Segir fimm milljónir króna fyrir sjónmissi hlægilegar bætur Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 19. mars 2023 09:04 Darius segist hafa þurft að glíma við gífurlega mikla áfallastreituröskun vegna árásarinnar. Vísir/Vilhelm Darius Osirus Kazlan varð fyrir hrottalegri líkamsárás á Kaffibarnum í febrúar 2018 sem leiddi til þess að hann missti sjón á vinstra auga. Fimm ár liðu þar til hann fékk bótagreiðslu frá ríkissjóði. Þar spilaði inn í að ofbeldismaðurinn flúði fyrst land og lést svo eftir að dómur var kveðinn upp. Darius telur bótagreiðsluna allt of lága fyrir sjónmissi. Í lýsingu héraðsdóms kemur fram að árásarmaðurinn hafi slegið Darius í háls eða andlit svo Darius féll aftur fyrir sig og í framhaldi kýlt hann hnefahöggi vinstra megin í andlit með þeim afleiðingum að Darius hlaut áverka á augntóft vinstra megin. Auk þess brotnuðu gleraugu hans og fóru í vinstra auga með þeim afleiðingum alvarlegur skaði varð á auganu svo sjón hans skertist. Sauma þurfti saman hornhimnu og framkvæma glerhlaupsskurðaðgerð á auganu. Darius var fluttur á sjúkrahús í kjölfar árásarinnar þar sem hann þurfti meðal annars að gangast undir sterameðferð. „Læknarnir sögðu mér það bara strax, að ég myndi ekki fá fulla sjón til baka, þeir reyndu allt sem þeir gátu og náðu einhverju smá til baka.“ Hann segist hafa þurft að glíma við gífurlega mikla áfallastreituröskun vegna árásarinnar. „Stressið var svo yfirþyrmandi. Ég hélt oft að hann myndi koma og drepa mig og klára verkið. Ég fór að drekka rosalega mikið til að reyna að meðhöndla allt þetta álag.“ Í niðurstöðu dómsins kemur fram að afleiðingar árásarinnar hafi verið alvarlegar.Vísir/Vilhelm Alvarlegar afleiðingar Darius lagði fram kæru á hendur árásarmanninum en í millitíðinni flúði árásarmaðurinn land og því var ekki hægt að boða hann í skýrslutöku fyrr en mörgum mánuðum seinna. „Ég fékk í raun voðalega lítið að vita, mér var haldið í myrkrinu. Ég sá það svo fyrir tilviljun á Facebook að hann væri kominn aftur til landsins. Mér brá rosalega. Síðan fékk ég að vita að það væri búið að taka skýrslu af honum.“ Ákæra var gefin út í maí 2019. Lögmaður Darius lagði fram miskabótakröfu upp 2,5 milljónir og krafðist þess einnig að gerandinn myndi greiða Darius útlagðan kostnað sem hann hafði orðið fyrir vegna málsins, auk kostnaðar sem enn lá ekki fyrir, svo sem læknis- og málskostnað. Í september 2019 var málið tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Gerandinn var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu miskabóta upp á 800 þúsund krónur. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að afleiðingar árásarinnar hafi verið alvarlegar. Einnig kom fram að gerandinn hefði játað skýlaust, og sýnt fram á að hann iðraðist árásarinnar og var það talið til refsimildunar. „Þegar litið er til afleiðinga árásarinnar að því leyti sem þær eru staðfestar með læknisvottorðum sem fyrir liggja í málinu þykja miskabætur til brotaþola hæfilega ákveðnar 800.000 krónur auk dráttarvaxta eins og nánar er rakið í dómsorði. Þá ber ákærða að greiða brotaþola 200.000 krónur í málskostnað við að halda einkaréttarkröfu sinni fram,“ segir ennfremur í dómnum. Hámark fimm milljónir Brotamenn í sakamálum sem dæmdir eru til greiðslu miskabóta eru í flestum tilfellum