„Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Það þarf að finna nýjar leiðir til að fá Bandaríkjamenn að borðinu hvað varðar friðarumleitanir í Úkraínu að sögn forsætisráðherra. Einnig hvað snýr að viðskiptaþvingunum. Rússar skutu yfir fimm hundruð drónum og tuttugu skotflaugum að Úkraínu í nótt en Volódimír Selenskí Úkraínuforseti segir ekki hægt að trúa öðru en að Pútín vilji halda stríði sínu áfram. 3.9.2025 16:34
Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Ljósabekkjanotkun veldur fleiri húðkrabbameinum en sígarettureykingar valda lungnakrabba að sögn Rögnu Hlínar Þorleifsdóttur húðlæknir. Hún vill sjá enn harðari aðgerðir til að sporna gegn vaxandi ljósabekkjanotkun, til dæmis með skattlagningu en helst banni. 3.9.2025 08:47
Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sækir fund með Selenskí Úkraínuforseta og Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur ásamt öðrum leiðtogum Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í Kaupmannahöfn í dag. 3.9.2025 08:30
Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum Skriðuvakt Veðurstofu Íslands varar við aukinni skriðuhættu á Austurlandi sem rekja má til töluverðrar úrkomu og haustveðurs síðustu sólarhringa. Skriðuvaktin fylgist náið með mælitækjum sínum, einkum á Seyðisfirði og Eskifirði. 2.9.2025 12:47
„Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Borgarstjórnarflokkur Framsóknar hyggst leggja til að borgarstjórn samþykki ályktun á fundi sínum í dag þar sem borgin harmi ummæli sem Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, lét falla í Kastljósi Ríkisútvarpsins í gær. Oddviti flokksins og fyrrverandi borgarstjóri segir fólk sem hafi uppi slík ummæli og viðhorf eigi ekkert erindi í stjórnmál. 2.9.2025 12:18
Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík og formaður skóla- og frístundasviðs, segir að nýr matsferill muni gjörbylta grunnskólum borgarinnar. Þá segir hún að biðlistar eftir leikskólaplássi séu á réttri leið, nánast sé búið að veita öllum átján mánaða og eldri börnum leikskólapláss og umtalsvert færri börn séu á biðlista eftir plássi en áður. 2.9.2025 11:00
Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Ívar Halldórsson lögfræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins. Ívar starfaði áður í rúm ellefu ár hjá Neytendasamtökunum, bæði sem lögfræðingur og stjórnandi ECC á Íslandi. 2.9.2025 10:13
Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Róbert Marshall, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra. Róbert hefur komið víða við á sínum starfsferli og hefur meðal annars verið aðstoðarmaður ríkisstjórnar, fjallaleiðsögumaður og starfað við fjölmiðla. Róbert er þriðji aðstoðarmaður Heiðu Bjargar síðan hún tók við embætti borgarstjóra í febrúar. Róbert hefur störf í dag. 2.9.2025 08:27
Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Þrjátíu starfsmönnum PCC á Bakka hefur verið sagt upp, til viðbótar við þá áttatíu sem þegar hafði verið sagt upp störfum, vegna rekstrarstöðvunar og vaxandi óvissu í rekstrarumhverfi fyrirtækisins. Enn störfuðu 48 hjá fyrirtækinu eftir að ráðist var í síðustu uppsagnir en nú hefur þrjátíu þeirra verið sagt upp. 2.9.2025 07:21
„Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upp á síðkastið orðið vör við alvarlegar fjárkúgunaraðferðir sem beinast gegn landsmönnum á öllum aldri og kynjum. Svo virðist sem margir hræðist afleiðingarnar sem hótað er með svokallaðri kynlífskúgun (e. sextortion) og greiði jafnvel háar upphæðir til fjárkúgara. 2.9.2025 07:02