Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Á morgun ganga Grænlendingar til þingkosninga sem verða, að sögn formanns landstjórnarinnar, þær örlagaríkustu síðari tíma. Grænlendingar hafa setið undir stöðugum hótunum um innlimun inn í Bandaríkin og spurningin um sjálfstæði brennur á allra vörum. 10.3.2025 22:30
Heiða liggur enn undir feldi Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún ætli að halda áfram sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga samhliða starfi borgarstjóra. Laun Heiðu Bjargar hafa vakið mikil viðbrögð, en um helgina kom fram í fréttum að laun fyrir formennsku hjá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga hafi hækkað um fimmtíu prósent frá árinu 2023. 10.3.2025 12:15
Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Þrír hafa látið lífið í umferðarslysum á síðustu fjórum dögum, þar á meðal barn á öðru aldursári. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við aðstoðaryfirlögregluþjó á Austurlandi sem segir aðdraganda banaslyss sem varð í Berufirði í dag enn til rannsóknar. 9.3.2025 18:25
Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Laun formanns sambands íslenskra sveitarfélaga hafa ekki hækkað um 170 prósent á tveimur árum, líkt og kom fram í fjölmiðlum í gær, heldur hækkuðu þau einungis um tæp fimmtíu prósent. Fjallað verður nánar um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag en sambandið sendi frá sér rangar upplýsingar um launin í síðustu viku. 9.3.2025 11:46
Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu sem var handtekinn í lok janúar, var leystur úr haldi í dag. Forsetinn var settur af og ákærður eftir að hann reyndi að koma á herlögum í landinu í desember. Hann á þó enn dómsmál yfir höfði sér en ákvörðun um varðhald yfir honum var felld úr gildi á lagatæknilegum grundvelli. 8.3.2025 19:18
„Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Laun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa hækkað um 170 prósent á tveimur árum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við formann Eflingar sem segir hækkunina óskiljanlega og óréttlætanlega. 8.3.2025 18:14
Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Tólf eru særðir eftir skotárás á bar í Toronto í Kanada í gærkvöldi. Þriggja manna er enn leitað sem grunaðir eru um árásina. Yfirvöld í Toronto segja sex hafa orðið fyrir skoti en hinir sex slösuðust við það að reyna að flýja eða fengu í sig glerbrot. 8.3.2025 15:34
Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Enn eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Reykjanesi, en landris heldur áfram. Eldgos gæti hafist með mjög skömmum fyrirvara en líklegast þykir að kvika kæmi fyrst upp á svæðinu milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells. Benedikt Ófeigsson náttúruvársérfræðingur telur að nú sé lokakafl eldsumbrota á Sundhnúksgígaröðinni líklega hafinn. 8.3.2025 14:18
Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Mikil óvissa ríkir á alþjóðasviðinu eftir aðgerðir Bandaríkjaforseta í tollamálum. Komi til tollastríðs milli ríkja Evrópusambandsins og Bandaríkjanna er versta sviðsmynd Íslendinga að „klemmast einhvern veginn á milli“ að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. 7.3.2025 20:24
Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum Nýbökuð móðir segist upplifa lífið sem stofufangelsi þar sem hún fái ekki þá þjónustu sem hún á lögbundinn rétt á. Rætt verður við konuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir en hún hefur nú beðið í tvö ár eftir NPA-þjónustu. 7.3.2025 18:14