eignalitlir eða eignalausir og fellur þá bótagreiðslan á ríkissjóð. Greiðslur bóta til þolenda afbrota úr ríkissjóði byggja á lögum frá árinu 1995. Í lögunum er tilgreint að greiddar séu bætur vegna tjóns er leiði af broti gegn almennum hegningarlögum og eru þar nefnd líkamstjón, tjón á persónulegum munum og bætur vegna miska. Frá bótafjárhæð dragast þó greiðslur sem fólk fær frá þeim sem brotið hefur gegn þeim auk greiðslna frá almannatryggingum, vátryggingum, launagreiðslum í veikindum og lífeyrisgreiðslum. Sama gildir um aðra fjárhagsaðstoð sem tjónþoli hefur fengið eða á rétt á vegna tjónsins. Bætur fyrir líkamstjón geta í mesta lagi orðið fimm milljónir króna. Darius segir árásina hafa haft slíkar afleiðingar á líf sitt að hann var ófær um að stunda nám.Vísir/Vilhelm Kastað út úr kerfinu Þegar árásin átti sér stað, árið 2018, hafði Darius þegið örorkubætur í áratug. Hann hafði einnig verið í skóla. Ég var talinn óvinnufær árið 2012 eftir að hafa misst dóttir mína genginn 41 viku, sem varð til þess að geðrænu veikindin mín fóru á versta veg vegna sorgar. Áfallahjálpin sem við hjónin fengum á þeim tíma var mjög takmörkuð." Hann segir árásina hafa haft slíkar afleiðingar á líf sitt að hann var ófær um að stunda nám. „Ég var að standa mig rosalega vel í skóla og með topp einkunnir. Eftir árásina reyndi ég að koma mér á vinnumarkaðinn aftur en hafði ekki í mér að stunda vinnu vegna áfallastreitu. Ástæðan fyrir því að ég var í skóla var til að ég gæti farið að vinna við það sem mig hefur dreymt um og komast loksins út úr því helvíti sem örorkubætur eru. Það var hrifsað frá mér. Mér var kastað út úr heilbrigðiskerfinu og ég hef ekki ennþá fengið áfallameðferð. Kerfið bara gleymdi mér. Bara af því glæpamaður réðst á mig og eyðilagði líf mitt.“ Í febrúar á seinasta ári lést árásarmaðurinn. „Eftir að hafa valdið mörgum sálrænum og líkamlegum kvölum þá fær hann bara að kveðja þennan heim og þeir sem eftir eru þurfa að stóla á dómskerfi Íslands,“ segir Darius. Í desember síðastliðnum, þremur og hálfu ári eftir að dómur var kveðinn upp, fékk Darius greiddar bætur úr ríkissjóði fyrir þolendur afbrota. Niðurstaða bótanefndar var sú að hann fengi greiddar fimm milljónir króna. Darius segist meðal annars hafa fengið þau svör að við ákvörðun um upphæð hafi verið tekið mið af félagslegri stöðu hans. Hann hefur, sem fyrr segir, verið öryrki frá árinu 2008. „Eins og mér skildist á lögfræðingnum mínum þá er allt þetta metið út frá stöðu og því sem ég er búinn að vera að gera. Af því að ég er öryrki þá fæ ég skít og kanil.“ Finnst fimm milljónir lág upphæð fyrir sjónmissi Hann segir upphæðina lága miðað við þann skaða sem hann hefur hlotið. „Hver segir að það sé réttlætanleg upphæð? Þetta er sjónin mín. Sem ég fæ líklega aldrei aftur. Sérstaklega ekki fyrir vesælar fimm milljónir. Ríkið er þarna að segja okkur öllum; að verða fyrir ofbeldi af þessu alvarleikastigi er á föstu gjaldi, út frá því hvaða samfélagslegu stöðu þú ert í.“ Í færslu sem Darius birti á Facebook á dögunum spurði hann jafnframt hver ábyrgð ríkisins væri í þessum málum. „Er lagagjöf sem var sett 1970 eitthvað í gildi enn þann dag í dag á málefnum sem varðar bótaskyldu ríkisins til lifandi þegna sinna. Sem varðar smávægilegar 5.5 milljónir. Eru augun okkar ekki meira virði enn það? Og sérstaklega þegar ríkið er valdurinn á því að svona menn eru til sem valda svona skaða. Eru þau ekki skyldug til að axla meiri ábyrgð á gjörningnum heldur en þetta?