveiðiáa á Norðvesturlandi eftir slysasleppingar úr sjókvíeldum. Hafrannsóknarstofnun segir líklega strokulaxa hafa sést í teljurum í ám og birti í dag mynd af þessum lax sem veiddist í Laugardalsá í síðustu viku og er talinn vera eldislax. 30.8.2023 20:56
Segir aukningu á lekanda vera áhyggjuefni Mikil aukning hefur orðið á greindum tilfellum lekanda hér á landi og segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir það vera áhyggjuefni. Á síðasta ári greindust 158 einstaklingar með lekanda samkvæmt ársskýrslu sóttvarna fyrir síðasta ár. 30.8.2023 12:25
Óveðrið um helgina gæti komið af stað öðru hlaupi Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna Skaftárhlaups og lögreglan á Suðurlandi hefur ákveðið að loka nokkrum vegum á svæðinu. Bóndi á Ytri Ásum við Skaftá hafa verið óvenju hraðan snemma í morgun en orðið hefðbundnari í dag. 29.8.2023 23:00
„Það er okkar einlægi vilji að gera betur“ Yfirlæknir Livio segir reynslusögur kvenna af slæmri þjónustu fyrirtækisins teknar alvarlega og að þær verði notaðar sem hvati til að gera betur. Meðferðirnar séu krefjandi og oftar en ekki þurfi að endurtaka þær. 29.8.2023 21:01
Verkefni af þessari stærðargráðu þurfi að vinna með faglegum hætti Formaður BHM telur mikilvægt að áform ríkisstjórnarinnar um hagræðingu í ríkisrekstri fari fram með faglegum hætti og sé studd með málefnalegum rökum 29.8.2023 13:24
„Eins og að segja við manneskju sem notar gleraugu að taka gleraugnafrí“ Konur með ADHD segja ófáanlegt lyf hafa breytt lífi þeirra og gefa lítið fyrir ráðleggingar forstjóra Lyfjastofnunar um að fólk taki sér lyfjafrí. Á föstudaginn greindum við frá því að ADHD lyfið Elvanse í styrkleika þrjátíu og fimmtíu milligrömm væri ófáanlegt og það sama ætti við um samheitalyfið. Þrátt fyrir að skorturinn væri alþjóðlegur hafi hann komið fram fyrr hér á landi en annars staðar. 27.8.2023 19:09
Rúmlega hálfrar milljóna króna búnaði björgunarsveitar stolið Björgunarsveitin Ingunn á Laugavatni metur tjón sitt upp á rúmlega hálfa milljón króna vegna innbrots í húsnæði sveitarinnar á dögunum. Formaður sveitarinnar segir tækjum og tólum sem notuð eru við leit og björgun hafa verið stolið. 27.8.2023 13:50
Hvetur eldra fólk og áhættuhópa til að þiggja bólusetningu í haust Undanfarnar vikur hefur orðið mikil fjölgun Covid smitaðra hér á landi. Sóttvarnalæknir segir ólíklegt að grípa þurfi til aðgerða en hvetur eldra fólk og áhættuhópa til að þiggja bólusetningu vegna Covid í haust 27.8.2023 12:33
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti