Tæplega þriðjungur smitaðra hefur náð bata Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19 sjúkdómnum eru nú alls 1.486 hér á landi. Af þeim eru 1.054 nú smitaðir. Staðfestum smitum fjölgaði um 69 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær en þá var greint frá 53 nýjum smitum. 5.4.2020 12:42
Ástralar hefja rannsókn á skemmtiferðaskipinu Ruby Princess Hafin er rannsókn á því í Ástralíu hvers vegna farþegar skemmtiferðaskipsins Ruby Princess fengu að fara frá borði í Sydney þrátt fyrir að hafa sýnt flensueinkenni. 5.4.2020 11:47
Eldur í klæðningu tanks á Sævarhöfða Mikill eldur kviknaði í malbikunarstöðinni Höfða á Sævarhöfða í morgun. 5.4.2020 11:19
96% Íslendinga treysta almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum til að takast á við COVID-19 Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups treystir um 96% Íslendinga almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum á Íslandi til að takast á við COVID-19 sjúkdóminn. 5.4.2020 10:02
Lögreglumenn lausir úr sóttkví eftir útkall vegna bílveltu Þrír sluppu með minniháttar meiðsl í umferðarslysi við Þingvelli í nótt. Fólkið í bílnum átti að vera í sóttkví og var grunur um kórónuveirusmit hjá einu þeirra. Lögreglumenn og sjúkraflutningamenn sem kallaðir voru á vettvang þurftu því að fara í úrvinnslusóttkví eftir að hafa sinnt fólkinu. Sýni 4.4.2020 16:26
430 batnað af COVID-19 Alls hafa greinst 1.417 einstaklingar með kórónuveiruna hér á landi en af þeim hafa 430 náð bata samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Landspítalans. 1.017 einstaklingar eru smitaðir að svo stöddu og eru í einangrun. Af þeim liggja fjörutíu inni á Landspítala. 4.4.2020 15:04
Smit orðin 1.417 hér á landi Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19 sjúkdómnum eru nú alls 1.417 hér á landi. Af þeim eru 1.017 nú smitaðir. Staðfestum smitum fjölgaði um 53 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær en þá var greint frá 45 nýjum smitum. 4.4.2020 13:06
Svona var 35. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn kl. 14:00 í dag að Skógarhlíð 14. Að venju verða Alma Möller, landlæknir, og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, á staðnum til að upplýsa landsmenn um þróun mála með tilliti til kórónuveirunnar hér á landi. 4.4.2020 13:00
Breytingar vegna kórónuveiru gætu haft áhrif á 225 hælisleitendur Um 225 hælisleitendur gætu orðið fyrir áhrifum af breyttu mati Útlendingastofnunar á því hvort mál einstaklinganna eigi að taka til efnismeðferðar vegna aðstæðnanna sem skapast hafa vegna kórónuveirufaraldursins. 4.4.2020 11:20
Ólíklegt að útgöngubanni verði aflétt fyrr en í lok maí Ólíklegt er að útgöngubanninu sem nú gildir í Bretlandi verði lyft fyrr en í lok maí. Háttsettur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar segir mikilvægast að hægja á útbreiðslu veirunnar og tryggja að hægt sé að raðgreina veiruna. 4.4.2020 10:43