“ Dómsmál Reykjavík Næturlíf Heilbrigðismál Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Í lýsingu héraðsdóms kemur fram að árásarmaðurinn hafi slegið Darius í háls eða andlit svo Darius féll aftur fyrir sig og í framhaldi kýlt hann hnefahöggi vinstra megin í andlit með þeim afleiðingum að Darius hlaut áverka á augntóft vinstra megin. Auk þess brotnuðu gleraugu hans og fóru í vinstra auga með þeim afleiðingum alvarlegur skaði varð á auganu svo sjón hans skertist. Sauma þurfti saman hornhimnu og framkvæma glerhlaupsskurðaðgerð á auganu. Darius var fluttur á sjúkrahús í kjölfar árásarinnar þar sem hann þurfti meðal annars að gangast undir sterameðferð. „Læknarnir sögðu mér það bara strax, að ég myndi ekki fá fulla sjón til baka, þeir reyndu allt sem þeir gátu og náðu einhverju smá til baka.“ Hann segist hafa þurft að glíma við gífurlega mikla áfallastreituröskun vegna árásarinnar. „Stressið var svo yfirþyrmandi. Ég hélt oft að hann myndi koma og drepa mig og klára verkið. Ég fór að drekka rosalega mikið til að reyna að meðhöndla allt þetta álag.“ Í niðurstöðu dómsins kemur fram að afleiðingar árásarinnar hafi verið alvarlegar.Vísir/Vilhelm Alvarlegar afleiðingar Darius lagði fram kæru á hendur árásarmanninum en í millitíðinni flúði árásarmaðurinn land og því var ekki hægt að boða hann í skýrslutöku fyrr en mörgum mánuðum seinna. „Ég fékk í raun voðalega lítið að vita, mér var haldið í myrkrinu. Ég sá það svo fyrir tilviljun á Facebook að hann væri kominn aftur til landsins. Mér brá rosalega. Síðan fékk ég að vita að það væri búið að taka skýrslu af honum.“ Ákæra var gefin út í maí 2019. Lögmaður Darius lagði fram miskabótakröfu upp 2,5 milljónir og krafðist þess einnig að gerandinn myndi greiða Darius útlagðan kostnað sem hann hafði orðið fyrir vegna málsins, auk kostnaðar sem enn lá ekki fyrir, svo sem læknis- og málskostnað. Í september 2019 var málið tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Gerandinn var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu miskabóta upp á 800 þúsund krónur. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að afleiðingar árásarinnar hafi verið alvarlegar. Einnig kom fram að gerandinn hefði játað skýlaust, og sýnt fram á að hann iðraðist árásarinnar og var það talið til refsimildunar. „Þegar litið er til afleiðinga árásarinnar að því leyti sem þær eru staðfestar með læknisvottorðum sem fyrir liggja í málinu þykja miskabætur til brotaþola hæfilega ákveðnar 800.000 krónur auk dráttarvaxta eins og nánar er rakið í dómsorði. Þá ber ákærða að greiða brotaþola 200.000 krónur í málskostnað við að halda einkaréttarkröfu sinni fram,“ segir ennfremur í dómnum. Hámark fimm milljónir Brotamenn í sakamálum sem dæmdir eru til greiðslu miskabóta eru í flestum tilfellum eignalitlir eða eignalausir og fellur þá bótagreiðslan á ríkissjóð. Greiðslur bóta til þolenda afbrota úr ríkissjóði byggja á lögum frá árinu 1995. Í lögunum er tilgreint að greiddar séu bætur vegna tjóns er leiði af broti gegn almennum hegningarlögum og eru þar nefnd líkamstjón, tjón á persónulegum