Lögreglumenn lausir úr sóttkví eftir útkall vegna bílveltu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. apríl 2020 16:26 Lögreglumennirnir sem kallaðir voru á vettvang voru settir í úrvinnslusóttkví þar sem grunur lék á kórónuveirusmiti meðal farþega bílsins sem valt. vísir/vilhelm Þrír sluppu með minniháttar meiðsl í umferðarslysi við Þingvelli í nótt. Fólkið í bílnum átti að vera í sóttkví og var grunur um kórónuveirusmit hjá einu þeirra. Lögreglumenn og sjúkraflutningamenn sem kallaðir voru á vettvang þurftu því að fara í úrvinnslusóttkví eftir að hafa sinnt fólkinu. Sýni úr farþeganum reyndist í dag vera neikvætt og eru viðbragðsaðilar því komnir úr sóttkví. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við fréttastofu að þetta hafi reynst lögreglunni erfitt, sérstaklega þar sem ráðstafanir hafi verið gerðar og lögreglumenn megi ekki flakka á milli vakta. „Við þurftum að ræsa út aukafólk í nótt til að dekka þessa sem duttu út. Sem betur fer fengum við svo niðurstöður upp úr hádegi í dag að sýnin voru í lagi þannig að þau geta mætt aftur á vakt í kvöld,“ segir Sveinn. Senda þurfti tvo lögreglumenn og fjóra sjúkraflutningamenn í úrvinnslusóttkví eftir bílveltuna að sögn Sveins. Lögreglumaður frá Hvolsvelli var kallaður á vaktina og var hann með eftirlit á vegum en fór ekki inn á lögreglustöðina á Selfossi. „Þetta er ekki bara svona hjá okkur. Alls staðar er það þannig að lögreglan er að skipta upp öllum vinnustöðum, það hittast engar vaktir og það eru engar samgöngur á milli vakta. Þannig að það er mjög erfitt hjá okkur þegar það dettur út mannskapur. Ef það dettur út ein vakt þá eigum við engan mannskap á lager til að fara inn á vaktina.“ Víðir Reynisson, hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, ítrekaði á upplýsingafundi í dag að fólk í sóttkví ætti að halda sig heima við. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu kom fram að þrír sjúkraflutningamenn hafi verið í sóttkví en þetta hefur nú verið leiðrétt. Þingvellir Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bláskógabyggð Lögreglan Tengdar fréttir Ekki í boði að gera ekki neitt Ekkert liggur fyrir um það hvort til greina komi að útvíkka löggjöf um laun í sóttkví að sögn félags- og barnamálaráðherra. Forseti Alþýðusambands Íslands segir nauðsynlegt að réttarstaða viðkvæmra hópa verði tryggð. 4. apríl 2020 13:00 Um hálft prósent slembiúrtaks ÍE smitað af kórónuveirunni Í dag komu niðurstöður úr 1.200 manna slembiúrtaki sem Íslensk erfðagreining gerði til að greina kórónuveirusmit í samfélaginu. Sex einstaklingar af þessum 1.200 reyndust smitaðir af kórónuveirunni. 3. apríl 2020 22:05 Engin ákvörðun verið tekin um að tryggja fólki í verndarsóttkví launagreiðslur Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort að viðkvæmum einstaklingum og aðstandendum langveikra barna sem fara í verndarsóttkví verði tryggðar launagreiðslur líkt og þeim sem er skipað að fara í sóttkví. 3. apríl 2020 14:13 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
Þrír sluppu með minniháttar meiðsl í umferðarslysi við Þingvelli í nótt. Fólkið í bílnum átti að vera í sóttkví og var grunur um kórónuveirusmit hjá einu þeirra. Lögreglumenn og sjúkraflutningamenn sem kallaðir voru á vettvang þurftu því að fara í úrvinnslusóttkví eftir að hafa sinnt fólkinu. Sýni úr farþeganum reyndist í dag vera neikvætt og eru viðbragðsaðilar því komnir úr sóttkví. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við fréttastofu að þetta hafi reynst lögreglunni erfitt, sérstaklega þar sem ráðstafanir hafi verið gerðar og lögreglumenn megi ekki flakka á milli vakta. „Við þurftum að ræsa út aukafólk í nótt til að dekka þessa sem duttu út. Sem betur fer fengum við svo niðurstöður upp úr hádegi í dag að sýnin voru í lagi þannig að þau geta mætt aftur á vakt í kvöld,“ segir Sveinn. Senda þurfti tvo lögreglumenn og fjóra sjúkraflutningamenn í úrvinnslusóttkví eftir bílveltuna að sögn Sveins. Lögreglumaður frá Hvolsvelli var kallaður á vaktina og var hann með eftirlit á vegum en fór ekki inn á lögreglustöðina á Selfossi. „Þetta er ekki bara svona hjá okkur. Alls staðar er það þannig að lögreglan er að skipta upp öllum vinnustöðum, það hittast engar vaktir og það eru engar samgöngur á milli vakta. Þannig að það er mjög erfitt hjá okkur þegar það dettur út mannskapur. Ef það dettur út ein vakt þá eigum við engan mannskap á lager til að fara inn á vaktina.“ Víðir Reynisson, hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, ítrekaði á upplýsingafundi í dag að fólk í sóttkví ætti að halda sig heima við. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu kom fram að þrír sjúkraflutningamenn hafi verið í sóttkví en þetta hefur nú verið leiðrétt.
Þingvellir Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bláskógabyggð Lögreglan Tengdar fréttir Ekki í boði að gera ekki neitt Ekkert liggur fyrir um það hvort til greina komi að útvíkka löggjöf um laun í sóttkví að sögn félags- og barnamálaráðherra. Forseti Alþýðusambands Íslands segir nauðsynlegt að réttarstaða viðkvæmra hópa verði tryggð. 4. apríl 2020 13:00 Um hálft prósent slembiúrtaks ÍE smitað af kórónuveirunni Í dag komu niðurstöður úr 1.200 manna slembiúrtaki sem Íslensk erfðagreining gerði til að greina kórónuveirusmit í samfélaginu. Sex einstaklingar af þessum 1.200 reyndust smitaðir af kórónuveirunni. 3. apríl 2020 22:05 Engin ákvörðun verið tekin um að tryggja fólki í verndarsóttkví launagreiðslur Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort að viðkvæmum einstaklingum og aðstandendum langveikra barna sem fara í verndarsóttkví verði tryggðar launagreiðslur líkt og þeim sem er skipað að fara í sóttkví. 3. apríl 2020 14:13 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
Ekki í boði að gera ekki neitt Ekkert liggur fyrir um það hvort til greina komi að útvíkka löggjöf um laun í sóttkví að sögn félags- og barnamálaráðherra. Forseti Alþýðusambands Íslands segir nauðsynlegt að réttarstaða viðkvæmra hópa verði tryggð. 4. apríl 2020 13:00
Um hálft prósent slembiúrtaks ÍE smitað af kórónuveirunni Í dag komu niðurstöður úr 1.200 manna slembiúrtaki sem Íslensk erfðagreining gerði til að greina kórónuveirusmit í samfélaginu. Sex einstaklingar af þessum 1.200 reyndust smitaðir af kórónuveirunni. 3. apríl 2020 22:05
Engin ákvörðun verið tekin um að tryggja fólki í verndarsóttkví launagreiðslur Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort að viðkvæmum einstaklingum og aðstandendum langveikra barna sem fara í verndarsóttkví verði tryggðar launagreiðslur líkt og þeim sem er skipað að fara í sóttkví. 3. apríl 2020 14:13