Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Síðastliðinn áratug hefur fjölgað í hópi þeirra ungu manna í Danmörku sem velja að neyta ekki áfengis. Þá hefur þeim einnig fækkað sem reykja sígarettur og kannabis en notkun rafretta og nikótínpúða hefur aukist á móti. Þrátt fyrir vísbendingar um að æ fleiri velji að drekka ekki áfengi eru dönsk ungmenni þó enn „Evrópumeistarar í drykkju.“ 3.11.2025 11:35
Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Stillt verður upp á lista Viðreisnar í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Þetta var ákveðið á félagsfundi flokksins í Mosfellsbæ á fimmtudaginn í síðustu viku og var tillaga stjórnar um uppstillingu á lista samþykkt einróma að því er fram kemur í tilkynningu frá Viðreisn. 3.11.2025 10:35
„Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Það er stormur í aðsigi í sjávarútvegi og greinin þarf að búa sig undir brimskafla að mati framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Það sé þó ekki óútreiknanlegri náttúru um að kenna heldur „misvitrum stjórnmálamönnum“ sem telji að hægt sé að auka hagsæld „með því að skattleggja allt í drep.“ 3.11.2025 08:48
Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Þingmenn Framsóknarflokksins og Miðflokksins vilja að reglur um veiðar á nokkrum fuglategundum verði rýmkaðar í því skini að takmarka ágang fuglanna á tún og kornakra. Þá leggja þingmennirnir til að ráðherra geri stjórnunar- og verndaráætlun fyrir álftir og gæsastofna á Íslandi í samvinnu við hagsmunaaðila og Náttúrufræðistofnun. 3.11.2025 07:44
Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Heitavatnslaust varð víða á Suðurnesjum í kvöld eftir að dælustöð fyrir heita vatnið sló út vegna rafmagnstruflunar. Truflunin varð þegar tenging HS Veitna við Landsnet sló út fyrr í kvöld sem jafnframt olli rafmagnsleysi í Grindavík, Vestfjörðum og víðar í dreifikerfinu. 27.10.2025 21:59
Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Íbúi í Ósló sem þurfti að rýma heimili sitt í gær vegna aurskriðu segist hafa verið mjög stressaður þegar hann sá í hvað stefndi og hafi í örvæntingu hlaupið inn og sótt helstu eigur ef allt færi á versta veg. Tvær aurskriður féllu í íbúabyggð í Ósló í gærkvöldi og í morgun og þurftu mörg hundruð að rýma heimili sín. Grjóthnullungar féllu skammt frá Carl Berners-torgi síðdegis í gær og aftur rétt fyrir klukkan níu í morgun að staðartíma. 27.10.2025 21:54
„Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Það er ekki raunhæft að lífeyrissjóðirnir fylli einir í það stóra gat sem myndast á fasteignalánamarkaði í kjölfar viðbragða bankanna við vaxtamálinu svokallaða. Þetta segir dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. Formaður Neytendasamtakanna bendir á að margir lífeyrissjóðir séu enn að veita verðtryggð lán og það kæmi honum mjög á óvart ef sjóðirnir skorist undan því að veita félagsmönnum sínum hagstæð lán. 27.10.2025 20:57
Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Lögreglan á Suðurnesjum varar við ferðum á Fagradalsfjall og ráðleggur ferða- og göngufólki að fresta ferðum inn á svæðið næstu tvo daga. Slæm veðurspá gefi tilefni til að vara við ferðum inn á svæðið en búist er við hvössum vindi, snjókomu eða slyddu og versnandi skyggni. 27.10.2025 18:03
Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Kristmund Stefán Einarsson í embætti lögreglustjóra á Austurlandi. Skipun Kristmundar tekur gildi þann 1. nóvember næstkomandi. 27.10.2025 17:22
Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Netöryggissveit CERT-IS varar við umfangsmikilli svikaherferð sem hefur herjað á íslensk fyrirtæki og einstaklinga undanfarna daga. Árásirnar hafa beinst gegn tugum, jafnvel hundruðum, íslenskra fyrirtækja undanfarin misseri, en svikahrapparnir reyna með aðferðinni að hafa bæði fé og upplýsingar af fórnarlömbum sínum. Brýnt sé að ganga úr skugga um að reikningar sem berast með tölvupósti komi frá traustum sendanda, en svikin sem hér um ræðir þykja trúverðug og sannfærandi, enda send frá netfangi raunverulegra einstaklinga sem svikarar hafa brotist inn í. 24.10.2025 14:57