Skora á Íslandspóst að halda áfram rekstri póstafgreiðslu í Mjóddinni Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 20. mars 2023 18:23 Pósturinn hefur verið í Mjóddinni í tæpa þrjá áratugi. Vísir/Vilhelm Borgarstjórn Reykjavíkur skorar á Íslandspóst ohf. að halda áfram rekstri póstafgreiðslu í Mjóddinni í Breiðholti. Í tillögu sem tekin verður fyrir á fundi borgarstjórnar á morgun kemur meðal annars fram að þrátt fyrir fyrirhugaðar breytingar sé ljóst að rekstur pósthúsa verður áfram veigamikill hluti af starfsemi fyrirtækisins. Þá séu fyrirhugaðar breytingar slæmar fyrir flesta þá sem eiga erindi í póstafgreiðslu og hyggjast nota almenningssamgöngur til þess. Líkt og fram kom í frétt Vísis þann 27. febrúar síðastliðinn hyggst Pósturinn loka pósthúsum á næstunni og meðal þeirra sem hverfa á braut er pósthús Breiðhyltinga í Mjódd og Ólsara í Ólafsvík. Forstjóri Póstsins segir breytingarnar í takt við breyttar þarfir og kröfur neytenda. Pósturinn hefur verið í Mjóddinni í tæpa þrjá áratugi. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er flutningsmaður fyrrnefndrar tillögu. Fram kemur í tillögunni að póstafgreiðslan í Mjóddinni þjóni Breiðholti, sem er fjölmennasta hverfi Reykjavíkur og landsins alls, með um 23 þúsund íbúa. Staðsetning póstafgreiðslunnar í Mjóddinni sé auk þess hentug fyrir marga aðra en íbúa Breiðholts þar sem hún er mjög miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og rekin í tengslum við vinsæla verslunarmiðstöð. Með tillögunni er lagst gegn því að Íslandspóstur hagræði í rekstri sínum en „áform um lokun fjölsóttrar póstafgreiðslu í fjölmennasta hverfi landsins orkar þó tvímælis á sama tíma og Pósturinn hyggst áfram reka margar póstafgreiðslur í fámennum byggðarlögum víðs vegar um land.“ Þá er tekið fram að auk þess að vera hluti af fjölsóttri verslunarmiðstöð þá liggi póstafgreiðslan í Mjódd afar vel við almenningssamgöngum þar sem hún er starfrækt í stærstu skiptistöð Strætó bs. Óhentugra fyrir gangandi vegfarendur og strætófarþega Fram kemur að þrátt fyrir ýmsar nýjungar í póstþjónustu er gert ráð fyrir að margir muni áfram nýta sér þjónustu pósthúsa. Það eigi ekki síst við um eldra fólk sem og ýmsa sem hafa ekki bíl til umráða. Fyrir slíka hópa sé mun greiðari aðgangur að Mjóddinni vegna öflugra almenningssamgangna en að Dalvegi. „Sjö strætisvagnaleiðir fara nú um Mjódd eða hafa þar endastöð, þar af þrjár stofnleiðir. Mjóddin hefur þannig góðar tengingar við öll hverfi höfuðborgarsvæðisins. Auk þess er Mjódd miðstöð fólksflutninga út á land þar sem allar helstu leiðir landsbyggðarstrætós hafa upphafs- og endastöð þar. Ljóst er að pósthúsið við Dalveg hentar gangandi vegfarendum og strætófarþegum mun síður en núverandi póstafgreiðsla í Mjóddinni. Tvær strætisvagnaleiðir (24, 28) liggja nú um Dalveg. Hvorug þeirra er stofnleið og önnur innanbæjarleið í Kópavogi án tengingar við Mjódd eða önnur sveitarfélög. Því er ljóst að strætótengingar við pósthúsið á Dalvegi eru fremur fátæklegar. Þrjár strætisvagnaleiðir, þar af ein stofnleið (4, 21 og 24), tengja Mjóddina hins vegar við hverfi Kópavogs.“ Pósturinn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Líkt og fram kom í frétt Vísis þann 27. febrúar síðastliðinn hyggst Pósturinn loka pósthúsum á næstunni og meðal þeirra sem hverfa á braut er pósthús Breiðhyltinga í Mjódd og Ólsara í Ólafsvík. Forstjóri Póstsins segir breytingarnar í takt við breyttar þarfir og kröfur neytenda. Pósturinn hefur verið í Mjóddinni í tæpa þrjá áratugi. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er flutningsmaður fyrrnefndrar tillögu. Fram kemur í tillögunni að póstafgreiðslan í Mjóddinni þjóni Breiðholti, sem er fjölmennasta hverfi Reykjavíkur og landsins alls, með um 23 þúsund íbúa. Staðsetning póstafgreiðslunnar í Mjóddinni sé auk þess hentug fyrir marga aðra en íbúa Breiðholts þar sem hún er mjög miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og rekin í tengslum við vinsæla verslunarmiðstöð. Með tillögunni er lagst gegn því að Íslandspóstur hagræði í rekstri sínum en „áform um lokun fjölsóttrar póstafgreiðslu í fjölmennasta hverfi landsins orkar þó tvímælis á sama tíma og Pósturinn hyggst áfram reka margar póstafgreiðslur í fámennum byggðarlögum víðs vegar um land.“ Þá er tekið fram að auk þess að vera hluti af fjölsóttri verslunarmiðstöð þá liggi póstafgreiðslan í Mjódd afar vel við almenningssamgöngum þar sem hún er starfrækt í stærstu skiptistöð Strætó bs. Óhentugra fyrir gangandi vegfarendur og strætófarþega Fram kemur að þrátt fyrir ýmsar nýjungar í póstþjónustu er gert ráð fyrir að margir muni áfram nýta sér þjónustu pósthúsa. Það eigi ekki síst við um eldra fólk sem og ýmsa sem hafa ekki bíl til umráða. Fyrir slíka hópa sé mun greiðari aðgangur að Mjóddinni vegna öflugra almenningssamgangna en að Dalvegi. „Sjö strætisvagnaleiðir fara nú um Mjódd eða hafa þar endastöð, þar af þrjár stofnleiðir. Mjóddin hefur þannig góðar tengingar við öll hverfi höfuðborgarsvæðisins. Auk þess er Mjódd miðstöð fólksflutninga út á land þar sem allar helstu leiðir landsbyggðarstrætós hafa upphafs- og endastöð þar. Ljóst er að pósthúsið við Dalveg hentar gangandi vegfarendum og strætófarþegum mun síður en núverandi póstafgreiðsla í Mjóddinni. Tvær strætisvagnaleiðir (24, 28) liggja nú um Dalveg. Hvorug þeirra er stofnleið og önnur innanbæjarleið í Kópavogi án tengingar við Mjódd eða önnur sveitarfélög. Því er ljóst að strætótengingar við pósthúsið á Dalvegi eru fremur fátæklegar. Þrjár strætisvagnaleiðir, þar af ein stofnleið (4, 21 og 24), tengja Mjóddina hins vegar við hverfi Kópavogs.“
Pósturinn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira