Innlent

430 batnað af CO­VID-19

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
430 hefur batnað eftir að hafa smitast af kórónuveirunni hér á landi.
430 hefur batnað eftir að hafa smitast af kórónuveirunni hér á landi. Vísir/Vilhelm

Alls hafa greinst 1.417 einstaklingar með kórónuveiruna hér á landi en af þeim hafa 430 náð bata samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Landspítalans. 1.017 einstaklingar eru smitaðir að svo stöddu og eru í einangrun. Af þeim liggja fjörutíu inni á Landspítala.

Nú liggja tíu sjúklingar með COVID-19 á gjörgæslu og átta eru í öndunarvél. Fjórtán sjúklingar á Landspítalanum eru í sóttkví en þrjátíu og sex sjúklingar sem greindir hafa verið með kórónuveiruna hafa verið útskrifaðir af Landspítala.

Í dag eru 128 starfsmenn Landspítalans í sóttkví og þrjátíu í einangrun. Þá eru 921 fullorðnir einstaklingar í eftirliti hjá sérstakri COVID-19 göngudeild og 103 börn. Fjögur hundruð og þrjátíu einstaklingum hefur batnað af COVID-19 sjúkdómnum og þrír látist á Landspítala, auk ástralska ferðamannsins sem lést á Húsavík um miðjan mars.


Tengdar fréttir

Mikilvægt að hlúa að geðheilsu

Mikilvægt er að huga að geðheilsu á þessum óhefðbundnu og erfiðu tímum. Við eigum að hlúa hvert að öðru og að sjálfum okkur.

Smit orðin 1.417 hér á landi

Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19 sjúkdómnum eru nú alls 1.417 hér á landi. Af þeim eru 1.17 nú smitaðir. Staðfestum smitum fjölgaði um 53 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær en þá var greint frá 45 nýjum smitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×