Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki sem þurfa mörg að hugsa hlutina alveg upp á nýtt að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Flækjustig tollafgreiðslu í Bandaríkjunum hefur aukist til muna, og íslensk fyrirtæki eru þegar farin að huga að því að gera breytingar. 26.4.2025 22:30
Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Heimsbyggðin fylgdist grannt með útför Frans páfa sem fram fór í Vatikaninu í dag. Fjöldi þjóðarleiðtoga sótti athöfnina sem er söguleg en friðarumleitanir í Úkraínu voru ræddar í Páfagarði. 26.4.2025 18:16
Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Reykjavíkurborg ver álíka upphæð í öryggisvistanir fyrir tæplega fjörtíu einstaklinga og í sértækan húsnæðisstuðning fyrir 4500 manns. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir og rætt við sviðsstjóra hjá borginni sem segir löngu tímabært að breyta og bæta lagaumhverfi. Borgin sé að sinna verkefni sem henni beri ekki að sinna. 23.4.2025 18:16
Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Ríkisútvarpið fagnar því ef þátttaka Ísrael í Eurovision verður tekin til umræðu á vettvangi Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva að sögn útvarpsstjóra. Rúv hafi þegar upplýst EBU um afstöðu utanríkisráðherra Íslands til þátttöku Ísraels, en ekki er til skoðunar af hálfu Rúv að Ísland sniðgangi keppnina. 22.4.2025 19:02
Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Markaðir í Bandaríkjunum virðast hafa brugðist nokkuð harkalega við ummælum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um seðlabankastjóra landsins. Hagfræðingur segir merki um að yfirlýst markmið Trump með tollastefnu sinni gætu snúist upp í andhverfu sína, í það minnsta til skemmri tíma. 22.4.2025 14:46
„Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Utanríkisráðherra segir óeðlilegt að Ísrael fái að taka þátt í Eurovision, og vill að Ísland beiti sér á vettvangi Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva gegn þátttöku Ísraela. Ráðherra telur þó að Ísland eigi ekki að sniðganga keppnina. 22.4.2025 12:10
Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Frans páfa var minnst víða um heim í dag. Hann var á páfastóli í tólf ár og er minnst sem framsæknum, hógværum talsmanni þeirra sem minna mega sín. Banameinið er sagt vera heilablóðfall. 21.4.2025 18:21
Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Frans páfi er látinn 88 ára að aldri. Hann lést snemma í morgun, á öðrum degi páska, eftir að hafa glímt við alvarleg veikindi síðustu mánuði lífs síns. 21.4.2025 11:45
Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Föstudagurinn langi var haldinn hátíðlegur víða um heim í dag. Mismunandi hefðir tengdar deginum er að finna í öllum heimshornum til að minnast píslargöngu Krists. Meðan Íslendingar létu sér nægja að flagga í hálfa stöng sviðsettu einhverjir Filippseyingar krossfestingu. 18.4.2025 23:02
Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Háskólasamfélagið í Bandaríkjunum er skelkað vegna atlögu stjórnvalda að háskólunum í landinu og fræðimenn þegar lagðir á flótta til annarra landa. Þetta segir dósent við Columbia. Íslenskur nemi við Harvard segir framtíðaráform sín í mögulega í uppnámi en ætlar ekki að láta stjórnast af ótta vegna hótana Trump-stjórnarinnar sem beinast gegn háskólum og erlendum nemendum þeirra. 18.4.2025 19:55