Samstarfssamningur ríkislögreglustjóra og Samtakanna ´78 undirritaður Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 21. mars 2023 17:25 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, og Bjarndís Helga Tómasdóttir, varaformaður Samtakana 78, skrifuðu undir samninginn í dag. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Ríkislögreglustjóri og Samtökin ´78 hafa gert með sér samstarfssamning um áframhaldandi hinsegin fræðslu, ráðgjöf við rannsóknir og þróun á verklagi og nýju fræðsluefni fyrir lögreglu. Líkt og fram kemur í tilkynningu hefur embætti ríkislögreglustjóra átt í góðu samstarfi við Samtökin ´78 um fræðslu fyrir lögreglu. Samtökin ´78 hafa verið með fræðslu á námskeiðum fyrir lögreglu um hatursglæpi og fjölmenningu frá 2018 og um hinseginleikann frá 2022 þ.m.t. fyrir varðstjóra og rannsakara. „Þessi samstarfssamningur byggir á þeim grunni þar sem hugað er sérstaklega að þróun á fræðsluefni sérsniðnu fyrir umhverfi lögreglu. Samningurinn er víðtækur og snýr líka að ráðgjöf frá Samtökunum ´78 vegna rannsókna á brotum gegn hinsegin fólki og ráðgjöf um mannauðsmál lögreglu. Ríkislögreglustjóri leggur áherslu á að réttindi og jöfn staða hinsegin starfsfólks séu tryggð innan lögreglunnar. Samhliða því að bæta þjónustu lögreglunnar við hinsegin fólk, þarf að tryggja að starfsumhverfi lögreglunnar sé hinseginvænt. Markmið samningsins eru að bæta þessa þætti innan lögreglunnar með fræðslu og ráðgjöf.“ „Fræðslan sem við höfum verið að bjóða upp á hjá Samtökunum hefur tekist mjög vel svo það er frábært að geta formfest þetta samstarf betur. Við höfum haft gott af því gegnum tíðina að setja upp kynjagleraugun. Með þessum nýja samning fáum við verðmæta aðstoð við að setja upp hinsegin gleraugu. Það er spennandi og mikilvæg vinna framundan hjá lögreglunni og Samtökunum 78.” Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Bakslag um allan heim Það var þingsályktun um aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2022-2025 sem ýtti nýjum samstarfssamningi úr vör. Dómsmálaráðuneytið í samvinnu við ríkislögreglustjóra er ábyrgt fyrir fræðslu um málefni hinsegin fólks til lögreglu. Í greinargerð með aðgerðaráætluninni segir að bakslag hafi orðið um allan heim þegar kemur að réttindum hinsegin fólks og þar er trans og intersex fólk í sérstaklega viðkvæmum hópi. Meira hefur borið á hatursorðræðu og hatursglæpum á liðnum árum. Þá verður hinsegin fólk einnig fyrir margvíslegum fordómum og beinni og óbeinni mismunun í samfélaginu. „Mikilvægt er að þekking sé meðal lögreglunnar um málefni hinsegin fólks svo tekið sé án fordóma og mismunar á verkefnum sem koma á borð lögreglunnar. Með aukinni fræðslu og þekkingu er lögreglan efld til að bera rétt kennsl á mál er varða brot gegn hinsegin fólki, skráning mála í lögreglukerfið LÖKE bætt og hinsegin fólki tryggð nauðsynleg vernd og stuðningur,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Lögreglan Hinsegin Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Líkt og fram kemur í tilkynningu hefur embætti ríkislögreglustjóra átt í góðu samstarfi við Samtökin ´78 um fræðslu fyrir lögreglu. Samtökin ´78 hafa verið með fræðslu á námskeiðum fyrir lögreglu um hatursglæpi og fjölmenningu frá 2018 og um hinseginleikann frá 2022 þ.m.t. fyrir varðstjóra og rannsakara. „Þessi samstarfssamningur byggir á þeim grunni þar sem hugað er sérstaklega að þróun á fræðsluefni sérsniðnu fyrir umhverfi lögreglu. Samningurinn er víðtækur og snýr líka að ráðgjöf frá Samtökunum ´78 vegna rannsókna á brotum gegn hinsegin fólki og ráðgjöf um mannauðsmál lögreglu. Ríkislögreglustjóri leggur áherslu á að réttindi og jöfn staða hinsegin starfsfólks séu tryggð innan lögreglunnar. Samhliða því að bæta þjónustu lögreglunnar við hinsegin fólk, þarf að tryggja að starfsumhverfi lögreglunnar sé hinseginvænt. Markmið samningsins eru að bæta þessa þætti innan lögreglunnar með fræðslu og ráðgjöf.“ „Fræðslan sem við höfum verið að bjóða upp á hjá Samtökunum hefur tekist mjög vel svo það er frábært að geta formfest þetta samstarf betur. Við höfum haft gott af því gegnum tíðina að setja upp kynjagleraugun. Með þessum nýja samning fáum við verðmæta aðstoð við að setja upp hinsegin gleraugu. Það er spennandi og mikilvæg vinna framundan hjá lögreglunni og Samtökunum 78.” Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Bakslag um allan heim Það var þingsályktun um aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2022-2025 sem ýtti nýjum samstarfssamningi úr vör. Dómsmálaráðuneytið í samvinnu við ríkislögreglustjóra er ábyrgt fyrir fræðslu um málefni hinsegin fólks til lögreglu. Í greinargerð með aðgerðaráætluninni segir að bakslag hafi orðið um allan heim þegar kemur að réttindum hinsegin fólks og þar er trans og intersex fólk í sérstaklega viðkvæmum hópi. Meira hefur borið á hatursorðræðu og hatursglæpum á liðnum árum. Þá verður hinsegin fólk einnig fyrir margvíslegum fordómum og beinni og óbeinni mismunun í samfélaginu. „Mikilvægt er að þekking sé meðal lögreglunnar um málefni hinsegin fólks svo tekið sé án fordóma og mismunar á verkefnum sem koma á borð lögreglunnar. Með aukinni fræðslu og þekkingu er lögreglan efld til að bera rétt kennsl á mál er varða brot gegn hinsegin fólki, skráning mála í lögreglukerfið LÖKE bætt og hinsegin fólki tryggð nauðsynleg vernd og stuðningur,“ segir jafnframt í tilkynningunni.
Lögreglan Hinsegin Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira