Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Stjórnandi vinsæls gamanþáttar hjá Danska ríkissjónvarpinu, DR, var sagt upp störfum vegna ásakana um kynferðisofbeldi gegn unglingsstúlku. Brotin, sem Jonatan Spang sjálfur gengst ekki við, munu hafa átt sér stað fyrir sextán árum þegar hann var sjálfur 31 árs en stúlkan 15 ára. Hann viðurkennir hins vegar að hafa átt „í nánum kynnum“ við stúlkuna. 24.9.2025 10:08
Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Aztiq, eignarhaldsfélag Róberts Wessman, og aðrir hluthafar í New Alvogen Group Holdings Inc. (NAGH), sem eiga lyfjafyrirtækið Alvogen US í Bandaríkjunum, hafa gengið að tilboði um kaup alþjóðlega lyfjafyrirtækisins Lotus á öllu hlutafé í NAGH. Með viðskiptunum verður til eitt af tuttugu stærstu samheitalyfjafyrirtækjum í heimi. 24.9.2025 08:55
Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Rannsókn vegna grunsamlegrar umferðar dróna við Kastrup flugvöll í Kaupmannahöfn heldur áfram í dag og er málið enn óupplýst. Sérfræðingar hafa sagt algjöra vanþekkingu og skort á getu og fagmennsku einkenna Danmörku á þessu sviði. Danskir fjölmiðlar vekja athygli á því í dag að lagafrumvarp um drónavarnir hafi lengi verið í pípunum en hafi enn ekki orðið að veruleika eftir að hafa velskt um í kerfinu í yfir tvö ár. 24.9.2025 07:50
Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Icelandair aflýsti einni ferð frá Kaupmannahöfn í gærkvöldi og einni vél snúið við aftur til Keflavíkur eftir að hafa verið lent í Álaborg þar sem Kastrup flugvöllur í Kaupmannahöfn var lokaður vegna drónaumferðar í nokkra klukkutíma í gærkvöldi. SAS hefur einnig aflýst ferðum milli Kaupmannahafnar og Keflavíkur en uppákoman hefur ekki haft nein áhrif á áætlunarflug Play. 23.9.2025 10:38
„Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Ekki liggur fyrir hver stýrði drónunum sem urðu þess valdandi að lokað var fyrir alla flugumferð á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í fleiri klukkutíma í gærkvöldi, hvaðan þeir komu eða hvert þeir fóru. Úkraínuforseti segir Rússa bera ábyrgð en danska lögreglan segist ekki vita hvort svo sé. Það sé meðal annars til rannsóknar, en ljóst sé að „gerandi með getu“ hafi verið á ferðinni. Rússar hafna hins vegar ábyrgð. 23.9.2025 07:34
Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Sitjandi borgarfulltrúar Samfylkingarinnar hafa ekki allir gert upp við sig hvort þeir hyggist gefa kost á sér til áframhaldandi setu í borgarstjórn í komandi sveitarstjórnarkosningum í maí. Fastlega er gert ráð fyrir að fram fari prófkjör í einhverri mynd hjá flokknum við val á lista, en nokkuð ákall er uppi um breytingar í borginni. Flestir borgarstjórnarfulltrúar flokksins hafa þegar setið hátt í þrjú kjörtímabil. 22.9.2025 14:49
Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Nokkrir úrskurðir féllu hjá mannanafnanefnd í síðustu viku þar sem kvenkyns nöfnin Seba, Þorbirna og Ívalú voru meðal annars samþykkt og færð í mannanafnaskrá. 22.9.2025 10:59
Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Í fyrsta sinn frá því mælingar hófust reynast fleiri börn og unglingar á skólaaldri á heimsvísu glíma við offitu en undirþyngd samkvæmt nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Eitt af hverjum tíu börnum á heimsvísu glíma við offitu samkvæmt skýrslunni og er markaðssetning mikið unninna matvæla sögð meðal mögulegra sökudólga. 22.9.2025 10:30
Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Tveir nýir stjórnendur hafa verið ráðnir til starfa hjá Símanum. Hjörtur Þór Steindórsson tekur við starfi fjármálastjóra fyrirtækisins og þá hefur Sæunn Björk Þorkelsdóttir verið ráðin framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Símans. 22.9.2025 09:42
Frítt í Strætó um allt land í dag Í tilefni af bíllausa deginum svokallaða sem er í dag verður frítt í Strætó, bæði á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu í dag. 22.9.2025 08:47