Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Minni kraftur í þessu saman­borið við fyrri gos“

Gregory Paul De Pascale dósent við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, segir koma á óvart hve lítill kraftur er í eldgosinu sem hófst í morgun skammt frá Grindavík, samanborið við þrjú síðustu eldgos á Sundhnúksgígaröðinni. Það komi nokkuð á óvart og gæti verið til markst um að eldgosið standi yfir í lengri tíma, en erfitt sé þó að spá fyrir um það á þessum tímapunkti.

Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raun­gerast

Neyðarstig vegna eldgoss sem hófst á Sundhnúkagígaröðinni um klukkan tuttugu mínútur í tíu í morgun. Gossprungan virðist nú hægt og rólega vera að stækka bæði til norðurs og suðurs og sprungan teygir sig jafnt og þétt nær Grindavíkurbæ. „Það er staðan. Hún virðist vera að stækka smátt og smátt í báðar áttir og það er bara núverandi staða,“ segir Runólfur Þórhallsson sviðsstjóri hjá almannavörnum.

„Sonur minn hjálpar mér að halda á­fram“

Faðir sem missti eiginkonu sína í árásum Rússa í Úkraínu segir sex ára son sinn hjálpa sér að halda áfram með lífið eftir hörmungarnar sem dunið hafa yfir. Það er hans heitasta ósk að stríðinu ljúki.

Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar á­rásir taka á líkama og sál

Það étur mann upp andlega og líkamlega að segja fréttir frá stríði. Þetta segir Íslendingur búsettur í Úkraínu sem hefur fjallað um stríðið frá upphafi allsherjarinnrásar. Mikilvægt sé að gera sér grein fyrir umfangi stríðsins og því að Úkraína sé ekki aðeins að verja eigin land, heldur einnig Evrópu.

Misstu út­limi í á­rásum en vilja halda á­fram að hjálpa

Fyrir flesta er lítið mál að kveikja ljós, opna hurð og skrúfa frá krana án umhugsunar. Í Týtanóví endurhæfingarmiðstöðinni í höfuðborg Úkraínu er það aftur á móti meðal þess sem hópur særðra hermanna þarf að æfa upp á nýtt. Særðir Úkraínumenn sem vinna að því að ná bata segjast þrá fátt heitar en að stríðinu ljúki og vilja halda áfram að berjast fyrir landið sitt svo lengi sem þess sé þörf. Það sé sárt til þess að hugsa ef samið yrði um falskan frið á forsendum Rússa.

Búast við milljónum tjónatilkynninga vegna stríðsins í Úkraínu

Áætlað er að tjón Úkraínu vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu nemi allt að átta hundruð milljörðum dollara. Íslendingur sem leiðir tjónaskrá Evrópuráðsins vegna Úkraínu áætlar að á bilinu fimm til átta milljónir tjónsbeiðna gætu borist frá fólki sem meðal annars hefur misst heimili sín eða ástvini eða sætt pyndingum og kynferðislegu ofbeldi í stríðinu.

„Þetta er ekki bara okkar stríð“

Umheimurinn þarf að sjá eyðilegginguna og horfast í augu við þær hörmungar sem blasa við vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu. Þetta segir varaborgarstjóri í Poltava þar sem íbúar hafa ekki farið varhluta af árásum Rússa. Íbúar glíma daglega við afleiðingar mannskæðra árása sem gerðar hafa verið á íbúabyggð í borginni síðan stríðið hófst.

Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænu­garði

Það dylst engum sem staddir eru í Kænugarði að það er enn stríð í Úkraínu. Í kvöld hafa loftvarnarviðvaranir vart stoppað og heyra hefur mátt dróna á sveimi yfir borginni og glymjandi hvelli þegar þeir eru skotnir niður. Þegar þetta er skrifað er liðin dágóð stund síðan síðast heyrðust sprengingar úr lofti sem virtust ekki svo ýkja langt frá miðborginni þar sem hópur íslenskra blaðamanna dvelur nú.

Ís­lenskir kaf­bátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum

Eftirspurn hefur rokið upp hjá íslensku fyrirtæki sem framleiðir sjálfstýrða kafbáta undanfarinn misseri, sem framkvæmdastjóri segir að meðal annars megi rekja til vendinga á alþjóðavettvangi. Tæknin nýtist í margvíslegum tilgangi, meðal annars í vísindarannsóknir, vöktun mikilvægra innviða og við sprengjuleit.

„Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálf­stæði hún vill“

Stjórnarandstöðuflokkarnir unnu stórsigur í þingkosningum á Grænlandi í gær. Demókratar þrefölduðu fylgi sitt frá síðustu kosningum en þetta er í fyrsta sinn sem hægri flokkur vinnur kosningar á Grænlandi. Úrslitin eru til marks um klofning meðal grænlensku þjóðarinnar að sögn Vilborgar Ásu Guðjónsdóttur, alþjóðastjórnmálafræðings og doktorsnema.

Sjá meira