munum og bætur vegna miska. Frá bótafjárhæð dragast þó greiðslur sem fólk fær frá þeim sem brotið hefur gegn þeim auk greiðslna frá almannatryggingum, vátryggingum, launagreiðslum í veikindum og lífeyrisgreiðslum. Sama gildir um aðra fjárhagsaðstoð sem tjónþoli hefur fengið eða á rétt á vegna tjónsins. Bætur fyrir líkamstjón geta í mesta lagi orðið fimm milljónir króna. Darius segir árásina hafa haft slíkar afleiðingar á líf sitt að hann var ófær um að stunda nám.Vísir/Vilhelm Kastað út úr kerfinu Þegar árásin átti sér stað, árið 2018, hafði Darius þegið örorkubætur í áratug. Hann hafði einnig verið í skóla. Ég var talinn óvinnufær árið 2012 eftir að hafa misst dóttir mína genginn 41 viku, sem varð til þess að geðrænu veikindin mín fóru á versta veg vegna sorgar. Áfallahjálpin sem við hjónin fengum á þeim tíma var mjög takmörkuð." Hann segir árásina hafa haft slíkar afleiðingar á líf sitt að hann var ófær um að stunda nám. „Ég var að standa mig rosalega vel í skóla og með topp einkunnir. Eftir árásina reyndi ég að koma mér á vinnumarkaðinn aftur en hafði ekki í mér að stunda vinnu vegna áfallastreitu. Ástæðan fyrir því að ég var í skóla var til að ég gæti farið að vinna við það sem mig hefur dreymt um og komast loksins út úr því helvíti sem örorkubætur eru. Það var hrifsað frá mér. Mér var kastað út úr heilbrigðiskerfinu og ég hef ekki ennþá fengið áfallameðferð. Kerfið bara gleymdi mér. Bara af því glæpamaður réðst á mig og eyðilagði líf mitt.“ Í febrúar á seinasta ári lést árásarmaðurinn. „Eftir að hafa valdið mörgum sálrænum og líkamlegum kvölum þá fær hann bara að kveðja þennan heim og þeir sem eftir eru þurfa að stóla á dómskerfi Íslands,“ segir Darius. Í desember síðastliðnum, þremur og hálfu ári eftir að dómur var kveðinn upp, fékk Darius greiddar bætur úr ríkissjóði fyrir þolendur afbrota. Niðurstaða bótanefndar var sú að hann fengi greiddar fimm milljónir króna. Darius segist meðal annars hafa fengið þau svör að við ákvörðun um upphæð hafi verið tekið mið af félagslegri stöðu hans. Hann hefur, sem fyrr segir, verið öryrki frá árinu 2008. „Eins og mér skildist á lögfræðingnum mínum þá er allt þetta metið út frá stöðu og því sem ég er búinn að vera að gera. Af því að ég er öryrki þá fæ ég skít og kanil.“ Finnst fimm milljónir lág upphæð fyrir sjónmissi Hann segir upphæðina lága miðað við þann skaða sem hann hefur hlotið. „Hver segir að það sé réttlætanleg upphæð? Þetta er sjónin mín. Sem ég fæ líklega aldrei aftur. Sérstaklega ekki fyrir vesælar fimm milljónir. Ríkið er þarna að segja okkur öllum; að verða fyrir ofbeldi af þessu alvarleikastigi er á föstu gjaldi, út frá því hvaða samfélagslegu stöðu þú ert í.“ Í færslu sem Darius birti á Facebook á dögunum spurði hann jafnframt hver ábyrgð ríkisins væri í þessum málum. „Er lagagjöf sem var sett 1970 eitthvað í gildi enn þann dag í dag á málefnum sem varðar bótaskyldu ríkisins til lifandi þegna sinna. Sem varðar smávægilegar 5.5 milljónir. Eru augun okkar ekki meira virði enn það? Og sérstaklega þegar ríkið er valdurinn á því að svona menn eru til sem valda svona skaða. Eru þau ekki skyldug til að axla meiri ábyrgð á gjörningnum heldur en þetta?“
Dómsmál Reykjavík Næturlíf Heilbrigðismál Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira