„Eins og að segja við manneskju sem notar gleraugu að taka gleraugnafrí“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 27. ágúst 2023 19:09 Vinkonurnar Birna Sif Kristínardóttir og Bryndís Ottesen eiga það sameiginlegt að hafa greinst með ADHD á fullorðinsaldri. Vísir/Ívar Konur með ADHD segja ófáanlegt lyf hafa breytt lífi þeirra og gefa lítið fyrir ráðleggingar forstjóra Lyfjastofnunar um að fólk taki sér lyfjafrí. Á föstudaginn greindum við frá því að ADHD lyfið Elvanse í styrkleika þrjátíu og fimmtíu milligrömm væri ófáanlegt og það sama ætti við um samheitalyfið. Þrátt fyrir að skorturinn væri alþjóðlegur hafi hann komið fram fyrr hér á landi en annars staðar. Forstjóri Lyfjastofnunar, sagði gífurlega aukningu hafa orðið í notkun lyfsins og að erfitt hafi reynst að birgðastýra því. Þá hafi einnig komið upp framleiðslu- og flutningsvandamál. Brýnt væri að fólk sem fyndi fyrir skortinum notaði ekki annarra manna lyf og tæki sér frekar lyfjafrí eða ráðfærðu sig við lækni varðandi önnur lyf. Reynir að drýgja lyfið Afleiðingar lyfjaskortsins er að fólk sem tekur lyfið að staðaldri minnkar venjulega dagsskammta til að drýgja lyfið, hættir að taka lyfið eða sækir í önnur lyf sem jafnvel henta því alls ekki. „Ég er svona farin að reyna taka eins marga lyfjalausa daga og ég get. Ég tek hálfan skammt flesta daga,“ segir Bryndís Ottesen, ráðgjafi og hlaðvarpsstýra, sem hefur verið á Elvanse í um ár. Hún segir óljóst hvenær ný sending af Elvanse er væntanleg, dagsetningarnar hafi dregist. Kvíði án lyfja Birna Sif Kristínardóttir, markþjálfi og hlaðvarpsstýra, segist sjálf búin með sinn skammt. „Þannig núna er ég í rauninni komin á annan lyfjastyrk sem hentar mér alls ekki jafn vel, þannig þetta er búið að vera mikið púsl.“ Bryndís og Birna eiga það sameiginlegt að hafa fengið ADHD greiningu á fullorðinsaldri. Eftir að hafa prófað ýmis lyf var niðurstaðan Elvanse, þær segja lyfið hafi gefið þeim nýtt líf. Lyfjaskortur hafi áhrif á alla þætti daglegs lífs. „Maður finnur fyrir meiri kvíðaeinkennum og fer svolítið í svona gamlar venjur áður en maður fékk greiningu og lyfin sín,“ segir Birna go bætir við: „Og maður nær ekki að halda öllum boltum á lofti eins vel og á lyfjunum. Erfitt að halda einbeitingu, sinna börnunum, koma þeim í skólann. Þetta tikkar í öll box í hinu daglega lífi.“ Lyfjafrí ekki einfalt Vinkonurnar eru sammála um að ráðleggingar forstjóra Lyfjastofnunar um lyfjafrí eða önnur lyf séu ekki svo einfaldar. „Það var nú einhver sem orðaði þetta mjög heppilega á Facebook sem sagði að þetta væri eins og að segja við manneskju sem notar gleraugu og brýtur þau að taka gleraugnafrí. Þetta er ekki þannig að það sé ekkert mál að taka lyfjafrí og ég tala nú ekki um að fá rétt lyf. Ég var alveg í tvö ár að finna út úr því hvaða lyf hentuðu fyrir mig,“ segir Bryndís. Mikil umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum um lyfjaskortinn og ljóst að margir eru í vandræðum. Bryndís og Birna segja skortinn haft miklar afleiðingar fyrir marga ef hann varir lengi. „Þetta rífur upp svo mörg gömul sár, fólk fer að leita að dópamíni og það fer að leita í mat eða áfengi eða allskonar fíkn. Mikil vanlíðan sem getur fylgt þessu,“ segir Birna. Geðheilbrigði Heilbrigðismál Lyf ADHD Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Fleiri fréttir Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Sjá meira
Forstjóri Lyfjastofnunar, sagði gífurlega aukningu hafa orðið í notkun lyfsins og að erfitt hafi reynst að birgðastýra því. Þá hafi einnig komið upp framleiðslu- og flutningsvandamál. Brýnt væri að fólk sem fyndi fyrir skortinum notaði ekki annarra manna lyf og tæki sér frekar lyfjafrí eða ráðfærðu sig við lækni varðandi önnur lyf. Reynir að drýgja lyfið Afleiðingar lyfjaskortsins er að fólk sem tekur lyfið að staðaldri minnkar venjulega dagsskammta til að drýgja lyfið, hættir að taka lyfið eða sækir í önnur lyf sem jafnvel henta því alls ekki. „Ég er svona farin að reyna taka eins marga lyfjalausa daga og ég get. Ég tek hálfan skammt flesta daga,“ segir Bryndís Ottesen, ráðgjafi og hlaðvarpsstýra, sem hefur verið á Elvanse í um ár. Hún segir óljóst hvenær ný sending af Elvanse er væntanleg, dagsetningarnar hafi dregist. Kvíði án lyfja Birna Sif Kristínardóttir, markþjálfi og hlaðvarpsstýra, segist sjálf búin með sinn skammt. „Þannig núna er ég í rauninni komin á annan lyfjastyrk sem hentar mér alls ekki jafn vel, þannig þetta er búið að vera mikið púsl.“ Bryndís og Birna eiga það sameiginlegt að hafa fengið ADHD greiningu á fullorðinsaldri. Eftir að hafa prófað ýmis lyf var niðurstaðan Elvanse, þær segja lyfið hafi gefið þeim nýtt líf. Lyfjaskortur hafi áhrif á alla þætti daglegs lífs. „Maður finnur fyrir meiri kvíðaeinkennum og fer svolítið í svona gamlar venjur áður en maður fékk greiningu og lyfin sín,“ segir Birna go bætir við: „Og maður nær ekki að halda öllum boltum á lofti eins vel og á lyfjunum. Erfitt að halda einbeitingu, sinna börnunum, koma þeim í skólann. Þetta tikkar í öll box í hinu daglega lífi.“ Lyfjafrí ekki einfalt Vinkonurnar eru sammála um að ráðleggingar forstjóra Lyfjastofnunar um lyfjafrí eða önnur lyf séu ekki svo einfaldar. „Það var nú einhver sem orðaði þetta mjög heppilega á Facebook sem sagði að þetta væri eins og að segja við manneskju sem notar gleraugu og brýtur þau að taka gleraugnafrí. Þetta er ekki þannig að það sé ekkert mál að taka lyfjafrí og ég tala nú ekki um að fá rétt lyf. Ég var alveg í tvö ár að finna út úr því hvaða lyf hentuðu fyrir mig,“ segir Bryndís. Mikil umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum um lyfjaskortinn og ljóst að margir eru í vandræðum. Bryndís og Birna segja skortinn haft miklar afleiðingar fyrir marga ef hann varir lengi. „Þetta rífur upp svo mörg gömul sár, fólk fer að leita að dópamíni og það fer að leita í mat eða áfengi eða allskonar fíkn. Mikil vanlíðan sem getur fylgt þessu,“ segir Birna.
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Lyf ADHD Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Fleiri fréttir Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Sjá meira