Reynsla íslenskra karlmanna af slaufun: „Ég fékk morðhótanir og fólk var að segja mér að drepa mig“ „Að geta bara ekkert gert, geta ekki borið hönd fyrir höfuð mér, geta ekki sagt neitt og vera bara dæmdur og einhvern veginn ærulaus og ónýtur. Það var það erfiðasta,“ segir íslenskur karlmaður sem varð fyrir slaufun eftir að hafa verið ásakaður opinberlega um kynferðisofbeldi. 14.1.2023 10:01
Telja Sigrúnu ekki hafa brotið siðareglur lögmanna Úrskurðarnefnd lögmanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sigrún Jóhannsdóttir lögmaður hafi í störfum sínum ekki gert á hlut Steinbergs Finnbogasonar lögmanns, með háttsemi sem stríðir gegn lögum eða siðareglum lögmanna. 12.1.2023 15:35
Vera ráðin framkvæmdastjóri Myndstefs Vera Sveinbjörnsdóttir lögfræðingur hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Myndstefs. Í fréttatilkynningu kemur fram að Vera hafi umfangsmikla reynslu af stjórnsýslu og verkefnastjórnun. 12.1.2023 12:55
Skattamálum Samherja lokið með sátt Skatturinn hefur lokið rannsókn sem tók til bókhalds og skattskila samstæðu Samherja hf. árin 2010-2018 þar sem öll gögn í rekstri þeirra félaga voru ítarlega yfirfarin. Úttektinni lýkur í sátt á milli skattrannsóknarstjóra og Samherja. Þessar málalyktir felast í endurálagningu Skattsins á félög í samstæðu Samherja vegna rekstraráranna 2012-2018. 12.1.2023 12:40
Nú er hægt að nálgast vegabréfsupplýsingar rafrænt Íslendingum gefst nú kostur á að nálgast vegabréfsupplýsingar sínar og barna sinna inni á Ísland.is. Um er að ræða samstarfsverkefni Stafræns Íslands, Þjóðskrár og Sýslumanna. 11.1.2023 12:39
Óvænt uppgötvun á hótelherbergi í Reykjavík Meðfylgjandi myndskeið hefur vakið talsverða athygli og umtal eftir að breskur áhrifavaldur að nafni Annchririsu birti það á Tiktok síðastliðinn fimmtudag. 10.1.2023 20:30
Reykjanesbær tekur á móti 350 flóttamönnum Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, hafa undirritað samning um samræmda móttöku flóttafólks í Reykjanesbæ. Samningurinn var undirritaður í Ráðhúsi Reykjanesbæjar í gær og kveður á um að Reykjanesbær taki í samstarfi við stjórnvöld á móti allt að 350 flóttamönnum. 10.1.2023 16:03
Hraðlestin opnar í húsnæði CooCoo‘s Nest á Granda „Þegar ljóst var að þau höfðu gert upp hug sinn og að CooCoo's Nest yrði ei meir, þá var það besta í stöðunni að grípa þetta góða tækifæri fyrir okkar veitingahús,“ segir Chandrika Gunnarsson, annar stofnandi og eigandi veitingastaðanna Austur Indíafjelagið og Hraðlestin. Hraðlestin mun opna nýjan stað á Granda í vor, þar sem áður var veitingahúsið CooCoo‘s Nest. Um er að ræða fjórða útibú Hraðlestarinnar á höfuðborgarsvæðinu. 10.1.2023 13:42
Play hefur áætlunarflug til Toronto í júní Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugsætum til Toronto í Kanada en áætlunarflug þangað hefst þann 22. júní. Toronto er fimmti áfangastaður Play í Norður-Ameríku. Flogið verður alla daga vikunnar á Hamilton International flugvöll. 10.1.2023 11:27
Lögreglan lýsir eftir Modestas Antanavicius Lögreglan á Vesturlandi lýsir eftir Modestas Antanavicius, 46 ára karlmanni. 10.1.2023 11:16