Vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt til skoðunar Helena Rós Sturludóttir skrifar 4. september 2023 17:35 Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjóri á Suðurnesjum. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lítur mál unglingspilts á Ljósanótt í Reykjanesbæ sem snýr að vinnubrögðum lögreglu alvarlegum augum. Móðir drengsins hefur sakað lögreglu um kynþáttahatur. Málið varðar ferð tveggja sautján ára pilta á bæjarhátíðina Ljósanótt í Reykjanesbæ. Vísir fjallaði um málið í gærkvöldi og ræddi við móður annars drengsins. Hún lýsti því hvernig lögreglan hefði veist að öðrum drengnum, syni hennar, sem er dökkur á hörund. Móðir hins drengsins sem lögreglan lét afskiptalausan greindi frá málinu á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi og hafa viðbrögð almennings verið mikil. Hún lýsir því hvernig lögregla hafi að ósekju fært vin sonar hennar upp að vegg og látið fíkniefnahund leita á honum. Móðir drengsins vildi ekki koma fram undir nafni til að vernda son sinn. Hún sakar lögreglu um rasisma og hefur krafist skýringa á málinu. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, frétti fyrst af málinu í morgun. „Við erum sannarlega að skoða þetta tilvik hér innanhúss og ég mun senda þessa kvörtun, þetta er klárlega kvörtun sem kemur þarna fram, ég hef auðvitað áhyggjur af henni og þykir þetta ekki gott,“ segir Úlfar og bætti við að lögreglan myndi hafa samband við forráðamenn drengsins. Margir hafa brugðist við færslu annars drengsins og segja vinnubrögð lögreglu ekki einsdæmi. Úlfar segist ekki kannast við kynþáttahatur innan lögreglunnar á Suðurnesjum. „Ég kannast nú ekki við það og það hefur nú ekki verið lenskan hér hjá þessu embætti. Allavega ekki þann tíma sem ég hef verið starfandi. Það hefur ekki verið vandamál. En þegar svona kemur upp þá er það auðvitað skylda mín sem lögreglustjóra er að fara vandlega yfir málið og það er það sem ég kem til með að gera,“ segir Úlfar. Lögreglan Reykjanesbær Kynþáttafordómar Lögreglumál Ljósanótt Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Sjá meira
Málið varðar ferð tveggja sautján ára pilta á bæjarhátíðina Ljósanótt í Reykjanesbæ. Vísir fjallaði um málið í gærkvöldi og ræddi við móður annars drengsins. Hún lýsti því hvernig lögreglan hefði veist að öðrum drengnum, syni hennar, sem er dökkur á hörund. Móðir hins drengsins sem lögreglan lét afskiptalausan greindi frá málinu á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi og hafa viðbrögð almennings verið mikil. Hún lýsir því hvernig lögregla hafi að ósekju fært vin sonar hennar upp að vegg og látið fíkniefnahund leita á honum. Móðir drengsins vildi ekki koma fram undir nafni til að vernda son sinn. Hún sakar lögreglu um rasisma og hefur krafist skýringa á málinu. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, frétti fyrst af málinu í morgun. „Við erum sannarlega að skoða þetta tilvik hér innanhúss og ég mun senda þessa kvörtun, þetta er klárlega kvörtun sem kemur þarna fram, ég hef auðvitað áhyggjur af henni og þykir þetta ekki gott,“ segir Úlfar og bætti við að lögreglan myndi hafa samband við forráðamenn drengsins. Margir hafa brugðist við færslu annars drengsins og segja vinnubrögð lögreglu ekki einsdæmi. Úlfar segist ekki kannast við kynþáttahatur innan lögreglunnar á Suðurnesjum. „Ég kannast nú ekki við það og það hefur nú ekki verið lenskan hér hjá þessu embætti. Allavega ekki þann tíma sem ég hef verið starfandi. Það hefur ekki verið vandamál. En þegar svona kemur upp þá er það auðvitað skylda mín sem lögreglustjóra er að fara vandlega yfir málið og það er það sem ég kem til með að gera,“ segir Úlfar.
Lögreglan Reykjanesbær Kynþáttafordómar Lögreglumál Ljósanótt Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Sjá meira